Fleiri fréttir FL málið í höndum Bjarna og Þorgerðar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddi 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006 á miðstjórnarfundi sem haldinn var í dag, en boðað var til fundarins fyrr í vikunni. 8.4.2009 15:43 Samkeppniseftirlitið sektar Vélar og verkfæri um 15 milljónir Samkeppniseftirlitið leggur 15 milljón króna stjórnvaldssekt á Vélar og verkfæri vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sína við sölu á efni til að framleiða höfuðlyklakerfi eða svokallað masterlyklakerfi. 8.4.2009 15:08 Reglum breytt vegna vandræðalegrar stöðu Framsóknarflokksins Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. 8.4.2009 14:54 Harður árekstur við Hveragerði Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um harðan árekstur tveggja bíla við austari útkeysluna til móts við Hveragerði klukkan 13:11 í dag. Um var að ræða fólksbíl og sendibíl sem rákust saman, en þeir voru að koma úr gagnstæðri átt að sögn lögreglu. 8.4.2009 14:15 Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hneykslaður á styrk FL Group Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hneyksluð á 30 milljón fjárstyrk sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006. 8.4.2009 14:07 Stjórnarskrárfrumvarpið fært til í dagskrá Umdeilt frumvarp forystmanna allra flokka utan Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnarskránni hefur verið fært til á dagskrá Alþingis. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksformanna og forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um frumvarpið hefur staðið undanfarna daga og sjálfstæðismenn verið sakaðir um málþóf. 8.4.2009 14:04 Aldrei heyrt um neitt í líkingu við FL-styrkinn Þorgeir Baldursson fyrrverandi formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa heyrt um styrk sem sé eitthvað í líkingu við þær 30 milljónir króna sem flokkurinn fékk frá FL-Group árið 2006. Þorgeir segist hafa verið hættur þegar umræddur styrkur barst. Vilhjálmur Egilsson núverandi formaður fjármálaráðs segist hafa byrjað eftir að styrkurinn var veittur. Hvorugur þeirra segist vita hver gegndi stöðunni í millitíðinni en fjármálaráð sér um að afla styrkja fyrir flokkinn. 8.4.2009 13:17 Dæmdur fyrir vörslu á mjög grófu barnaklámi Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi en þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir, fyrir vörslu barnakláms og dreifingu þess. Um var að ræða rúmlega tíu þúsund ljósmyndir og 86 hreyfimyndir sem samtals eru 31 klukkutími að lengd. Maðurinn sankaði efninu að sér á netinu og vistaði í tölvubúnaði sínum. 8.4.2009 13:13 Hnífakastmaðurinn dæmdur í 18 mánaða fangelsi Hnífakastmaðurinn svokallaði var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu að því er fram kemur á dv.is. Maðurinn var ákærður fyrir að beita börnin sín þrjú ofbeldi neitaði staðfastlega sök allan tímann. Hann var meðal annars ákærður fyrir hafa kastað hnífum að elsta barni sínu. 8.4.2009 12:56 Berlusconi hneykslar með ummælum um fórnarlömb jarðskjálftanna Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er þekktur fyrir ummæli sem vekja nokkra athygli. Í viðtali við þýska sjónvarpsstöð í gær um jarðskjálftann mikla barst talið að þúsundum manna sem misstu heimili sín og þurfa nú að hafast við í tjöldum. 8.4.2009 12:41 Niðurskurður boðaður á Írlandi Fjármálaráðherra Írlands hefur kynnt harkalegar aðgerðir til þess að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Hann boðar bæði niðurskurð og skattahækkanir. 8.4.2009 12:36 Þyrla kölluð út eftir að neyðarblys sást á lofti Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á ellefta tímanum í gærkvöldi tilkynning í gegn um Neyðarlínuna um að neyðarblys hefði sést á lofti norður frá Eiðistorgi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var við næturæfingar við Straumsvík með björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni og fór samstundis til leitar. Flaug þyrlan norður frá Eiðistorgi, að Akranesi og tilbaka. 