Fleiri fréttir Scotland Yard vill endurskoðun óeirðalöggæslu Yfirmaður Scotland Yard í Bretlandi hefur fyrirskipað gagngera endurskoðun á starfsaðferðum lögreglu við óeirðir í kjölfar þess er mótmælandi lést af völdum hjartaáfalls meðan á mótmælum vegna G20-ráðstefnunnar stóð í London um mánaðamótin. 16.4.2009 07:09 Enn óljóst um þingrof Enn er óljóst hvenær þing verður rofið en nú eru níu dagar til alþingiskosninga. Þingfundur stóð fram á nótt og tókst að ljúka nokkrum málum en enn er óljóst um afdrif þeirra stjórnarskrárbreytinga sem ræddar hafa verið undanfarnar vikur. 16.4.2009 07:04 Bíll valt á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut rétt norðan við Bústaðaveg um sexleytið í morgun. Svo virðist sem nokkur ísing hafi myndast á veginum en síðustu daga hefur pollur myndast á þessum stað ökumönnum til nokkurs ama. 16.4.2009 06:41 Tvöfaldur ósigur Bjarna Ben gegn grasrótinni Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að koma sínu fólki til valda í Verði, félagi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann og hans fólk tapaði tveimur kosningum á tveimur dögum. 15.4.2009 20:55 Kanadískir Vítisenglar handteknir Um 150 manns voru handteknir í riasastórri aðgerð lögreglu á höfuðstöðvar Vítisengla í Kanada. Um tólf hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni en svipaðar aðgerðir voru framkvæmdar í Frakklandi og Dóminíska lýðveldinu á sama tíma. Hinir grunuðu voru handteknir eftir niðurstöðu úr svokallaðri „Hákarlsaðgerð“ sem staðið hefur yfir í um þrjú ár. 15.4.2009 23:31 „Hvar er linkurinn á Lýðræðishreyfinguna?“ Ástþór Magnússon frambjóðandi fyrir Lýðræðishreyfinguna í komandi alþingiskosningum var í viðtali hjá Frey Eyjólfssyni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Þar fór hann mikinn og sakaði Rúv um að vera ritskoðaður fjölmiðill. Meðal annars spurði hann útvarpsmanninn hversvegna ekki væri linkur á framboð Lýðræðishreyfingarinnar á kosningavef Ríkisútvarpsins. 15.4.2009 22:32 Segir engin átök í fulltrúaráðinu Marta Guðjónsdóttir var í dag endurkjörin formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins. Marta sem er fyrsta konan sem gegnir stöðunni hefur gegnt formennsku undanfarin tvö ár. Hún segir engin átök hafa verið á fundinum en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti á stjórnarfund félagsins í gær. Þar velti hann upp þeim möguleika að fresta aðalfundi fram yfir kosningar en stjórn félagsins ákvað hinsvegar að halda fundinn. 15.4.2009 21:33 Ellefu látnir í bílsprengingu í Írak Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tuttugu og þrír særðust þegar sprengja sprakk í bíl í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag. Þetta staðfestir lögregla í samtali við BBC nú í kvöld. 15.4.2009 22:07 Vilja flytja ferðamenn í Surtsey Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi, hefur fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, sótt um leyfi til Surtseyjarstofu að fá að flytja um hundrað ferðamenn út í Surtsey í sumar. Surtsey, sem er á heimsminjaskrá, hefur verið friðuð síðan 1965 í þágu rannsókna en hugmyndin er að flytja ferðamennina með þyrlu frá Heimaey. 15.4.2009 19:30 Borgarafundur um menntamál Fimmtudaginn, 16. apríl, næstkomandi mun fjöldi hagsmunasamtaka námsmanna á Íslandi standa fyrir borgarafundi um menntamál. Tilgangurinn er að veita íslenskum námsmönnum og starfsfólki innan menntakerfisins tækifæri á að kynna sér áherslur flokkanna og taka afstöðu fyrir komandi alþingiskosningar. 15.4.2009 20:00 Sjóránin við Sómalíu bitna á neyðaraðstoð Tíð sjórán út af ströndum Sómalíu kosta hjálparsamtök og þjóðir mikla fjármuni og bitna á neyðaraðstoð við fjölmörg ríki í Afríku. Frá lokum febrúar hefur verið ráðist á 78 skip á svæðinu. 