Úrskurðurinn veldur ekki stórkostlegum töfum 11. október 2009 14:47 Svandís Svavarsdóttir. Mynd/Valgarður Gíslason „Ég áttaði mig á því að þessi ákvörðun mín myndi valda titringi," segir Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, um úrskurð sinn um Suðvesturlínu. Hún segir óeðlilegt að halda því fram að úrskurðurinn komi til með að valda stórkostlegum töfum á iðnaðarframkvæmdum á Suðurnesjum. Svandís hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ákveðið í lok september að Skipulagsstofnun þyrfti að nýju að fjalla um hvort fara eigi fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu milli Hellisheiðar og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að ákvörðun Svandísar hafi verið ólögmæt og hún trufli iðnaðaruppbyggingu á Suðurnesjum. Sjálf segir Svandís það vera afar veik rök að halda því að úrskurður sinn sé ólögmætur vegna þess að komið hafi verið fram yfir frest til að úrskurða um málið. Það hafi verið óheppilegt það en geri ekki ákvörðun sína ólögmæta. Svandís var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. „Það sem ég er að gera þarna er að ég óska eftir því að Skipulagsstofnun kalli eftir nánari og skýrari gögnum til að byggja sína niðurstöðu á. Það er það sem ég er að gera. Ég tek sérstaklega fram í úrskurðarorðinu, sem ég er ekki viss um að allir fjölmiðlamenn hafi lesið eða þeir sem eru að tjá sig um þennan úrskurð, að þar með er ekki tekin afstaða til efnislegrar niðurstöðu á seinni stigum," segir ráðherrann. Svandís segir gríðarlega mörg atriði óljós þegar kemur að einstökum verkefnum á Suðurnesjum. Það eigi við um fjármögnun og hvort orka verði til staðar. Því sé óeðlilegt að halda því fram að ákvörðun sín komi til með að valda stórkostlegum töfum miðaða við aðra enda sem séu óleystir varðandi álversframkvæmdir í Helguvík. Tengdar fréttir Ólögmæt ákvörðun ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, er allt annað en sáttur með fjármála- og umhverfisráðherra. Hann segir að nýlegur úrskurður þess síðarnefnda um Suðvesturlínu sé ólögmæt ákvörðun. Helgi var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 11. október 2009 10:32 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég áttaði mig á því að þessi ákvörðun mín myndi valda titringi," segir Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, um úrskurð sinn um Suðvesturlínu. Hún segir óeðlilegt að halda því fram að úrskurðurinn komi til með að valda stórkostlegum töfum á iðnaðarframkvæmdum á Suðurnesjum. Svandís hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ákveðið í lok september að Skipulagsstofnun þyrfti að nýju að fjalla um hvort fara eigi fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu milli Hellisheiðar og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að ákvörðun Svandísar hafi verið ólögmæt og hún trufli iðnaðaruppbyggingu á Suðurnesjum. Sjálf segir Svandís það vera afar veik rök að halda því að úrskurður sinn sé ólögmætur vegna þess að komið hafi verið fram yfir frest til að úrskurða um málið. Það hafi verið óheppilegt það en geri ekki ákvörðun sína ólögmæta. Svandís var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. „Það sem ég er að gera þarna er að ég óska eftir því að Skipulagsstofnun kalli eftir nánari og skýrari gögnum til að byggja sína niðurstöðu á. Það er það sem ég er að gera. Ég tek sérstaklega fram í úrskurðarorðinu, sem ég er ekki viss um að allir fjölmiðlamenn hafi lesið eða þeir sem eru að tjá sig um þennan úrskurð, að þar með er ekki tekin afstaða til efnislegrar niðurstöðu á seinni stigum," segir ráðherrann. Svandís segir gríðarlega mörg atriði óljós þegar kemur að einstökum verkefnum á Suðurnesjum. Það eigi við um fjármögnun og hvort orka verði til staðar. Því sé óeðlilegt að halda því fram að ákvörðun sín komi til með að valda stórkostlegum töfum miðaða við aðra enda sem séu óleystir varðandi álversframkvæmdir í Helguvík.
Tengdar fréttir Ólögmæt ákvörðun ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, er allt annað en sáttur með fjármála- og umhverfisráðherra. Hann segir að nýlegur úrskurður þess síðarnefnda um Suðvesturlínu sé ólögmæt ákvörðun. Helgi var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 11. október 2009 10:32 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ólögmæt ákvörðun ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, er allt annað en sáttur með fjármála- og umhverfisráðherra. Hann segir að nýlegur úrskurður þess síðarnefnda um Suðvesturlínu sé ólögmæt ákvörðun. Helgi var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 11. október 2009 10:32