Ökufantur: „Ég treysti bara ekki lögreglunni" 7. apríl 2009 20:25 Lögreglumenn brutu allar rúður bílsins og drógu bílstjórann út. „Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. „Ég treysti bara ekki lögreglunni," segir hann en þvertekur fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann játar að hann hafi áður neytt fíkniefna, það geri hann ekki í dag. Hann hafi farið í meðferð og stundi nú nám. Sjálfur reynir hann að byggja upp líf sitt en atvikið í gærkvöldi hafi komið sem reiðarslag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki hlýtt lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig yfir í lögreglubifreiðina svarar hann því til að hún hafi neitað að útskýra fyrir honum af hverju hann hafi verið stöðvaður. „Ég viðurkenni það að ég verð þurr í munninum og stressaður og svona, og þá kannski halda þeir að eitthvað hafi verið í gangi," segir hann spurður hvort lögreglan hafi haft einhverja ástæðu til þess að stöðva hann. Hann segist hafa spurt ítrekað hvers vegna þeir vildu að hann færi með þeim og sagðist engin svör hafa fengið. Í kjölfarið hafi hann tekið þá undarlegu ákvörðun að keyra í burtu. „Ég sagðist bara ekki nenna þessu," segir hann en samskipti hans við lögregluna stóðu yfir í allt að fimm mínútur að hans sögn. Þegar hann fór af stað hóf lögreglan eftirförina með fyrrgreindum afleiðingum. „Þeir mölvuðu rúðuna og ég fékk glerbrot í andlitið," segir hann um endalok eftirfararinnar. Þá brutu lögreglumenn allar rúður í bílnum og drógu hann svo út um gluggann bílstjóramegin. Sjálfur rispaðist hann í andlitið þegar glerbrotin splundruðust inn í bílinn. Aðspurður hvað hann hugðist gera þegar hann ók á brott, með allt að tíu lögreglubifreiðar á eftir sér, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég ætlaði bara að komast heim, ég var ekki búinn að hugsa svo langt." Sjálfur telur hann framferði lögreglunnar hafa verið hættulegt, að veita honum eftirförina með þessum hætti það er að segja. Nú er bíllinn hans ónýtur en hana notaði hann til þess að komast í skóla. Sjálfur þurfti hann að gista fangageymslur lögreglunnar síðastliðna nótt. Hann segist hafa beðið lögregluna um að láta foreldra sína vita hvar hann væri niður kominn, það hafi hún hinsvegar ekki gert. Það þyki honum slæleg vinnubrögð og er móðir hans sár vegna þessa. Spurður hvort hann finni ekki til neinnar ábyrgðar vegna málsins, segist hann gera það. Það að hafa ekið af stað var vanhugsað að hans mati og hefur kostað hann bílinn auk þess sem hann var í lífshættu á meðan eftirförinni stóð. „Af hverju gátu þeir ekki bara romsað út úr sér afhverju þeir vildu mig í bílinn," segir hann að lokum þegar hann hugsar til upphafsins að endinum. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
„Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. „Ég treysti bara ekki lögreglunni," segir hann en þvertekur fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann játar að hann hafi áður neytt fíkniefna, það geri hann ekki í dag. Hann hafi farið í meðferð og stundi nú nám. Sjálfur reynir hann að byggja upp líf sitt en atvikið í gærkvöldi hafi komið sem reiðarslag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki hlýtt lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig yfir í lögreglubifreiðina svarar hann því til að hún hafi neitað að útskýra fyrir honum af hverju hann hafi verið stöðvaður. „Ég viðurkenni það að ég verð þurr í munninum og stressaður og svona, og þá kannski halda þeir að eitthvað hafi verið í gangi," segir hann spurður hvort lögreglan hafi haft einhverja ástæðu til þess að stöðva hann. Hann segist hafa spurt ítrekað hvers vegna þeir vildu að hann færi með þeim og sagðist engin svör hafa fengið. Í kjölfarið hafi hann tekið þá undarlegu ákvörðun að keyra í burtu. „Ég sagðist bara ekki nenna þessu," segir hann en samskipti hans við lögregluna stóðu yfir í allt að fimm mínútur að hans sögn. Þegar hann fór af stað hóf lögreglan eftirförina með fyrrgreindum afleiðingum. „Þeir mölvuðu rúðuna og ég fékk glerbrot í andlitið," segir hann um endalok eftirfararinnar. Þá brutu lögreglumenn allar rúður í bílnum og drógu hann svo út um gluggann bílstjóramegin. Sjálfur rispaðist hann í andlitið þegar glerbrotin splundruðust inn í bílinn. Aðspurður hvað hann hugðist gera þegar hann ók á brott, með allt að tíu lögreglubifreiðar á eftir sér, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég ætlaði bara að komast heim, ég var ekki búinn að hugsa svo langt." Sjálfur telur hann framferði lögreglunnar hafa verið hættulegt, að veita honum eftirförina með þessum hætti það er að segja. Nú er bíllinn hans ónýtur en hana notaði hann til þess að komast í skóla. Sjálfur þurfti hann að gista fangageymslur lögreglunnar síðastliðna nótt. Hann segist hafa beðið lögregluna um að láta foreldra sína vita hvar hann væri niður kominn, það hafi hún hinsvegar ekki gert. Það þyki honum slæleg vinnubrögð og er móðir hans sár vegna þessa. Spurður hvort hann finni ekki til neinnar ábyrgðar vegna málsins, segist hann gera það. Það að hafa ekið af stað var vanhugsað að hans mati og hefur kostað hann bílinn auk þess sem hann var í lífshættu á meðan eftirförinni stóð. „Af hverju gátu þeir ekki bara romsað út úr sér afhverju þeir vildu mig í bílinn," segir hann að lokum þegar hann hugsar til upphafsins að endinum.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira