Innlent

Boða til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina. Myndin er af einum hústökumanninum sem var handtekinn fyrr í morgun.
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina. Myndin er af einum hústökumanninum sem var handtekinn fyrr í morgun.

Stjórnleysingjar hafa boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna en tilkynningar um það má finna á tveim heimasíðum, önnur þeirra er vefritið NEI.

Þó deila byltingasinnar og stjórnleysingjar um tíma mótmælanna en á NEI kemur fram að mótmælin hafi átt að hefjast klukkan hálf eitt. Önnur síða, aftaka.org, hafa boðað til mótmæla klukkan hálf tvö.

Ástæðan fyrir mótmælunum er handtaka hússtökufólksins fyrr í dag. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem voru umfangsmiklar.

Lögreglan þurfti að notast við vélsög og kúbein til þess að brjóta sér leið upp á aðra hæð hússins. Engin virðist vera slasaður eftir átökin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×