Innlent

Hnífakastmaðurinn dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Hnífakastmaðurinn svokallaði var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu að því er fram kemur á dv.is. Maðurinn, sem var ákærður fyrir að beita börnin sín þrjú ofbeldi, neitaði staðfastlega sök allan tímann. Hann var meðal annars ákærður fyrir hafa kastað hnífum að elsta barni sínu.

Málið kom upp í byrjun síðasta árs en þá hófu barnaverndaryfirvöld að rannsaka meint ofbeldi í garð þriggja barna sem bjuggu ásamt föður sínum. Hann hafði nokkrum árum áður unnið áralanga forræðisdeilu við móðir barnanna en hún átti við vímuefnavanda að stríða.

Vísbendingar voru um að börnin hefðu um langa hríð verið beitt alvarlegu ofbeldi. Grunur beindist fljótlega að föður barnanna en hann neitaði staðfastlega sök. Faðirinn var ekki bara grunaður um að hafa beitt börnin ofbeldi heldur var hann einnig grunaður um að hafa notað elsta barnið sitt sem skotskífu og kastað hnífum að því.

Maðurinn var semsagt dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi í morgun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×