Innlent

Farið yfir lög og reglur um hælisleitendur

Ragna Árnadóttir hefur skipað nefnd til þess að fara yfir málefni hælisleitenda. Mynd/ Pjetur.
Ragna Árnadóttir hefur skipað nefnd til þess að fara yfir málefni hælisleitenda. Mynd/ Pjetur.
Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga og dóms Hæstaréttar frá 12. mars síðastliðnum þegar dómurinn felldi úr gildi synjun Útlendingaeftirlitsins á hælisumsókn manns frá Márataníu.

Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, mun leiða starf nefndarinnar og aðrir sem eiga sæti í henni eru Trausti Fannar Valsson, lektor við HÍ, Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og stundakennari við HÍ, Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða Krossi Íslands, og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum fyrir 15. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×