8.4.2009 12:25 VG með allt uppi á borði Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri Grænna, segir að flokkurinn hafi ávallt haft bókhald sitt opið. Hægt sé að nálgast endurskoðaða reikninga flokksins á heimasíðu hans aftur til ársins 2003. Reikningar flokksins hafi verið birtir frá því löngu áður en lög um að flokkarnir opni bókhald sitt tóku gildi árið 2007. Upplýst hafi verið um öll framlög umfram hálfa milljón króna. 8.4.2009 12:09 Samfylkingin ber við trúnaði og neitar að gefa upp helstu styrktaraðila Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar neitar að gefa upp hverjir voru helstu styrktaraðilar flokksins á árinu 2006. Sýna þurfi styrkjendum trúnað. Framlag FL Group til Sjálfstæðisflokksins undir lok þess árs, nam ríflega helmingi af samanlögðum framlögum lögaðila til flokksins árið eftir. 8.4.2009 12:02 Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að styrk FL Group Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því sjálfur að biðja um 30 milljóna króna fjárstyrk frá FL Group. Nokkrir forystumenn flokksins segjast ekki hafa haft hugmynd um umræddan styrk. 8.4.2009 12:00 Samgöngumiðstöð aðlöguð að breyttum efnahagsaðstæðum Gerðar hafa verið breytingar á samgöngumiðstöðinni og hún aðlöguð að breyttum efnahagsaðstæðum og færri farþegum en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári. 8.4.2009 11:53 Jóhanna skipar starfshóp um siðareglur ráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 17. mars skipað starfshóp sem ætlað er að semja drög að siðareglum fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, er formaður starfshópsins. 8.4.2009 11:22 Vélsleðaslys aukast umfram vélsleðaeign Nokkur aukning hefur átt sér stað á vélsleðaeign landsmanna síðustu 6 árin eða um 35%. Aukning tjóna á sama tíma er 53%. Þó hefur fjöldi slasaðra staðið í stað eða um 37 manns á ári. Alls hafa 183 slasast á vélsleðum þessi 6 ár í 443 tjónum. Það sem af er þessu ári hafa 9 slasast eða látast í 50 tjónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forvarnarhúsinu. 8.4.2009 11:19 Kjör neytenda myndu stórbatna við aðild Íslands að ESB Talsmaður neytenda telur réttindi neytenda lítið breytast þó að aukaaðild Íslands að ESB yrði að fullri aðild. Öðru máli gegni hins vegar um kjör neytenda sem myndu stórbatna við aðild sem og möguleikar íslenskra aðila til þess að bæta stöðu neytenda hérlendis. 8.4.2009 10:40 Sjálfstæðismenn gagnrýndu forseta Alþingis Sjálfstæðismenn gagnrýndu fundarstjórn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, í upphafi þingfundar í dag. Þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Möller og Pétur Blöndal sögðust öll hafa viljað leggja óundirbúnar fyrirspurnir fyrir ráðherra en sá liður var ekki á dagskrá né sérstök umræða um störf þingsins. Arnbjörg sagði forseta umturna öllum venjum í þinginu með því að hafa hvorugan liðin á dagskrá. 8.4.2009 10:21 Síbrotamaður sem ók á hurðir í gæsluvarðhaldi Þrítugur karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær vegna auðgunarbrota, meðal annars eftir að hafa ekið stolnum bíl á dyr verslana, var í dag úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu. 8.4.2009 09:51 Þakkaði forsetanum fyrir pólska lánið Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þakkaði Lech Kaczynski, forseta Póllands, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins um síðustu helgi fyrir drenglyndi Pólverja þegar bankahrunið brast á í haust. 8.4.2009 09:39 FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn ári eftir risastyrk FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn árið 2007. Fram kom í fréttum okkar í gærkvöld að félagið lagði þrjátíu milljónir inn á reikning flokksins í lok árs 2006. Frjálsyndi flokkurinn fékk heldur ekki styrk frá FL Group árið 2007. 