Innlent

Höskuldur: Fullyrðingar Jóhönnu rangar

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að fullyrðingar forsætisráðherra í bréfi til forsætisráðherra Noregs séu rangar. Hann segir að hvorki hann né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi farið fram á 2000 milljarða lán frá Noregi.

Framsóknarmenn hafa sakað Jóhönnu um að reyna koma í veg fyrir að Íslendingar fái lán frá Norðmönnum framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sjálf segir Jóhanna að um fráleitar ásakanir sé að ræða. Forsætisráðuneytið birti í dag bréfaskipti Jóhönnu Sigurðardóttur og Jens Stoltenbergs vegna málsins.

„Þegar hún leggur málið svona upp getur hún ekki fengið annað en svona svar," segir Höskuldur. Hann segir að hvorki hann né Sigmundur hafi talað um svona hátt lán við norsku þingmennina. Þeir hafi þess í stað lagt áherslu á að koma á lánalínu á milli landanna.

Höskuldur segir að bréf Jóhönnu staðfesta það sem hann og Sigmundur hafi áður sagt um málið. „Bréfið staðfestir það sem við heyrðum í Noregi að Jóhanna væri að kvarta yfir því að sér reyndist málið erfitt heima fyrir. Bréfið staðfestir allt það sem við höfum sagt í málinu. Sérstaklega að það hefur ekki enn borist formleg beiðni frá Íslendingum um lánalínu eða lán frá Noregi óháð Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."

Höskuldur er enn þeirra skoðunar miklar líkur séu á því að Íslendingar fái lán frá Norðmönnum verði slík beiðni send. „Afstaða okkar er óbreytt og við munum fylgja þessu eftir."




Tengdar fréttir

Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða.

Noregsferð Sigmundar og Höskuldar gengur með ágætum

Ferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar til Noregs hefur gengið með miklum ágætum. „Gærdagurinn var notaður til að undirbúa fundarhöld dagsins og voru félagar okkar í norska Miðflokknum boðnir og búnir að aðstoða, þrátt fyrir að hafa verið að mynda ríkisstjórn nóttina á undan.“

Jóhanna: Ásakanir framsóknarmanna fráleitar

Framsóknarmenn saka forsætisráðherra um að reyna koma í veg fyrir að Íslendingar fái lán frá Norðmönnum framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fráleitar ásakanir segir forsætisráðherra.

Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist

Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist.

Framsóknarmenn fengu ráð frá vogunarsjóði

Fulltrúar frá vogunarsjóðnum Boreas Capital veittu Framsóknarmönnum ráðgjöf þegar þeir funduðu með norskum þingmönnum í vikunni. Sjóðurinn tengist meðal annars fyrrverandi eigendum Landsbankans. Formaður Framsóknarflokksins segir ekkert óeðlilegt við aðkomu þessara manna.

Bréfaskipti Jóhönnu og Stoltenbergs birt

Forsætisráðuneytið hefur birt nýleg bréfaskipti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í tengslum við fullyrðingar forystumanna Framsóknarflokksins um áhuga norskra þingmanna að veita Íslendingum lán fram hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×