15.4.2009 19:15 Lýðræðishreyfing Ástþórs uppfyllir ekki skilyrði Framboðslistar Lýðræðishreyfingar Ástþórs Magnússonar uppfylla ekki skilyrði kosningalaga í neinu kjördæmi og hafa yfirkjörstjórnir veitt hreyfingunni frest til að bæta úr ágöllum, ýmist til kvölds eða til morguns. Bæði vantar meðmælendur og galli er á samþykki frambjóðenda. 15.4.2009 19:00 Vanskil einstaklinga þrefaldast frá því í fyrra Vanskil einstaklinga vegna banka- og bílalána hafa rösklega þrefaldast fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. 15.4.2009 18:45 Eva mun lítið nýtast við rannsókn á bankahruninu Eva Joly hefur einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara og mun væntanlega lítið nýtast við beina rannsókn og saksókn á bankahruninu. 15.4.2009 18:30 Nokkrir fengið stöðu grunaðra hjá sérstökum saksóknara Nokkrir einstaklingar hafa fengið stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara bankahrunsins. Menn hafa þegar verið kallaðir inn til yfirheyrslu. Tugir mála eru til rannsóknar hjá saksóknaranum og Fjármálaeftirlitinu. 15.4.2009 18:30 Aldrei sótt um leyfi til niðurrifs Aldrei var sótt um leyfi til að rífa húsið við Vatnsstíg 4. Tuttugu og tveir voru handteknir þar í morgun, fyrir húsbrot. Lögregla notaði vélsög á leið sinni inn í húsið og reif út glugga. Lögreglan beitti piparúða. Húsið hafði staðið autt í næstum tvö ár þegar hústökufólk kom að. Heimspekingur segir þetta átök milli þeirra sem vilja nýta það sem ónýtt er og hinna sem vilja vernda eignarrétt. 15.4.2009 18:30 Hættir sem formaður Blaðamannafélagsins Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í félaginu. 15.4.2009 17:23 Samtök Fjármálafyrirtækja vara við spilliforriti á netinu Að undanförnu hefur borið á spilliforriti á Netinu, svokölluðum Nadebanker Trójuhesti, sem dreifir sér í gegnum veraldarvefinn, fylgist með tölvunotkun og sækir upplýsingar í tölvur notenda í þeim tilgangi að misnota þær. Spilliforritinu virðist m.a. ætlað að komast yfir aðgangsupplýsingar netbankanotenda. Ekkert fjárhagstjón hefur orðið hér á landi til þessa af völdum Nadebanker, en reynslan frá nágrannaríkjum Íslands kennir að mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis við netnotkun til að koma í veg fyrir slíkt. 15.4.2009 17:11 Öllum hústökumönnunum sleppt Lögreglan hefur sleppt úr haldi öllum þeim 22 hústökumönnum sem voru handteknir í húsi við Vatnsstíg í morgun. Aðgerðir lögreglunnar voru umfangsmiklar og þurfti hún að brjóta sér leið inn í húsið til þess að ná fólkinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slösuðust tveir lögreglumenn lítillega og jafnframt slösuðust einhverjir mótmælendur. 15.4.2009 16:27 Rannsakendur verða að gæta orða sinna „Ég er sammála því að þeir sem að eru að rannsaka mál eða koma að rannsókn máls verða að gæta orða sinna þegar þeir ræða um hugsanlega sök einhvers sem á hlut að máli," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor 15.4.2009 16:04 Hústökumaður: Neysluréttur ofar eignarétti „Þeir komnir með nýjan piparúða," segir stjórnleysinginn Arnar Birgisson sem var einn af 22 hústökumönnum sem voru handteknir við Vatnsstíg í morgun. Hann lýsir ótrúlegri baráttu við lögregluna þar sem stjórnleysingjarnir víggirtu sig á efri hæð hússins við Vatnsstíg. Aðeins viku áður höfðu þau þrifið húsið og opnað byltingamiðstöð ungs fólks. 15.4.2009 15:30 Ákærður fyrir að skjóta 60 milljónum undan skatti Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið 60 milljónum króna undan skatti í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum. Maðurinn er grunaður um að hafa skotið 26 milljónum undan á árinu 2006 og um 34 milljónum árið 2007. Þá er maðurinn grunaður um að hafa ýmist staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á sama tíma eða ekki staðið skil á skýrslunum. 