Gagnrýnir tímabundnar ráðningar ráðherra 11. október 2009 16:23 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/GVA Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. „Það virðist vera algjör skortur á gagnsæi sem margir hafa talað um. Það eru ýmsir sem sitja í ríkisstjórn núna sem töluðu mikið áður um mikilvægi þess að störf hjá hinu opinbera væru auglýst," segir Eygló og bætir við að ráðherrar hafi margir hverjir verið duglegir að undanförnu að ráða sér aðstoðarmenn og að störfin hafi ekki verið auglýst. Eygló tiltekur sérstaklega ráðningar Einars Karls Haraldssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, í stöðu upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og Kristrúnar Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem lögfræðings í félagsmálaráðuneytinu í verkefnum sem snúa að endurskoðun á lánum heimilanna. Þingmaðurinn hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra og tímabundnar ráðningar. „Ég hef ekki séð þessi störf auglýst. Menn virðast vera að fara í kringum þetta með svokölluðum tímabundnum ráðningum," segir Eygló. Eygló hefur áhyggjur af þessum vinnubrögðum. „Það er mikið atvinnuleysi og mikið af hæfu fólki sem hefði jafnvel áhuga á að sækja um þessi störf. Þetta þarf allt að vera upp á borðinu." Aðspurð segir Eygló að vilji ráðherrar hafa fleiri en einn aðstoðarmann verði að taka um það pólitíska ákvörðun og breyta lögum sem geri það mögulegt. Tengdar fréttir Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14 Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00 Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. „Það virðist vera algjör skortur á gagnsæi sem margir hafa talað um. Það eru ýmsir sem sitja í ríkisstjórn núna sem töluðu mikið áður um mikilvægi þess að störf hjá hinu opinbera væru auglýst," segir Eygló og bætir við að ráðherrar hafi margir hverjir verið duglegir að undanförnu að ráða sér aðstoðarmenn og að störfin hafi ekki verið auglýst. Eygló tiltekur sérstaklega ráðningar Einars Karls Haraldssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, í stöðu upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og Kristrúnar Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem lögfræðings í félagsmálaráðuneytinu í verkefnum sem snúa að endurskoðun á lánum heimilanna. Þingmaðurinn hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra og tímabundnar ráðningar. „Ég hef ekki séð þessi störf auglýst. Menn virðast vera að fara í kringum þetta með svokölluðum tímabundnum ráðningum," segir Eygló. Eygló hefur áhyggjur af þessum vinnubrögðum. „Það er mikið atvinnuleysi og mikið af hæfu fólki sem hefði jafnvel áhuga á að sækja um þessi störf. Þetta þarf allt að vera upp á borðinu." Aðspurð segir Eygló að vilji ráðherrar hafa fleiri en einn aðstoðarmann verði að taka um það pólitíska ákvörðun og breyta lögum sem geri það mögulegt.
Tengdar fréttir Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14 Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00 Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14
Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00
Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33