Innlent

Tveir lögreglumenn slösuðust á Vatnsstíg

Hústökufólkið á Vatnsstíg var handtekið í dag. Mynd/ Pjetur.
Hústökufólkið á Vatnsstíg var handtekið í dag. Mynd/ Pjetur.
Tveir lögreglumenn slösuðust minniháttar þegar lögreglan réðst til atlögu við hústökufólkið á Vatnsstíg í morgun.

Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá varðstjóra liggur ekki fyrir hvernig meiðsl þeirra komu til, hvort það hafi verið vegna átaka þegar hústökufólkið var handtekið eða hvort það hafi verið þegar lögreglan var að vinna að því að komast inn í húsið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur þó fyrir að einhverjir mótmælendurnir grýttu grjóti í lögreglumenn á meðan að aðgerðir þeirra stóðu yfir.

Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Vatnsstíg í morgun.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×