15.4.2009 15:30 Ræða um skaðabótaábyrgð barna Skaðabótaábyrgð barna verður umfjöllunarefni á málsstofu Umboðsmanns barna og lagadeildar Háskóla Íslands sem fram fer í Lögbergi í hádeginu á föstudag. 15.4.2009 15:15 Tveir lögreglumenn slösuðust á Vatnsstíg Tveir lögreglumenn slösuðust minniháttar þegar lögreglan réðst til atlögu við hústökufólkið í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá varðstjóra liggur ekki fyrir hvernig meiðsl þeirra komu til, hvort það hafi verið vegna átaka þegar hústökufólkið var handtekið eða hvort það hafi verið þegar lögreglan var að vinna að því að komast inn í húsið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur þó fyrir að einhverjir mótmælendurnir grýttu grjóti í lögreglumenn á meðan að aðgerðir þeirra stóðu yfir. 15.4.2009 14:54 Hústökumennirnir fá eigur sínar til baka Hústökumenn fengu að taka persónulegar eigur sínar úr húsinu við Vatnsstíg en iðnaðarmenn eru þar að störfum. Þeir eru að loka húsinu til þess að ekki verði farið aftur inn í það. 15.4.2009 14:29 Á þriðja tug mótmælir fyrir framan lögreglustöðina Mótmælendur komu saman til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna um hálftvöleytið í dag. Ástæðan fyrir mótmælunum er handtaka hússtökufólksins á Vatnsstíg fyrr í dag. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem voru umfangsmiklar. Lögreglan beitti þar vélsög og kúbein til þess að brjóta sér leið upp á aðra hæð hússins við Vatnsstíg. Að sögn lögreglunnar eru á milli 20 - 30 manns fyrir framan lögreglustöðina og fara mótmælin þar friðsamlega fram. 15.4.2009 13:55 Boða til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina Stjórnleysingjar hafa boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna en tilkynningar um það má finna á tveim heimasíðum, önnur þeirra er vefritið NEI. 15.4.2009 13:19 Farið yfir lög og reglur um hælisleitendur Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga og dóms Hæstaréttar frá 12. mars síðastliðnum þegar dómurinn felldi úr gildi synjun Útlendingaeftirlitsins á hælisumsókn manns frá Márataníu. 15.4.2009 13:00 Formgallar á tveimur framboðum Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmunum sex vegna komandi alþingiskosninga munu í dag úrskurða hvaða framboðslistar teljist gildir og hvort öðrum listum verði gefinn kostur á að bæta úr ágöllum. Formgallar hafa komið fram á framboðum Borgarahreyfingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar. 15.4.2009 12:28 Stefnt að því að rjúfa þing í dag eða á morgun Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. 15.4.2009 12:21 Rónarnir skárri en stjórnleysingjarnir- MYNDIR „Það er enginn frjáls!" öskraði einn mótmælandanna út um gluggann á annarri hæð á Vatnsstíg í morgun. Á sama tíma mátti sjá sérsveitarmenn á hæðinni fyrir neðan vopnaðir skjöldum. Mótmælendur voru búnir að stífla þröngan stiga upp á aðra hæð, það var svo illmögulegt að komast upp að lögreglan notaðist við vélsagir og kúbein. 15.4.2009 11:39 Eva Joly fullkomlega vanhæf Eva Joly er fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara. Þetta segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, vekur máls á rannsókn bankahrunsins í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að í kjölfar bankahrunsins virðist sem flestum þyki eðlilegt að lýsa því yfir opinberlega að stjórnendur fjármálafyrirtækja og svokallaðir auðmenn séu glæpamenn. 15.4.2009 11:10 Alls 22 handteknir á Vatnsstíg Sextán mótmælendur voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Vatnsstíg í morgun og hafa þá alls 22 verið teknir. 