Innlent

Fagráð vill séra Gunnar ekki til baka

Séra Gunnar Björnsson.
Séra Gunnar Björnsson.

Fagráð um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar er mótfallið því að séra Gunnar Björnsson sóknarprestur í Selfossprestakalli snúi aftur til starfa í kjölfar þess að hann var sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot.

Biskupsstofa hefur ákveðið að presturinn snúi aftur 1. júní næstkomandi en formaður fagráðsins segir í viðtali við Morgunblaðið að kirkjan hafi sett sér strangari reglur en dómstólar séu tilbúnir til að dæma eftir og samkvæmt þeim reglum eigi séra Gunnar ekki afturkvæmt. Fagráðið hefur sent biskupsstofu bréf þessa efnis en hefur ekki fengið formleg viðbrögð frá embættinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×