Innlent

Lögreglan lýsir eftir sextán ára pilti

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir pilti. Hann strauk frá heimili sínu síðastliðinn sunnudag og hefur ekki sést síðan. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hann sé 16 ára gamall, 190sm á hæð, grannvaxinn og ljósskolhærður.

Þegar hann hvarf var hann klæddur í svarta strigaskó, gallabuxur og köflótta mittisúlpu.

Þeir sem vita um ferðir piltsins eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100.

Fréttin hefur verið uppfærð og nafn piltsins ásamt mynd verið fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×