Innlent

Hústökumennirnir fá eigur sínar til baka

Hústökumenn handteknir.
Hústökumenn handteknir.

Hústökumenn fengu að taka persónulegar eigur sínar úr húsinu við Vatnsstíg en iðnaðarmenn eru þar að störfum. Þeir eru að loka húsinu til þess að ekki verði farið aftur inn í það.

Aðstandendur hústökufólksins hafði samband við verktakann Sigurð Guðmundsson sem greiddi leið þeirra að nálgast eigu sínar. Um var að ræða eldunaráhöld sem hópurinn notar vikulega til þess að elda mat fyrir þurfandi og gangandi vegfarendur á laugardögum.

Ekki er þó ljóst hvað verður um fríbúðina sem þau opnuðu en þar gat fólk nálgast vörur ókeypis auk þess sem það gat lagt eitthvað til í búðina.

Búið er að sleppa nokkrum hústökumönnum en ekki öllum. Þeir mega búast við að verða kærðir fyrir húsbrot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×