Innlent

Lögregla braust upp á efstu hæð - fimmtán handteknir

MYND/Sigurjón

Lögreglumenn hafa brotist upp á efstu hæð hússins við Vatnsstíg þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir. Fólkið segir húsið hafa verið mannlaust og því geti það allt eins notað það sem félagsmiðstöð. Lögregla hóf í morgun aðgerðir til þess að reka fólkið út á grundvelli kæru frá eiganda hússins. Fimmtán hafa verið handteknir.

Hústökufólk fullyrðir að lögreglan hafi sprautað efnavopnum eða táragasi upp á efstu hæðina þar sem það hafði komið sér fyrir og kallaði á nærstadda að færa sér vatn. Lögreglan vill ekki staðfesta að hún hafi beitt vopnum af neinu tagi gegn fólkinu. Farið verði yfir málið þegar aðgerðum líkur.

Torkennilegar gufur lagði þó frá húsinu í sama mund og hústökufólk kvartaði undan því að lögregla hefði beitt efnavopnum gegn sér.






















Tengdar fréttir

Meina lögreglu útgöngu

Hópur fólks sem fylgist með aðgerðum lögreglu hefur virst meina lögreglu útgöngu þegar hún hugðist aka burtu með hústökufólk sem hún hafði handtekið.

Peningadrusluaumingjar! - við komum aftur!

„Peningadrusluaumingjar! Þið getið bara hætt og farið. Við komum bara aftur og aftur.“. Þetta sagði einn hústökumanna við Vatnsstíg nú fyrir stundu þar sem lögreglan er við það að brjóta sér leið inn í húsið. „Við komum hingað til að gefa húsinu líf og svona komið þið fram við okkur,“ kallaði annar hústökumaður út um glugga á efri hæð hússins.

Blaðamanni meinaður aðgangur að svæðinu

Haukur Már Helgason ritstjóri dagblaðsins Nei var meinuð aðganga að svæðinu við Vatnsstíg þar sem hann er ekki með blaðamannaskirteini útgefið af Blaðamannafélagi Íslands.

Húsið við Vatnsstíg rýmt - tugir lögreglumanna í aðgerðinni

Lögregla hefur látið til skarar skríða gegn hústökumönnum við Vatnsstíg og eru tugir lögreglumanna á staðnum. Að sögn varðstjóra er búið að handtaka nokkra einstaklinga en hústökufólkið hefur vígbúist í húsinu og hyggst ekki hverfa á braut átakalaust.

Hústökufólk á Vatnsstíg

Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×