15.4.2009 11:01 MMR könnun: Fylgið stendur í stað Samfylkingin mælist með 29,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var dagana 6. - 14. apríl. 15.4.2009 10:27 Blaðamanni meinaður aðgangur að svæðinu Haukur Már Helgason ritstjóri dagblaðsins Nei var meinuð aðganga að svæðinu við Vatnsstíg þar sem hann er ekki með blaðamannaskirteini útgefið af Blaðamannafélagi Íslands. 15.4.2009 10:06 Meina lögreglu útgöngu Hópur fólks sem fylgist með aðgerðum lögreglu hefur virst meina lögreglu útgöngu þegar hún hugðist aka burtu með hústökufólk sem hún hafði handtekið. 15.4.2009 10:03 Lögregla braust upp á efstu hæð - fimmtán handteknir Lögreglumenn hafa brotist upp á efstu hæð hússins við Vatnsstíg þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir. Fólkið segir húsið hafa verið mannlaust og því geti það allt eins notað það sem félagsmiðstöð. Lögregla hóf í morgun aðgerðir til þess að reka fólkið út á grundvelli kæru frá eiganda hússins. Fimmtán hafa verið handteknir. 15.4.2009 09:50 Peningadrusluaumingjar! - við komum aftur! „Peningadrusluaumingjar! Þið getið bara hætt og farið. Við komum bara aftur og aftur.“. Þetta sagði einn hústökumanna við Vatnsstíg nú fyrir stundu þar sem lögreglan er við það að brjóta sér leið inn í húsið. „Við komum hingað til að gefa húsinu líf og svona komið þið fram við okkur,“ kallaði annar hústökumaður út um glugga á efri hæð hússins. 15.4.2009 09:37 Fagráð vill séra Gunnar ekki til baka Fagráð um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar er mótfallið því að séra Gunnar Björnsson sóknarprestur í Selfossprestakalli snúi aftur til starfa í kjölfar þess að hann var sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot. 15.4.2009 08:54 Námskeið í neytendarétti hjá NS Neytendasamtökin standa á morgun fyrir námskeiði í heimilisbókhaldi og neytendarétti. Um er að ræða kennslu í heimilisbókhaldi og áætlanagerð auk þess sem farið verður yfir réttindi og skyldur neytenda. 15.4.2009 08:35 Rod Blagojevich í raunveruleikaþátt hjá NBC Rod Blagojevich, fyrrum ríkisstjóri Illinois, þurfti ekki að búa við atvinnuleysi lengi. Blagojevich vann sér það til frægðar í fyrra að ætla að falbjóða öldungadeildarþingsæti Baracks Obama í Illinois þegar hinn síðarnefndi hyrfi til annarra starfa. 15.4.2009 08:20 Húsið við Vatnsstíg rýmt - tugir lögreglumanna í aðgerðinni Lögregla hefur látið til skarar skríða gegn hústökumönnum við Vatnsstíg og eru tugir lögreglumanna á staðnum. Að sögn varðstjóra er búið að handtaka nokkra einstaklinga en hústökufólkið hefur vígbúist í húsinu og hyggst ekki hverfa á braut átakalaust. 15.4.2009 08:10 Hált á Holtavörðuheiði og víðar Á Vesturlandi eru hálkublettir í Svínadal en hálka á Holtavörðuheiði og á Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á örfáum köflum en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Vonast er til að Hrafnseyrarheiði verði fær fyrir hádegi. 15.4.2009 07:29 Flykkjast í ófrjósemisaðgerðir í kreppunni Bandaríkjamenn gangast nú undir ófrjósemisaðgerðir sem aldrei fyrr. Frá þessu er greint í New York Times og segjast sérfræðingar sem þar er rætt við sjá glöggan svip með ástandinu sem ríkti í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar en þá hafi fæðingartíðni snarlækkað í Bandaríkjunum. 15.4.2009 07:19 Stakk starfsmann vinnumiðlunar Starfsmaður atvinnumiðlunar í Árósum í Danmörku var stunginn í miðju viðtali við viðskiptavin í gær. Starfsmaðurinn, tæplega fimmtug kona, var að taka niður upplýsingar um rúmlega fertugan viðskiptavin þegar sá síðarnefndi dró upp hníf og stakk hana rétt neðan við vinstri handlegg. 15.4.2009 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Scotland Yard vill endurskoðun óeirðalöggæslu Yfirmaður Scotland Yard í Bretlandi hefur fyrirskipað gagngera endurskoðun á starfsaðferðum lögreglu við óeirðir í kjölfar þess er mótmælandi lést af völdum hjartaáfalls meðan á mótmælum vegna G20-ráðstefnunnar stóð í London um mánaðamótin. 16.4.2009 07:09
