Innlent

Ræða um skaðabótaábyrgð barna

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands. Mynd/ Arnþór Birkisson.
Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands. Mynd/ Arnþór Birkisson.
Skaðabótaábyrgð barna verður umfjöllunarefni á málsstofu Umboðsmanns barna og lagadeildar Háskóla Íslands sem fram fer í Lögbergi í hádeginu á föstudag.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá Umboðsmanni barna er tilefni fundarins það að Hæstiréttur staðfesti nýverið dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að nemanda í Mýrarhúsaskóla bæri að greiða kennara sínum bætur vegna slyss sem varð þegar að nemandinn renndi hurð á höfuð kennarans með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlega örorku. Frá því að dómurinn féll í Hæstarétti hefur fréttastofa ítrekað reynt að ná tali af Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra vegna þess máls en án árangurs

Framsögumenn á fundi Umboðsmanns barna og lagadeildar Háskólans verða Ingunn Agnes Kro, héraðsdómslögmaður hjá Landslögum - lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×