Innlent

Ófært um Hellisheiði eystri og Öxi

Á Austurlandi er ófært um Hellisheiði eystri og Öxi. Þungfært er um Breiðdalsheiði. Hálka er í Oddskarði, Fagradal og á Fjarðarheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Víða á Vestfjörðum eru hálkublettir. Hálka er á Hrafnseyrarheiði og þæfingsfærð er um Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi er hálka á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Siglufjarðarvegi. Þungfært er um Lágheiði.

Verið er að moka yfir Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði, en á norðausturlandi er víða hálka og hálkublettir. Ófært er um Öxarfjarðarheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×