Fleiri fréttir

Góð vísbending

„Þetta er ánægjuleg vísbending og reynslan kennir manni að hafa verður fyrir hlutunum og heyja kosningabaráttu af krafti fram á síðasta dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Tengdir fasteignum, fiski og fjármálum

Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær.

Áhrif efnahagshrunins hafa hitt okkur illa

Illugi Gunnarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði á opnum Borgarafundi í beinni útsendingu Sjónvarpsins í kvöld að það væri ekkert launungamál að áhrifin af efnahagshruninu hafi hitt flokkinn mjög illa. Fólk líti svo á að það hafi gerst á þeirra vakt. Hann sagði flokkinn hafa átt erfitt með að koma sínum málefnum á framfæri sem væri í sjálfu sér skiljanlegt.

Ísland-Palestína: Össur heiðursgestur á aðalfundi

Félagið Ísland-Palestína boðar til aðalfundar í Norræna húsinu miðvikudag 15. apríl kl. 20. Í upphafi aðalfundar mun Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flytja stutt ávarp en hann er heiðursgestur fundarins.

Kastró jákvæður í garð Bandaríkjamanna

Fyrrum forseti Kúbu, Fídel Kastró, segir að hugmyndir Bandaríkjamanna um að aflétta ferðatakmörkunum og takmörkunum á fjármagnsflutningum til Kúbu séu jákvæðar, en lítilvægar.

Sagði Sigmund grínista ársins

Ástþór Magnússon frá Lýðræðishreyfingunni sagði að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ætti að fá verðlaun fyrir að vera grínisti ársins. Þessi orð lét Ástþór falla eftir að Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn allataf hafa verið á móti stríði. Rætt var um aðkomu Íslands að stríðsrekstri á Borgarafundi í beinni útsendingu á Rúv.

Oddvitar allra flokka vilja afnema bankaleynd

Oddvitar allra flokka í Reykjavíkurkjördæmi norður eru sammála um að afnema eigi bankaleynd hér á landi. Þetta kom fram á opnum Borgarafundi sem nú er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Illugi Gunnarsson oddviti Sjálfstæðismanna segir þó að hér verði að vera réttarríki.

Röskva fagnar úrræðum ríkisstjórnarinnar

Röskva, fagnar þeim úrræðum sem ríkisstjórnin hefur kynnt til að fyrirbyggja atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. Röskva lýsir yfir ánægju með að ríkisstjórnin hafi sýnt það í verki að hún situr ekki aðgerðarlaus og orðið við kröfum stúdenta, sem hafa verið uppi lengi en orðið æ háværari á undanförnum vikum.

Eigandi Vatnsstígsins: Hústökufólkið er þarna á mína ábyrgð

Ágúst Friðgeirsson eigandi Vatnsstígs fjögur þar sem hópur fólks hefur sest að í dag segir fólkið vera þar á sína ábyrgð. Húsið er rafmagnslaust og vatnslaust og því getur skapast mikil eldhætta þar inni. Hann segir að til standi að rífa húsið en hann þurfti að loka því fyrir skömmu vegna kakkalakka sem höfðu sest þar að. Ágúst hefur áður þurft að hafa afskipti af forsprakka hópsins sem hefur sest að í húsinu við hliðina á, sem einnig er í eigu Ágústar.

Ákvæði um stjórnlagaþing fellt út

Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn létu undan hótunum Sjálfstæðismanna um að tala um stjórnarskrána fram að kosningum og féllust á að fella ákvæði um stjórnlagaþing út úr stjórnlagafrumvarpinu á Alþingi í dag.

Hústökufólk á Vatnsstíg

Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið.

Betra hefði verið að taka ekki við styrkjunum árið 2006

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við.

Lithái í gæsluvarðhald - rauf farbann

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir litháískum karlmanni í síðustu viku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og rán í Reykjavík. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 14.-17.október á síðasta ári en farbanni vegna þess frá 12.febrúar.

UVG: Fagna sumarönnum í háskólum

Ung vinstri græn fagna skjótum viðbrögðum og vasklegri framgöngu menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur við kröfum námsmanna um sumarnám í háskólum.

Meirihlutinn í Grindavík starfar áfram út kjörtímabilið

Bæjarfulltrúar B og S lista í Grindavík hafa sammælst um að halda samstarfi áfram út kjörtímabilið. Flokkarnir eru sammála um að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur í starf skólastjóra Hópsskóla. Skólastarf mun hefjast í janúar 2010.

Segir heiður Alþingis í húfi

Umræður um stjórnskipunarfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra héldu áfram á Alþingi í dag. Helst var deilt um þá hugmynd að setja á fót stjórnlagaþing til að endurskoða stjórnarskrána.

Ákærð fyrir að stela 35 milljónum króna undan skatti

Ríkislögreglustjóri hefur ákært par á sjötugsaldri sem grunur leikur á að hafi haldið undan virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda samtals að upphæð 35 milljónum króna. Þá er parið grunað um að hafa ekki skilað virðisaukaskattskýrslum og skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda. Meint brot eru talin hafa átt sér stað á seinni hluta ársins 2007 og á fyrri hluta ársins 2008.

Tvær konur hæfari en bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Tvær konur voru hæfari en bæjarfulltrúinn Garðar Páll Vignisson til þess að gegna starfi skólastjóra við Hópsskóla í Grindavík. Þetta kemur fram í fundargerð Fræðslu- og uppeldisnefndar Grindarvíkurbæjar.

