Innlent

Þakkaði forsetanum fyrir pólska lánið

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þakkaði Lech Kaczynski, forseta Póllands, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins um síðustu helgi fyrir drenglyndi Pólverja þegar bankahrunið brast á í haust.

Pólverjar buðust 7. nóvember til að lána Íslendingum 200 milljónir dollara. Frumkvæðið kom frá pólsku ríkisstjórninni.

„Þeir hafa nýlega staðfest við okkur að orð þeirra eru gulls ígildi í þeim efnum," segir Össur í pistli á heimasíðu sinni.

Össur segir að Pólverjar hafi ekki barið bumbur yfir hjálpsemi sinni heldur farið hljóðlega að. „Þeir létu nægja að segja Svíum, sem höfðu þá forystu um gjaldeyrislánamálið, að þeir vildu vera með í Norðurlandahópnum. Við í ríkisstjórninni heyrðum þetta fyrst í erlendum fréttum."

Pistil Össurar er hægt að lesa hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×