8.4.2009 09:34 Skora á stjórnvöld að tryggja sumarannir Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, taka undir þá kröfu stúdenta að háskólar landsins opni dyr sínar til að mæta atvinnuleysi námsmanna í sumar. Framhaldsskólar þurfa sömuleiðis að koma til móts við nemendur sína nú meðan tímabundið atvinnuleysi er mest. Ungir jafnaðarmenn segja að hið opinbera tapar miklum peningum á að bregðast ekki við með þessum hætti. Þá mótmæla Ungir jafnaðarmenn misrétti milli nemenda einkarekinna og opinberra háskóla. 8.4.2009 09:16 Hvað er eldsneytisfærslufræðingur? Nýstárlegum heitum yfir gamalgróin störf er ætlað að laða fólk í atvinnuleit að þeim, eftir því sem markaðsrannsóknarfyrirtækið OnePoll hefur fundið út. 8.4.2009 08:15 Lýtaaðgerð fyrir atvinnuviðtalið Bandaríkjamenn eru farnir að leggja á sig lýtaaðgerðir til að líta betur út í atvinnuviðtölum og ná þannig forskoti á aðra. 8.4.2009 07:23 Rændu peningaflutningabíl í Slagelse Þrír vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl í Slagelse í Danmörku í gærkvöldi. Bíllinn beið við bakdyr stórmarkaðar en þar var verið að sækja peninga til að flytja í bankahólf. 8.4.2009 07:15 Obama heimsótti hermenn í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti hermenn sína í Baghdad, höfuðborg Íraks, í gær á leið sinni frá Tyrklandi og lauk þar með átta daga ferðalagi sínu sem hófst á G20-ráðstefnunni í London í síðustu viku. 8.4.2009 07:10 250 látnir eftir skjálftann á Ítalíu Tvö hundruð og fimmtíu manns hafa nú fundist látnir eftir jarðskjálftann í Abruzzo-héraðinu á Mið-Ítalíu í fyrradag. Björgunarmenn héldu áfram leit í húsarústum í nótt í köldu veðri á meðan þúsundir heimilislausra höfðust við í tjaldbúðum sem komið hefur verið upp á íþróttavöllum og öðrum bersvæðum. 8.4.2009 06:47 Við höfum reynsluna Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð með innleiðingu frjálshyggju sem þróast hafi í taumlausa græðgisvæðingu og gróðadýrkun, ofurlaun, bruðl og siðleysi. 8.4.2009 06:45 Fundu kannabis í bíl á Blönduósi Um klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið á norðurleið stöðvuð af lögreglunni á Blönduósi er hún var á leið í gegnum bæinn. Ástæða stöðvunarinnar var reglubundið „tékk" eins og segir í tilkynningu. Í bílnum fannst hinsvegar töluvert magn af fíkniefnum og sennilega um einn stærsta fíkniefnafund bæjarins að ræða hingað til. 8.4.2009 06:18 Þingið þarf að afsala sér valdi tímabundið Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. 8.4.2009 05:45 Skuldir sliga heimilin „Það er grafalvarleg staðreynd að 50 til 100 hafa að jafnaði misst atvinnu á hverjum einasta degi síðustu vikur og mánuði,“ sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem sagði atvinnuleysi átján þúsund manns óviðunandi og kröfur um róttækar aðgerðir stjórnvalda því eðlilegar. Stuðla yrði að mannfrekum framkvæmdum og huga að fjölbreyttum atvinnutækifærum. 8.4.2009 04:45 Björn Bjarnason: Hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu „Ég vissi þetta ekki og hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu hefði ég haft pata af henni og séð þetta rétt," segir Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurður út í þrjátíu milljón króna fjárstyrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn veitti styrknum viðtöku þann 29. desember árið 2006, aðeins tveimur dögum áður en lög um hámarkstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7.4.2009 23:23 Árni M: Ég hafði enga hugmynd „Ég hafði enga hugmynd. Ég heyrði þetta bara fyrst í fréttunum áðan," sagði fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathíesen, spurður hvort hann hefði heyrt af risaháum styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í lok desember árið 2006, aðeins þremur dögum áður en lögin tóku gildi um hámarksstyrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka. 7.4.2009 22:10 Sigurður Líndal: Siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög „Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7.4.2009 21:38 Strætó klessti á almannatengil - Myndir „Hann keyrði eins og brjálæðingur alla leið frá Lækjargötu,“ sagði farþegi í leið númer 3 sem keyrði aftaná bíl almannatengilsins Ómars R. Valdimarssonar á áttunda tímanum í kvöld. Strætóbílsstjórinn brást hinn versti við vitnisburði stúlknanna og reyndi að reka þær út úr bílnum áður en lögreglan kom á svæðið. 