Enn óljóst um þingrof Enn er óljóst hvenær þing verður rofið en nú eru níu dagar til alþingiskosninga. Þingfundur stóð fram á nótt og tókst að ljúka nokkrum málum en enn er óljóst um afdrif þeirra stjórnarskrárbreytinga sem ræddar hafa verið undanfarnar vikur. 16.4.2009 07:04
Bíll valt á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut rétt norðan við Bústaðaveg um sexleytið í morgun. Svo virðist sem nokkur ísing hafi myndast á veginum en síðustu daga hefur pollur myndast á þessum stað ökumönnum til nokkurs ama. 16.4.2009 06:41
Tvöfaldur ósigur Bjarna Ben gegn grasrótinni Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að koma sínu fólki til valda í Verði, félagi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann og hans fólk tapaði tveimur kosningum á tveimur dögum. 15.4.2009 20:55
Kanadískir Vítisenglar handteknir Um 150 manns voru handteknir í riasastórri aðgerð lögreglu á höfuðstöðvar Vítisengla í Kanada. Um tólf hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni en svipaðar aðgerðir voru framkvæmdar í Frakklandi og Dóminíska lýðveldinu á sama tíma. Hinir grunuðu voru handteknir eftir niðurstöðu úr svokallaðri „Hákarlsaðgerð“ sem staðið hefur yfir í um þrjú ár. 15.4.2009 23:31
„Hvar er linkurinn á Lýðræðishreyfinguna?“ Ástþór Magnússon frambjóðandi fyrir Lýðræðishreyfinguna í komandi alþingiskosningum var í viðtali hjá Frey Eyjólfssyni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Þar fór hann mikinn og sakaði Rúv um að vera ritskoðaður fjölmiðill. Meðal annars spurði hann útvarpsmanninn hversvegna ekki væri linkur á framboð Lýðræðishreyfingarinnar á kosningavef Ríkisútvarpsins. 15.4.2009 22:32
Segir engin átök í fulltrúaráðinu Marta Guðjónsdóttir var í dag endurkjörin formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins. Marta sem er fyrsta konan sem gegnir stöðunni hefur gegnt formennsku undanfarin tvö ár. Hún segir engin átök hafa verið á fundinum en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti á stjórnarfund félagsins í gær. Þar velti hann upp þeim möguleika að fresta aðalfundi fram yfir kosningar en stjórn félagsins ákvað hinsvegar að halda fundinn. 15.4.2009 21:33
Ellefu látnir í bílsprengingu í Írak Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tuttugu og þrír særðust þegar sprengja sprakk í bíl í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag. Þetta staðfestir lögregla í samtali við BBC nú í kvöld. 15.4.2009 22:07
Vilja flytja ferðamenn í Surtsey Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi, hefur fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, sótt um leyfi til Surtseyjarstofu að fá að flytja um hundrað ferðamenn út í Surtsey í sumar. Surtsey, sem er á heimsminjaskrá, hefur verið friðuð síðan 1965 í þágu rannsókna en hugmyndin er að flytja ferðamennina með þyrlu frá Heimaey. 15.4.2009 19:30
Borgarafundur um menntamál Fimmtudaginn, 16. apríl, næstkomandi mun fjöldi hagsmunasamtaka námsmanna á Íslandi standa fyrir borgarafundi um menntamál. Tilgangurinn er að veita íslenskum námsmönnum og starfsfólki innan menntakerfisins tækifæri á að kynna sér áherslur flokkanna og taka afstöðu fyrir komandi alþingiskosningar. 15.4.2009 20:00
Sjóránin við Sómalíu bitna á neyðaraðstoð Tíð sjórán út af ströndum Sómalíu kosta hjálparsamtök og þjóðir mikla fjármuni og bitna á neyðaraðstoð við fjölmörg ríki í Afríku. Frá lokum febrúar hefur verið ráðist á 78 skip á svæðinu. 15.4.2009 19:15