Guðlaugur fór af þingflokksfundi

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór af þingflokksfundi flokksins sem haldinn var í morgun á undan öðrum þingmönnum.

Leiddist Selfoss og kveikti í sér

Lögreglan á Selfossi var kölluð að verslun Krónunnar aðfaranótt laugardag eftir að þeim barst tilkynning um mann sem eldur hafði komist í.

Meirihlutaslit: Svekkjandi ef þetta endar svona

„Mér finnst það fulllangt gengið í pólitísku harki að menn fái ekki að sækja um störf," segir Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík og forseti bæjarstjórnar. Framsóknarmenn slitu formlega samstarfi flokkanna með bréfi sem þeir sendu Samfylkingunni í gær.

Ríkisstjórnin kemur til móts við námsmenn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að auka eigið fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 600 milljónir króna til þess að koma til móts við þá námsmenn sem sáu annars fram á atvinnuleysi. Katrín Jakobsdóttir mun í dag ræða við stjórnendur Háskóla Íslands um hvernig málum verður háttað.

Vilhjálmur vill rannsókn á viðræðum OR við Geysi Green

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fari yfir samningaferlið þegar Orkuveita Reykjavíkur og FL Group ásamt Geysir Green Energy ræddu fyrirhugaða sameiningu félaganna í borgarstjóratíð Vilhjálms.

Sr. Gunnar fær ekki að ferma

Biskupsstofa hefur ákveðið í samráði við sr. Gunnar Björnsson, sóknarprest í Selfossprestakalli, að hann taki við embætti sínu 1. júní en ekki 1. maí eins og áður hafði verið tilkynnt. Settur sóknarprestur, sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, mun þjóna prestakallinu út maí og annast fermingar sem áformaðar eru í maí.

Röskva kallar eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar

„Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir

Ólíklegt að Ríkisendurskoðun geti skoðað mál Guðlaugs

Vafi leikur á því hvort Ríkisendurskoðun sé heimilt að taka út störf Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns þann tíma sem hann starfaði sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi frá sér í gær sagðist hann ætla að fara þess á leit við stofnunina að hún tæki störf sín út.

Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

„Hún er bara sprungin," sagði bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Grindavík, Sigmar Eðvarsson, um stöðu meirihluta bæjarstjórnar í bænum. Svo virðist sem meirihlutinn, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, sé einfaldlega sprunginn.

Framboðsfrestur rennur út á hádegi

Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis, sem fram fara annan laugardag, rennur út á hádegi í dag. Fresturinn var framlengdur samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga sem samþykkt voru á Alþingi í síðasta mánuði. Fresturinn var 15 dagar samkvæmt eldri lögum um kosningar til Alþingis en í dag eru hins vegar 11 dagar til kosninga.

Lenti þotu eftir að flugmaður varð bráðkvaddur

Flugumsjónarmenn í Flórída kalla það kraftaverk að farþegi um borð í skrúfuþotu af gerðinni Super King Air skyldi ná stjórn á vélinni og ná að lenda henni slysalaust eftir að flugmaðurinn varð bráðkvaddur á leið til Jackson í Mississippi á páskadag.

Elsta klámstjarna Japans aldrei sprækari

Shigeo Tokuda er 75 ára gamall. Hann kallar þó ekki allt ömmu sína og lét þennan virðulega aldur og nokkur grá hár ekki aftra sér frá því að hefja tökur á nýrri klámmynd um páskana.

Kyrrð kemst á í Taílandi

Stjórnarandstæðingar í Taílandi hafa nú haft sig á brott af lóð stjórnarráðs landsins þar sem þeir hafa setið um skrifstofu forsætisráðherra landsins vikum saman.

Sá íbúðina sína í rúst á Facebook

Carolyn Lorimer leigði ungu pari íbúðina sína í Folkstone í Kent og hafði ekki frekari áhyggjur af málinu. Leigjendunum kynntist hún gegnum leigumiðlun þar í bænum sem sagði þau hið grandvarasta fólk, ráðvant og ráðdeildarsamt.

Norður-Kóreumenn hætta öllum kjarnorkuviðræðum

Norður-Kóreumenn segjast munu draga sig út úr viðræðum um að hætta við kjarnorkuáætlun sína eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi eldflaugarskot þeirra í síðustu viku sem haldið var fram að væri gervitungl.

Demantaþjófur beitir dáleiðslu

Indverskum svikahrappi tókst að stela demantshálsmenum og -armböndum að verðmæti rúmlega 20 milljónir króna með því að dáleiða starfsmann skartgripaverslunar.

Kynmök á kolólöglegum hraða

Norskt par var stöðvað og á yfir höfði sér himinháar sektir, ekki eingöngu fyrir að aka á rúmlega 130 kílómetra hraða á þjóðvegi rétt utan við Ósló heldur einnig fyrir að stunda kynmök meðan á akstrinum stóð.

Hugðust skemma raforkuver

Rúmlega eitt hundrað manns eru í haldi lögreglu í Nottinghamskíri í Bretlandi, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að fremja skemmdarverk á einu stærsta raforkuveri landsins um helgina.

Tveir teknir á ofsahraða

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi í umdæmi Selfosslögreglu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var hraðamældur og reyndist hann á 162 kílómetra hraða.

Par handtekið í Leifsstöð með dóp innvortis

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á páskadag tvo aðila vegna gruns um innflutning fíkniefna en tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafði stöðvað fólkið við komuna til landsins.

Kjartan lagði að Geir að afþakka styrkina

Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjárstyrki frá FL Group og Landsbankanum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkjunum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af.

Sjá næstu 50 fréttir