Innlent

Vélsleðaslys aukast umfram vélsleðaeign

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/ÞJS
Nokkur aukning hefur átt sér stað á vélsleðaeign landsmanna síðustu 6 árin eða um 35%. Aukning tjóna á sama tíma er 53%. Þó hefur fjöldi slasaðra staðið í stað eða um 37 manns á ári. Alls hafa 183 slasast á vélsleðum þessi 6 ár í 443 tjónum. Það sem af er þessu ári hafa 9 slasast eða látast í 50 tjónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forvarnarhúsinu.

Nú þegar í hönd fer mikil ferðahelgi beinir Forvarnarhúsið þeim orðum til vélsleðamanna að aka ætíð eftir aðstæðum og halda hraða sleðanna niðri. Flest slys undanfarinna ára má rekja til þess að of hratt var ekið miðað við aðstæður. Mjög oft er erfitt að greina misfellur, hæðir og hóla frá öðru þar sem snjórinn framan við sleðann jafnar oft þesssa hluti út.

Aðalvandinn er að vélsleðamenn sjá oft ekki vel hvað framundan er og aka því of hratt miðað við aðstæður. Flestir voru að slasast og látast við að aka fram af hengju eða 29% slysanna. Næst algengasta ástæða slysa var að menn óku ofan í gjótur, skurði eða lægðir og stungu sleðum í bakkann hinum megin.

„Það er því ekki að ástæðulausu að Forvarnahúsið sendir vélsleðamönnum hvatningarorð um að fara með gát þegar haldið er á hálendið um páskana," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×