Lýðræðishreyfing Ástþórs uppfyllir ekki skilyrði Framboðslistar Lýðræðishreyfingar Ástþórs Magnússonar uppfylla ekki skilyrði kosningalaga í neinu kjördæmi og hafa yfirkjörstjórnir veitt hreyfingunni frest til að bæta úr ágöllum, ýmist til kvölds eða til morguns. Bæði vantar meðmælendur og galli er á samþykki frambjóðenda. 15.4.2009 19:00
Vanskil einstaklinga þrefaldast frá því í fyrra Vanskil einstaklinga vegna banka- og bílalána hafa rösklega þrefaldast fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. 15.4.2009 18:45
Eva mun lítið nýtast við rannsókn á bankahruninu Eva Joly hefur einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara og mun væntanlega lítið nýtast við beina rannsókn og saksókn á bankahruninu. 15.4.2009 18:30
Nokkrir fengið stöðu grunaðra hjá sérstökum saksóknara Nokkrir einstaklingar hafa fengið stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara bankahrunsins. Menn hafa þegar verið kallaðir inn til yfirheyrslu. Tugir mála eru til rannsóknar hjá saksóknaranum og Fjármálaeftirlitinu. 15.4.2009 18:30
Aldrei sótt um leyfi til niðurrifs Aldrei var sótt um leyfi til að rífa húsið við Vatnsstíg 4. Tuttugu og tveir voru handteknir þar í morgun, fyrir húsbrot. Lögregla notaði vélsög á leið sinni inn í húsið og reif út glugga. Lögreglan beitti piparúða. Húsið hafði staðið autt í næstum tvö ár þegar hústökufólk kom að. Heimspekingur segir þetta átök milli þeirra sem vilja nýta það sem ónýtt er og hinna sem vilja vernda eignarrétt. 15.4.2009 18:30
Hættir sem formaður Blaðamannafélagsins Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í félaginu. 15.4.2009 17:23
Samtök Fjármálafyrirtækja vara við spilliforriti á netinu Að undanförnu hefur borið á spilliforriti á Netinu, svokölluðum Nadebanker Trójuhesti, sem dreifir sér í gegnum veraldarvefinn, fylgist með tölvunotkun og sækir upplýsingar í tölvur notenda í þeim tilgangi að misnota þær. Spilliforritinu virðist m.a. ætlað að komast yfir aðgangsupplýsingar netbankanotenda. Ekkert fjárhagstjón hefur orðið hér á landi til þessa af völdum Nadebanker, en reynslan frá nágrannaríkjum Íslands kennir að mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis við netnotkun til að koma í veg fyrir slíkt. 15.4.2009 17:11
Öllum hústökumönnunum sleppt Lögreglan hefur sleppt úr haldi öllum þeim 22 hústökumönnum sem voru handteknir í húsi við Vatnsstíg í morgun. Aðgerðir lögreglunnar voru umfangsmiklar og þurfti hún að brjóta sér leið inn í húsið til þess að ná fólkinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slösuðust tveir lögreglumenn lítillega og jafnframt slösuðust einhverjir mótmælendur. 15.4.2009 16:27
Rannsakendur verða að gæta orða sinna „Ég er sammála því að þeir sem að eru að rannsaka mál eða koma að rannsókn máls verða að gæta orða sinna þegar þeir ræða um hugsanlega sök einhvers sem á hlut að máli," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor 15.4.2009 16:04
Hústökumaður: Neysluréttur ofar eignarétti „Þeir komnir með nýjan piparúða," segir stjórnleysinginn Arnar Birgisson sem var einn af 22 hústökumönnum sem voru handteknir við Vatnsstíg í morgun. Hann lýsir ótrúlegri baráttu við lögregluna þar sem stjórnleysingjarnir víggirtu sig á efri hæð hússins við Vatnsstíg. Aðeins viku áður höfðu þau þrifið húsið og opnað byltingamiðstöð ungs fólks. 15.4.2009 15:30
Ákærður fyrir að skjóta 60 milljónum undan skatti Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið 60 milljónum króna undan skatti í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum. Maðurinn er grunaður um að hafa skotið 26 milljónum undan á árinu 2006 og um 34 milljónum árið 2007. Þá er maðurinn grunaður um að hafa ýmist staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á sama tíma eða ekki staðið skil á skýrslunum. 15.4.2009 15:30
