Erlent

250 látnir eftir skjálftann á Ítalíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Tvö hundruð og fimmtíu manns hafa nú fundist látnir eftir jarðskjálftann í Abruzzo-héraðinu á Mið-Ítalíu í fyrradag. Björgunarmenn héldu áfram leit í húsarústum í nótt í köldu veðri á meðan þúsundir heimilislausra höfðust við í tjaldbúðum sem komið hefur verið upp á íþróttavöllum og öðrum bersvæðum.

Nokkrir snarpir eftirskjálftar riðu yfir héraðið í gær, einn þeirra nægilega öflugur til að verða manni að bana. Eftirskjálftarnir hafa hamlað aðgerðum björgunarmanna og fannst sá snarpasti þeirra vel í höfuðborginni Róm sem er í 100 kílómetra fjarlægð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×