Erlent

Sprengjurnar í Ramadi voru þrjár

Mynd/AP
Að minnsta kosti 22 eru látnir og meira en 60 eru særðir eftir árás hryðjuverkmanna í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks í morgun. Sprengjurnar voru þrjár en í fyrstu var talið að þær hafi verið tvær.

Bíl hlöðnum sprengjuefnum var ekið upp að lögreglustöð í borginni og hann í framhaldinu sprengdur loft upp. Rétt á eftir sprakk mótorhjól sem hafði verið komið fyrir skammt frá bílnum. Þetta virðist hafa verið gert til að valda sem mestum skaða. Þriðju sprengjunni var komið fyrir í bíl fyrir utan sjúkrahús í borginni en hún sprakk skömmu síðar.


Tengdar fréttir

Mannskæð sprengjuárás í Írak

Að minnsta kosti 10 létust og margir slösuðust þegar tvær bílasprengjur sprungu á sama tíma í morgun fyrir utan opinbera byggingu í Írak. Árásin var gerð í borginni Ramadi sem er í vesturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×