Ræða um skaðabótaábyrgð barna Skaðabótaábyrgð barna verður umfjöllunarefni á málsstofu Umboðsmanns barna og lagadeildar Háskóla Íslands sem fram fer í Lögbergi í hádeginu á föstudag. 15.4.2009 15:15
Tveir lögreglumenn slösuðust á Vatnsstíg Tveir lögreglumenn slösuðust minniháttar þegar lögreglan réðst til atlögu við hústökufólkið í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá varðstjóra liggur ekki fyrir hvernig meiðsl þeirra komu til, hvort það hafi verið vegna átaka þegar hústökufólkið var handtekið eða hvort það hafi verið þegar lögreglan var að vinna að því að komast inn í húsið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur þó fyrir að einhverjir mótmælendurnir grýttu grjóti í lögreglumenn á meðan að aðgerðir þeirra stóðu yfir. 15.4.2009 14:54
Hústökumennirnir fá eigur sínar til baka Hústökumenn fengu að taka persónulegar eigur sínar úr húsinu við Vatnsstíg en iðnaðarmenn eru þar að störfum. Þeir eru að loka húsinu til þess að ekki verði farið aftur inn í það. 15.4.2009 14:29
Á þriðja tug mótmælir fyrir framan lögreglustöðina Mótmælendur komu saman til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna um hálftvöleytið í dag. Ástæðan fyrir mótmælunum er handtaka hússtökufólksins á Vatnsstíg fyrr í dag. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem voru umfangsmiklar. Lögreglan beitti þar vélsög og kúbein til þess að brjóta sér leið upp á aðra hæð hússins við Vatnsstíg. Að sögn lögreglunnar eru á milli 20 - 30 manns fyrir framan lögreglustöðina og fara mótmælin þar friðsamlega fram. 15.4.2009 13:55
Boða til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina Stjórnleysingjar hafa boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna en tilkynningar um það má finna á tveim heimasíðum, önnur þeirra er vefritið NEI. 15.4.2009 13:19
Farið yfir lög og reglur um hælisleitendur Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga og dóms Hæstaréttar frá 12. mars síðastliðnum þegar dómurinn felldi úr gildi synjun Útlendingaeftirlitsins á hælisumsókn manns frá Márataníu. 15.4.2009 13:00
Formgallar á tveimur framboðum Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmunum sex vegna komandi alþingiskosninga munu í dag úrskurða hvaða framboðslistar teljist gildir og hvort öðrum listum verði gefinn kostur á að bæta úr ágöllum. Formgallar hafa komið fram á framboðum Borgarahreyfingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar. 15.4.2009 12:28
Stefnt að því að rjúfa þing í dag eða á morgun Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. 15.4.2009 12:21
Rónarnir skárri en stjórnleysingjarnir- MYNDIR „Það er enginn frjáls!" öskraði einn mótmælandanna út um gluggann á annarri hæð á Vatnsstíg í morgun. Á sama tíma mátti sjá sérsveitarmenn á hæðinni fyrir neðan vopnaðir skjöldum. Mótmælendur voru búnir að stífla þröngan stiga upp á aðra hæð, það var svo illmögulegt að komast upp að lögreglan notaðist við vélsagir og kúbein. 15.4.2009 11:39
Eva Joly fullkomlega vanhæf Eva Joly er fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara. Þetta segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, vekur máls á rannsókn bankahrunsins í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að í kjölfar bankahrunsins virðist sem flestum þyki eðlilegt að lýsa því yfir opinberlega að stjórnendur fjármálafyrirtækja og svokallaðir auðmenn séu glæpamenn. 15.4.2009 11:10
Alls 22 handteknir á Vatnsstíg Sextán mótmælendur voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Vatnsstíg í morgun og hafa þá alls 22 verið teknir. 15.4.2009 11:01
