Innlent

Síbrotamaður sem ók á hurðir í gæsluvarðhaldi

Þrítugur karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær vegna auðgunarbrota, meðal annars eftir að hafa ekið stolnum bíl á dyr verslana, var í dag úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu.

Lögregla segir að við rannsókn mála að undanförnu hafi komið í ljós að maðurinn hefur verið iðinn við kolann, einkum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×