Innlent

Vilja Ögmund aftur í ríkisstjórn

Mynd/Arnþór Birkisson
Vinstri grænir í Kópavogi vilja að Ögmundi Jónassyni verði boðið sæti í ríkisstjórn á nýjan leik. Ályktun þess efnis var samþykkt á félagsfundi VG í bæjarfélaginu fyrr í dag. Þingflokksformaður VG er sama sinnis.

Ögmundur baðst lausnar sem heilbrigðismálaráðherra 30. september. Skömmu síðar sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, að með brotthvarfi Ögmundar hefði ríkisstjórnin veikst gríðarlega sem vinstristjórn. Hún sagðist telja að nú þyrfti ríkisstjórnina að endurskoða allt sem hún hafi gert og bjóða Ögmundi Jónssyni að koma aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×