Innlent

Harður árekstur við Hveragerði

Frá vettvangi
Frá vettvangi MYND/VILHELM

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um harðan árekstur tveggja bíla við austari útkeysluna til móts við Hveragerði klukkan 13:11 í dag. Um var að ræða fólksbíl og sendibíl sem rákust saman, en þeir voru að koma úr gagnstæðri átt að sögn lögreglu.

Annar bíllinn valt en báðir fóru þeir út fyrir veginn. Ökumenn beggja bifeiða voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur og voru með meðvitund en eitthvað slasaðir. Tildrög slyssins liggja að öðru leyti ekki fyrir.

Suðurlandsvegi var lokað um stund en til stendur að opna hann aftur á allra næstu mínútum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×