7.4.2009 20:25 FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar. 7.4.2009 18:34 Stoðir: Upplýsingar ekki frá okkur komnar „Þessar upplýsingar eru ekki frá okkur komnar. Ég hef enga vitneskju um þetta mál og get því hvorki staðfest það né neitað,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, um 30 milljóna króna styrk sem FL Group greiddi til Sjálfstæðisflokksins undir lok ársins 2006. 7.4.2009 21:49 Vilja afnema verðtryggingu um næstu áramót Guðjón Arnar Kristjánsson segir að Frjálslyndi flokkurinn hafi varað við verðtryggingu lána fyrir kosningarnar 2007. 7.4.2009 20:55 Ökufantur: „Ég treysti bara ekki lögreglunni" „Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. 7.4.2009 20:25 Þurfum aukna tekjuöflun og aðhald í ríkisrekstri Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra sagði að starfsöm og samhent ríkisstjórn sem tók við 1. febrúar hefði komið miklu í verk eftir að nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins hafði beðið skipbrot eftir átján ár. 7.4.2009 20:43 Aldrei mikilvægara en nú að kveða á um þjóðareign náttúruauðlinda Jóhanna Sigurðardóttir sagði við eldhúsdagsskrárumræður að ríkisstjórnin hefði ekki tekið við góðu búi en tekist hefði að snúa vörn í sókn 7.4.2009 20:20 Lögreglan lýsir eftir sextán ára pilti Pilturinn strauk frá heimili sínu síðastliðinn sunnudag og hefur ekki sést síðan. Í tilkynningu frá lögreglu segir að pilturinn sé 16 ára gamall, 190sm á hæð, grannvaxinn og ljósskolhærður. 7.4.2009 20:17 Einungis tveir mæla með samþykkt stjórnskipunarfrumvarpsins Bjarni Benediktsson segir það dapurlegt að síðustu daga á Alþingi hafi ríkisstjórnin reynt að knýja fram breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða væri um þaði á Alþingi í fyrsta skipti í 50 ár. 7.4.2009 20:12 Sjá næstu 50 fréttir
FL málið í höndum Bjarna og Þorgerðar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddi 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006 á miðstjórnarfundi sem haldinn var í dag, en boðað var til fundarins fyrr í vikunni. 8.4.2009 15:43
Samkeppniseftirlitið sektar Vélar og verkfæri um 15 milljónir Samkeppniseftirlitið leggur 15 milljón króna stjórnvaldssekt á Vélar og verkfæri vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sína við sölu á efni til að framleiða höfuðlyklakerfi eða svokallað masterlyklakerfi. 8.4.2009 15:08
Reglum breytt vegna vandræðalegrar stöðu Framsóknarflokksins Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. 8.4.2009 14:54
Harður árekstur við Hveragerði Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um harðan árekstur tveggja bíla við austari útkeysluna til móts við Hveragerði klukkan 13:11 í dag. Um var að ræða fólksbíl og sendibíl sem rákust saman, en þeir voru að koma úr gagnstæðri átt að sögn lögreglu. 8.4.2009 14:15
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hneykslaður á styrk FL Group Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hneyksluð á 30 milljón fjárstyrk sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006. 8.4.2009 14:07
Stjórnarskrárfrumvarpið fært til í dagskrá Umdeilt frumvarp forystmanna allra flokka utan Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnarskránni hefur verið fært til á dagskrá Alþingis. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksformanna og forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um frumvarpið hefur staðið undanfarna daga og sjálfstæðismenn verið sakaðir um málþóf. 8.4.2009 14:04
Aldrei heyrt um neitt í líkingu við FL-styrkinn Þorgeir Baldursson fyrrverandi formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa heyrt um styrk sem sé eitthvað í líkingu við þær 30 milljónir króna sem flokkurinn fékk frá FL-Group árið 2006. Þorgeir segist hafa verið hættur þegar umræddur styrkur barst. Vilhjálmur Egilsson núverandi formaður fjármálaráðs segist hafa byrjað eftir að styrkurinn var veittur. Hvorugur þeirra segist vita hver gegndi stöðunni í millitíðinni en fjármálaráð sér um að afla styrkja fyrir flokkinn. 8.4.2009 13:17
Dæmdur fyrir vörslu á mjög grófu barnaklámi Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi en þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir, fyrir vörslu barnakláms og dreifingu þess. Um var að ræða rúmlega tíu þúsund ljósmyndir og 86 hreyfimyndir sem samtals eru 31 klukkutími að lengd. Maðurinn sankaði efninu að sér á netinu og vistaði í tölvubúnaði sínum. 8.4.2009 13:13
Hnífakastmaðurinn dæmdur í 18 mánaða fangelsi Hnífakastmaðurinn svokallaði var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu að því er fram kemur á dv.is. Maðurinn var ákærður fyrir að beita börnin sín þrjú ofbeldi neitaði staðfastlega sök allan tímann. Hann var meðal annars ákærður fyrir hafa kastað hnífum að elsta barni sínu. 8.4.2009 12:56
Berlusconi hneykslar með ummælum um fórnarlömb jarðskjálftanna Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er þekktur fyrir ummæli sem vekja nokkra athygli. Í viðtali við þýska sjónvarpsstöð í gær um jarðskjálftann mikla barst talið að þúsundum manna sem misstu heimili sín og þurfa nú að hafast við í tjöldum. 8.4.2009 12:41
Niðurskurður boðaður á Írlandi Fjármálaráðherra Írlands hefur kynnt harkalegar aðgerðir til þess að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Hann boðar bæði niðurskurð og skattahækkanir. 8.4.2009 12:36
Þyrla kölluð út eftir að neyðarblys sást á lofti Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á ellefta tímanum í gærkvöldi tilkynning í gegn um Neyðarlínuna um að neyðarblys hefði sést á lofti norður frá Eiðistorgi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var við næturæfingar við Straumsvík með björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni og fór samstundis til leitar. Flaug þyrlan norður frá Eiðistorgi, að Akranesi og tilbaka. 8.4.2009 12:25
VG með allt uppi á borði Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri Grænna, segir að flokkurinn hafi ávallt haft bókhald sitt opið. Hægt sé að nálgast endurskoðaða reikninga flokksins á heimasíðu hans aftur til ársins 2003. Reikningar flokksins hafi verið birtir frá því löngu áður en lög um að flokkarnir opni bókhald sitt tóku gildi árið 2007. Upplýst hafi verið um öll framlög umfram hálfa milljón króna. 8.4.2009 12:09
Samfylkingin ber við trúnaði og neitar að gefa upp helstu styrktaraðila Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar neitar að gefa upp hverjir voru helstu styrktaraðilar flokksins á árinu 2006. Sýna þurfi styrkjendum trúnað. Framlag FL Group til Sjálfstæðisflokksins undir lok þess árs, nam ríflega helmingi af samanlögðum framlögum lögaðila til flokksins árið eftir. 8.4.2009 12:02
Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að styrk FL Group Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því sjálfur að biðja um 30 milljóna króna fjárstyrk frá FL Group. Nokkrir forystumenn flokksins segjast ekki hafa haft hugmynd um umræddan styrk. 8.4.2009 12:00
Samgöngumiðstöð aðlöguð að breyttum efnahagsaðstæðum Gerðar hafa verið breytingar á samgöngumiðstöðinni og hún aðlöguð að breyttum efnahagsaðstæðum og færri farþegum en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári. 8.4.2009 11:53
Jóhanna skipar starfshóp um siðareglur ráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 17. mars skipað starfshóp sem ætlað er að semja drög að siðareglum fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, er formaður starfshópsins. 8.4.2009 11:22
Vélsleðaslys aukast umfram vélsleðaeign Nokkur aukning hefur átt sér stað á vélsleðaeign landsmanna síðustu 6 árin eða um 35%. Aukning tjóna á sama tíma er 53%. Þó hefur fjöldi slasaðra staðið í stað eða um 37 manns á ári. Alls hafa 183 slasast á vélsleðum þessi 6 ár í 443 tjónum. Það sem af er þessu ári hafa 9 slasast eða látast í 50 tjónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forvarnarhúsinu. 8.4.2009 11:19
Kjör neytenda myndu stórbatna við aðild Íslands að ESB Talsmaður neytenda telur réttindi neytenda lítið breytast þó að aukaaðild Íslands að ESB yrði að fullri aðild. Öðru máli gegni hins vegar um kjör neytenda sem myndu stórbatna við aðild sem og möguleikar íslenskra aðila til þess að bæta stöðu neytenda hérlendis. 8.4.2009 10:40
Sjálfstæðismenn gagnrýndu forseta Alþingis Sjálfstæðismenn gagnrýndu fundarstjórn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, í upphafi þingfundar í dag. Þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Möller og Pétur Blöndal sögðust öll hafa viljað leggja óundirbúnar fyrirspurnir fyrir ráðherra en sá liður var ekki á dagskrá né sérstök umræða um störf þingsins. Arnbjörg sagði forseta umturna öllum venjum í þinginu með því að hafa hvorugan liðin á dagskrá. 8.4.2009 10:21
Síbrotamaður sem ók á hurðir í gæsluvarðhaldi Þrítugur karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær vegna auðgunarbrota, meðal annars eftir að hafa ekið stolnum bíl á dyr verslana, var í dag úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu. 8.4.2009 09:51
Þakkaði forsetanum fyrir pólska lánið Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þakkaði Lech Kaczynski, forseta Póllands, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins um síðustu helgi fyrir drenglyndi Pólverja þegar bankahrunið brast á í haust. 8.4.2009 09:39
FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn ári eftir risastyrk FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn árið 2007. Fram kom í fréttum okkar í gærkvöld að félagið lagði þrjátíu milljónir inn á reikning flokksins í lok árs 2006. Frjálsyndi flokkurinn fékk heldur ekki styrk frá FL Group árið 2007. 8.4.2009 09:34
Skora á stjórnvöld að tryggja sumarannir Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, taka undir þá kröfu stúdenta að háskólar landsins opni dyr sínar til að mæta atvinnuleysi námsmanna í sumar. Framhaldsskólar þurfa sömuleiðis að koma til móts við nemendur sína nú meðan tímabundið atvinnuleysi er mest. Ungir jafnaðarmenn segja að hið opinbera tapar miklum peningum á að bregðast ekki við með þessum hætti. Þá mótmæla Ungir jafnaðarmenn misrétti milli nemenda einkarekinna og opinberra háskóla. 8.4.2009 09:16
Hvað er eldsneytisfærslufræðingur? Nýstárlegum heitum yfir gamalgróin störf er ætlað að laða fólk í atvinnuleit að þeim, eftir því sem markaðsrannsóknarfyrirtækið OnePoll hefur fundið út. 8.4.2009 08:15
Lýtaaðgerð fyrir atvinnuviðtalið Bandaríkjamenn eru farnir að leggja á sig lýtaaðgerðir til að líta betur út í atvinnuviðtölum og ná þannig forskoti á aðra. 8.4.2009 07:23
Rændu peningaflutningabíl í Slagelse Þrír vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl í Slagelse í Danmörku í gærkvöldi. Bíllinn beið við bakdyr stórmarkaðar en þar var verið að sækja peninga til að flytja í bankahólf. 8.4.2009 07:15
Obama heimsótti hermenn í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti hermenn sína í Baghdad, höfuðborg Íraks, í gær á leið sinni frá Tyrklandi og lauk þar með átta daga ferðalagi sínu sem hófst á G20-ráðstefnunni í London í síðustu viku. 8.4.2009 07:10
250 látnir eftir skjálftann á Ítalíu Tvö hundruð og fimmtíu manns hafa nú fundist látnir eftir jarðskjálftann í Abruzzo-héraðinu á Mið-Ítalíu í fyrradag. Björgunarmenn héldu áfram leit í húsarústum í nótt í köldu veðri á meðan þúsundir heimilislausra höfðust við í tjaldbúðum sem komið hefur verið upp á íþróttavöllum og öðrum bersvæðum. 8.4.2009 06:47
Við höfum reynsluna Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð með innleiðingu frjálshyggju sem þróast hafi í taumlausa græðgisvæðingu og gróðadýrkun, ofurlaun, bruðl og siðleysi. 8.4.2009 06:45
