Ökufantur: „Ég treysti bara ekki lögreglunni" 7. apríl 2009 20:25 Lögreglumenn brutu allar rúður bílsins og drógu bílstjórann út. „Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. „Ég treysti bara ekki lögreglunni," segir hann en þvertekur fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann játar að hann hafi áður neytt fíkniefna, það geri hann ekki í dag. Hann hafi farið í meðferð og stundi nú nám. Sjálfur reynir hann að byggja upp líf sitt en atvikið í gærkvöldi hafi komið sem reiðarslag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki hlýtt lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig yfir í lögreglubifreiðina svarar hann því til að hún hafi neitað að útskýra fyrir honum af hverju hann hafi verið stöðvaður. „Ég viðurkenni það að ég verð þurr í munninum og stressaður og svona, og þá kannski halda þeir að eitthvað hafi verið í gangi," segir hann spurður hvort lögreglan hafi haft einhverja ástæðu til þess að stöðva hann. Hann segist hafa spurt ítrekað hvers vegna þeir vildu að hann færi með þeim og sagðist engin svör hafa fengið. Í kjölfarið hafi hann tekið þá undarlegu ákvörðun að keyra í burtu. „Ég sagðist bara ekki nenna þessu," segir hann en samskipti hans við lögregluna stóðu yfir í allt að fimm mínútur að hans sögn. Þegar hann fór af stað hóf lögreglan eftirförina með fyrrgreindum afleiðingum. „Þeir mölvuðu rúðuna og ég fékk glerbrot í andlitið," segir hann um endalok eftirfararinnar. Þá brutu lögreglumenn allar rúður í bílnum og drógu hann svo út um gluggann bílstjóramegin. Sjálfur rispaðist hann í andlitið þegar glerbrotin splundruðust inn í bílinn. Aðspurður hvað hann hugðist gera þegar hann ók á brott, með allt að tíu lögreglubifreiðar á eftir sér, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég ætlaði bara að komast heim, ég var ekki búinn að hugsa svo langt." Sjálfur telur hann framferði lögreglunnar hafa verið hættulegt, að veita honum eftirförina með þessum hætti það er að segja. Nú er bíllinn hans ónýtur en hana notaði hann til þess að komast í skóla. Sjálfur þurfti hann að gista fangageymslur lögreglunnar síðastliðna nótt. Hann segist hafa beðið lögregluna um að láta foreldra sína vita hvar hann væri niður kominn, það hafi hún hinsvegar ekki gert. Það þyki honum slæleg vinnubrögð og er móðir hans sár vegna þessa. Spurður hvort hann finni ekki til neinnar ábyrgðar vegna málsins, segist hann gera það. Það að hafa ekið af stað var vanhugsað að hans mati og hefur kostað hann bílinn auk þess sem hann var í lífshættu á meðan eftirförinni stóð. „Af hverju gátu þeir ekki bara romsað út úr sér afhverju þeir vildu mig í bílinn," segir hann að lokum þegar hann hugsar til upphafsins að endinum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. „Ég treysti bara ekki lögreglunni," segir hann en þvertekur fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann játar að hann hafi áður neytt fíkniefna, það geri hann ekki í dag. Hann hafi farið í meðferð og stundi nú nám. Sjálfur reynir hann að byggja upp líf sitt en atvikið í gærkvöldi hafi komið sem reiðarslag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki hlýtt lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig yfir í lögreglubifreiðina svarar hann því til að hún hafi neitað að útskýra fyrir honum af hverju hann hafi verið stöðvaður. „Ég viðurkenni það að ég verð þurr í munninum og stressaður og svona, og þá kannski halda þeir að eitthvað hafi verið í gangi," segir hann spurður hvort lögreglan hafi haft einhverja ástæðu til þess að stöðva hann. Hann segist hafa spurt ítrekað hvers vegna þeir vildu að hann færi með þeim og sagðist engin svör hafa fengið. Í kjölfarið hafi hann tekið þá undarlegu ákvörðun að keyra í burtu. „Ég sagðist bara ekki nenna þessu," segir hann en samskipti hans við lögregluna stóðu yfir í allt að fimm mínútur að hans sögn. Þegar hann fór af stað hóf lögreglan eftirförina með fyrrgreindum afleiðingum. „Þeir mölvuðu rúðuna og ég fékk glerbrot í andlitið," segir hann um endalok eftirfararinnar. Þá brutu lögreglumenn allar rúður í bílnum og drógu hann svo út um gluggann bílstjóramegin. Sjálfur rispaðist hann í andlitið þegar glerbrotin splundruðust inn í bílinn. Aðspurður hvað hann hugðist gera þegar hann ók á brott, með allt að tíu lögreglubifreiðar á eftir sér, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég ætlaði bara að komast heim, ég var ekki búinn að hugsa svo langt." Sjálfur telur hann framferði lögreglunnar hafa verið hættulegt, að veita honum eftirförina með þessum hætti það er að segja. Nú er bíllinn hans ónýtur en hana notaði hann til þess að komast í skóla. Sjálfur þurfti hann að gista fangageymslur lögreglunnar síðastliðna nótt. Hann segist hafa beðið lögregluna um að láta foreldra sína vita hvar hann væri niður kominn, það hafi hún hinsvegar ekki gert. Það þyki honum slæleg vinnubrögð og er móðir hans sár vegna þessa. Spurður hvort hann finni ekki til neinnar ábyrgðar vegna málsins, segist hann gera það. Það að hafa ekið af stað var vanhugsað að hans mati og hefur kostað hann bílinn auk þess sem hann var í lífshættu á meðan eftirförinni stóð. „Af hverju gátu þeir ekki bara romsað út úr sér afhverju þeir vildu mig í bílinn," segir hann að lokum þegar hann hugsar til upphafsins að endinum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira