Innlent

Meina lögreglu útgöngu

Lögreglumenn á vettvangi virða fyrir sér aðstæður. Mynd/ Sigurjón.
Lögreglumenn á vettvangi virða fyrir sér aðstæður. Mynd/ Sigurjón.

Hópur fólks sem fylgist með aðgerðum lögreglu hefur meinað lögreglu útgöngu þegar hún hugðist aka burtu með hústökufólk sem hún hafði handtekið.

Lögreglan hefur girt af vatnsstíg milli laugavegar og Hverfisgötu. Lögreglan flutti handtekið hústökufólk út úr húsinu og inn í þrjá lögreglubíla sem komið hafði verið fyrir inni á lokaða svæðinu. Þegar lögregla flutti hina handteknu inn í bíla þá klappaði stór hópur fólks sem komið hefur hingað til þess að fylgjast með. Fólkið hrópaði slagorð og kallaði lögreglu fasista. Klappað var í hvert sinn sem handtekinn hústökumaður var færður inn í lögreglubíl.

Þegar lögregla bjó sig undir að aka fyrsta bílnum með hinum handteknu út af lokaða svæðinu settist hópur fólks á götuna og reyndi að meina lögreglunni útgöngu. Lögreglumenn reyndu að hindra þetta og kom þá til átaka milli fólksins og lögreglunnar. Átökin stóðu stutt og er ekki sjáanlegt að neinn hafi slasast í þeim ryskingum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×