Fundu kannabis í bíl á Blönduósi Um klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið á norðurleið stöðvuð af lögreglunni á Blönduósi er hún var á leið í gegnum bæinn. Ástæða stöðvunarinnar var reglubundið „tékk" eins og segir í tilkynningu. Í bílnum fannst hinsvegar töluvert magn af fíkniefnum og sennilega um einn stærsta fíkniefnafund bæjarins að ræða hingað til. 8.4.2009 06:18
Þingið þarf að afsala sér valdi tímabundið Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. 8.4.2009 05:45
Skuldir sliga heimilin „Það er grafalvarleg staðreynd að 50 til 100 hafa að jafnaði misst atvinnu á hverjum einasta degi síðustu vikur og mánuði,“ sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem sagði atvinnuleysi átján þúsund manns óviðunandi og kröfur um róttækar aðgerðir stjórnvalda því eðlilegar. Stuðla yrði að mannfrekum framkvæmdum og huga að fjölbreyttum atvinnutækifærum. 8.4.2009 04:45
Björn Bjarnason: Hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu „Ég vissi þetta ekki og hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu hefði ég haft pata af henni og séð þetta rétt," segir Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurður út í þrjátíu milljón króna fjárstyrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn veitti styrknum viðtöku þann 29. desember árið 2006, aðeins tveimur dögum áður en lög um hámarkstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7.4.2009 23:23
Árni M: Ég hafði enga hugmynd „Ég hafði enga hugmynd. Ég heyrði þetta bara fyrst í fréttunum áðan," sagði fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathíesen, spurður hvort hann hefði heyrt af risaháum styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í lok desember árið 2006, aðeins þremur dögum áður en lögin tóku gildi um hámarksstyrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka. 7.4.2009 22:10
Sigurður Líndal: Siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög „Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7.4.2009 21:38
Strætó klessti á almannatengil - Myndir „Hann keyrði eins og brjálæðingur alla leið frá Lækjargötu,“ sagði farþegi í leið númer 3 sem keyrði aftaná bíl almannatengilsins Ómars R. Valdimarssonar á áttunda tímanum í kvöld. Strætóbílsstjórinn brást hinn versti við vitnisburði stúlknanna og reyndi að reka þær út úr bílnum áður en lögreglan kom á svæðið. 7.4.2009 20:25
FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar. 7.4.2009 18:34
Stoðir: Upplýsingar ekki frá okkur komnar „Þessar upplýsingar eru ekki frá okkur komnar. Ég hef enga vitneskju um þetta mál og get því hvorki staðfest það né neitað,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, um 30 milljóna króna styrk sem FL Group greiddi til Sjálfstæðisflokksins undir lok ársins 2006. 7.4.2009 21:49
Vilja afnema verðtryggingu um næstu áramót Guðjón Arnar Kristjánsson segir að Frjálslyndi flokkurinn hafi varað við verðtryggingu lána fyrir kosningarnar 2007. 7.4.2009 20:55
Ökufantur: „Ég treysti bara ekki lögreglunni" „Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. 7.4.2009 20:25
Þurfum aukna tekjuöflun og aðhald í ríkisrekstri Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra sagði að starfsöm og samhent ríkisstjórn sem tók við 1. febrúar hefði komið miklu í verk eftir að nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins hafði beðið skipbrot eftir átján ár. 7.4.2009 20:43
Aldrei mikilvægara en nú að kveða á um þjóðareign náttúruauðlinda Jóhanna Sigurðardóttir sagði við eldhúsdagsskrárumræður að ríkisstjórnin hefði ekki tekið við góðu búi en tekist hefði að snúa vörn í sókn 7.4.2009 20:20
Lögreglan lýsir eftir sextán ára pilti Pilturinn strauk frá heimili sínu síðastliðinn sunnudag og hefur ekki sést síðan. Í tilkynningu frá lögreglu segir að pilturinn sé 16 ára gamall, 190sm á hæð, grannvaxinn og ljósskolhærður. 7.4.2009 20:17
Einungis tveir mæla með samþykkt stjórnskipunarfrumvarpsins Bjarni Benediktsson segir það dapurlegt að síðustu daga á Alþingi hafi ríkisstjórnin reynt að knýja fram breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða væri um þaði á Alþingi í fyrsta skipti í 50 ár. 7.4.2009 20:12