Engar breytingar fyrirhugaðar á losunarheimildum 11. október 2009 13:30 Frá álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði. Mynd/Hreinn Magnússon Formaður samninganefndar Íslands um loftslagsmál segir að engar breytingar séu framundan á losunarheimildum íslenskra stóriðjufyrirtækja fram til ársins 2012. Árið 2013 muni íslensk stóriðja hins vegar fá allar sínar heimildir í gegnum evrópska kerfið og standa jafnfætis evrópskum fyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Umhverfisráðherra lýsti því yfir í vikunni að ekki yrði sótt um frekari undanþágur frá Kyoto bókuninni. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði á Alþingi í vikunni að ráðherrann væri með þessu að afsala sér fyrir hönd þjóðarinnar verðmætum loftslagskvóta. Þórir Ibsen, formaður samninganefndar Íslands um loftslagsmál, segir að engar breytingar séu framundan á losunarheimildum íslenskra stóriðjufyrirtækja fram til ársins 2012, þegar svokölluðu fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto bókunarinnar lýkur. Á því tímabili fylgi íslensk stóriðjufyrirtæki þeim reglum sem séu í gildi í dag. „Það verða hinsvegar breytingar 2013 því þá mun íslensk stóriðja falla undir evrópskar reglur og á allar sínar heimildir í gegnum það kerfi," segir Þórir. Þá muni íslensk fyrirtæki standa jafnfætis sambærilegum evrópskum fyrirtækjum í stóriðju eða orkufrekum iðnaði. „Gert er ráð fyrir að þau fyrirtæki fái í fyrstu að megninu til allar sínar þarf á losunarheimildum fríar en síðan mun draga úr þeim smátt og smátt til 2027." Þórir segir að breytingarnar felast í því að íslensku stóriðjufyrirtækin muni ekki fá sinn kvóta í gegnum Ísland heldur sem fyrirtæki. Alveg eins og önnur evrópsk fyrirtæki. „Fyrirtæki sem starfa á evrópskum markaði fá útdeilt árlega ákveðnum fjölda á losunarheimildum." Sú ákvörðun verður miðuð við gæðaviðmið, hversu vel fyrirtæki standa sig umhverfislega. Þórir segir að íslensk fyrirtæki séu í hópi bestu fyrirtækja í Evrópu hvað varðar umhverfisstaðal. Þórir segir að ekkert í sínu umboði miði að því að valda tjóni fyrir íslensk fyrirtæki eða fjárhagslegu tjóni fyrir samfélagið. Þvert á móti sé það markmiðið að íslensk fyrirtæki standi jafnfætis öðrum evrópskum fyrirtækjum á evrópskum markaði. Tengdar fréttir Óánægður með ákvörðun Svandísar Yfirlýsingar umhverfisráðherra um að nýta ekki undanþágur frá Kyotobókuninni eru vonbrigði að mati Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi. 10. október 2009 12:11 Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. 9. október 2009 15:11 Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formaður samninganefndar Íslands um loftslagsmál segir að engar breytingar séu framundan á losunarheimildum íslenskra stóriðjufyrirtækja fram til ársins 2012. Árið 2013 muni íslensk stóriðja hins vegar fá allar sínar heimildir í gegnum evrópska kerfið og standa jafnfætis evrópskum fyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Umhverfisráðherra lýsti því yfir í vikunni að ekki yrði sótt um frekari undanþágur frá Kyoto bókuninni. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði á Alþingi í vikunni að ráðherrann væri með þessu að afsala sér fyrir hönd þjóðarinnar verðmætum loftslagskvóta. Þórir Ibsen, formaður samninganefndar Íslands um loftslagsmál, segir að engar breytingar séu framundan á losunarheimildum íslenskra stóriðjufyrirtækja fram til ársins 2012, þegar svokölluðu fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto bókunarinnar lýkur. Á því tímabili fylgi íslensk stóriðjufyrirtæki þeim reglum sem séu í gildi í dag. „Það verða hinsvegar breytingar 2013 því þá mun íslensk stóriðja falla undir evrópskar reglur og á allar sínar heimildir í gegnum það kerfi," segir Þórir. Þá muni íslensk fyrirtæki standa jafnfætis sambærilegum evrópskum fyrirtækjum í stóriðju eða orkufrekum iðnaði. „Gert er ráð fyrir að þau fyrirtæki fái í fyrstu að megninu til allar sínar þarf á losunarheimildum fríar en síðan mun draga úr þeim smátt og smátt til 2027." Þórir segir að breytingarnar felast í því að íslensku stóriðjufyrirtækin muni ekki fá sinn kvóta í gegnum Ísland heldur sem fyrirtæki. Alveg eins og önnur evrópsk fyrirtæki. „Fyrirtæki sem starfa á evrópskum markaði fá útdeilt árlega ákveðnum fjölda á losunarheimildum." Sú ákvörðun verður miðuð við gæðaviðmið, hversu vel fyrirtæki standa sig umhverfislega. Þórir segir að íslensk fyrirtæki séu í hópi bestu fyrirtækja í Evrópu hvað varðar umhverfisstaðal. Þórir segir að ekkert í sínu umboði miði að því að valda tjóni fyrir íslensk fyrirtæki eða fjárhagslegu tjóni fyrir samfélagið. Þvert á móti sé það markmiðið að íslensk fyrirtæki standi jafnfætis öðrum evrópskum fyrirtækjum á evrópskum markaði.
Tengdar fréttir Óánægður með ákvörðun Svandísar Yfirlýsingar umhverfisráðherra um að nýta ekki undanþágur frá Kyotobókuninni eru vonbrigði að mati Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi. 10. október 2009 12:11 Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. 9. október 2009 15:11 Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Óánægður með ákvörðun Svandísar Yfirlýsingar umhverfisráðherra um að nýta ekki undanþágur frá Kyotobókuninni eru vonbrigði að mati Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi. 10. október 2009 12:11
Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. 9. október 2009 15:11
Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33
Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43