MMR könnun: Fylgið stendur í stað Samfylkingin mælist með 29,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var dagana 6. - 14. apríl. 15.4.2009 10:27
Blaðamanni meinaður aðgangur að svæðinu Haukur Már Helgason ritstjóri dagblaðsins Nei var meinuð aðganga að svæðinu við Vatnsstíg þar sem hann er ekki með blaðamannaskirteini útgefið af Blaðamannafélagi Íslands. 15.4.2009 10:06
Meina lögreglu útgöngu Hópur fólks sem fylgist með aðgerðum lögreglu hefur virst meina lögreglu útgöngu þegar hún hugðist aka burtu með hústökufólk sem hún hafði handtekið. 15.4.2009 10:03
Lögregla braust upp á efstu hæð - fimmtán handteknir Lögreglumenn hafa brotist upp á efstu hæð hússins við Vatnsstíg þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir. Fólkið segir húsið hafa verið mannlaust og því geti það allt eins notað það sem félagsmiðstöð. Lögregla hóf í morgun aðgerðir til þess að reka fólkið út á grundvelli kæru frá eiganda hússins. Fimmtán hafa verið handteknir. 15.4.2009 09:50
Peningadrusluaumingjar! - við komum aftur! „Peningadrusluaumingjar! Þið getið bara hætt og farið. Við komum bara aftur og aftur.“. Þetta sagði einn hústökumanna við Vatnsstíg nú fyrir stundu þar sem lögreglan er við það að brjóta sér leið inn í húsið. „Við komum hingað til að gefa húsinu líf og svona komið þið fram við okkur,“ kallaði annar hústökumaður út um glugga á efri hæð hússins. 15.4.2009 09:37
Fagráð vill séra Gunnar ekki til baka Fagráð um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar er mótfallið því að séra Gunnar Björnsson sóknarprestur í Selfossprestakalli snúi aftur til starfa í kjölfar þess að hann var sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot. 15.4.2009 08:54
Námskeið í neytendarétti hjá NS Neytendasamtökin standa á morgun fyrir námskeiði í heimilisbókhaldi og neytendarétti. Um er að ræða kennslu í heimilisbókhaldi og áætlanagerð auk þess sem farið verður yfir réttindi og skyldur neytenda. 15.4.2009 08:35
Rod Blagojevich í raunveruleikaþátt hjá NBC Rod Blagojevich, fyrrum ríkisstjóri Illinois, þurfti ekki að búa við atvinnuleysi lengi. Blagojevich vann sér það til frægðar í fyrra að ætla að falbjóða öldungadeildarþingsæti Baracks Obama í Illinois þegar hinn síðarnefndi hyrfi til annarra starfa. 15.4.2009 08:20
Húsið við Vatnsstíg rýmt - tugir lögreglumanna í aðgerðinni Lögregla hefur látið til skarar skríða gegn hústökumönnum við Vatnsstíg og eru tugir lögreglumanna á staðnum. Að sögn varðstjóra er búið að handtaka nokkra einstaklinga en hústökufólkið hefur vígbúist í húsinu og hyggst ekki hverfa á braut átakalaust. 15.4.2009 08:10
Hált á Holtavörðuheiði og víðar Á Vesturlandi eru hálkublettir í Svínadal en hálka á Holtavörðuheiði og á Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á örfáum köflum en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Vonast er til að Hrafnseyrarheiði verði fær fyrir hádegi. 15.4.2009 07:29
Flykkjast í ófrjósemisaðgerðir í kreppunni Bandaríkjamenn gangast nú undir ófrjósemisaðgerðir sem aldrei fyrr. Frá þessu er greint í New York Times og segjast sérfræðingar sem þar er rætt við sjá glöggan svip með ástandinu sem ríkti í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar en þá hafi fæðingartíðni snarlækkað í Bandaríkjunum. 15.4.2009 07:19
Stakk starfsmann vinnumiðlunar Starfsmaður atvinnumiðlunar í Árósum í Danmörku var stunginn í miðju viðtali við viðskiptavin í gær. Starfsmaðurinn, tæplega fimmtug kona, var að taka niður upplýsingar um rúmlega fertugan viðskiptavin þegar sá síðarnefndi dró upp hníf og stakk hana rétt neðan við vinstri handlegg. 15.4.2009 07:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent