Fleiri fréttir Fallast ekki á valdaafsal Alþingis Hart var tekist á um breytingar á stjórnarskránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær. Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu formaður og varaformaður flokksins gærdaginn á að útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögðust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórnmálanna. 3.4.2009 04:30 Eldsneyti sett á eldflaugina Norður-Kóreumenn hafa byrjað að setja eldsneyti á eldflaug sem þeir áforma að skjóta út yfir Kyrrahaf á næstunni. Þetta fullyrðir Bandaríkjaher. Hægt er að skjóta eldflauginni á loft þremur til fjórum dögum eftir að byrjað er að dæla á hana eldsneyti. 3.4.2009 04:30 Tími skattaskjóla og bankaleyndar liðinn Leiðtogar stærstu efnahagsvelda veraldar hafa samþykkt að verja ríflega þúsund milljörðum dala til hjálpar þjóðum í vanda vegna heimskreppunnar. 3.4.2009 04:30 Bretar hefðu gripið til aðgerða gagnvart Straumi Viðskiptanefnd krafðist skýringar á því af hverju sumum fjármálastofnunum er veitt lán á meðan aðrar eru teknar yfir. Jón Magnússon telur skýringuna þá að hagsmunir innistæðueigenda eins og Íbúðalánasjóðs hafi ráðið. 3.4.2009 04:15 Erlendir aðilar verji krónum innanlands Viðræður hafa staðið yfir síðan fyrir áramót um leiðir til að vinda ofan af krónustöðum erlendra aðila í Seðlabankanum. 3.4.2009 04:15 Hlaupið hátt í 200 kílómetra Ofurhlauparanum Ágústi Kvaran gengur vel í eyðimerkurmaraþoninu í Sahara. Hann er búinn að ljúka tveimur 30-40 kílómetra hlaupum og í fyrradag var lengsti hluti hlaupsins, rúmlega tvöfalt maraþonhlaup. Hlaupið átti að vera upp á 80,5 kílómetra en var lengt í 91 kílómetra. Hann tók þessa vegalengd á 14 klukkustundum og þremur korterum og er í 128. sæti í hlaupinu eftir þrjá fyrstu dagana. 3.4.2009 04:15 Með maríjúana og rafbyssu Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið. Sakarefnin voru umferðarlaga- og fíkniefnabrot. 3.4.2009 04:00 Földu fíkiefnin í niðursuðudós Þrír karlmenn hafa verið dæmdir fyrir tilraun til að smygla inn í landið rúmu kílói af maríjúana í niðursuðudósum. 3.4.2009 04:00 Ekki misnota stæði fatlaðra „Fatlaðir eiga sama rétt til aðgengis og annað fólk og því er mikilvægt að þessi mál séu í sem besta lagi,“ segir í tilmælum Umferðarráðs til sveitarfélaga og umferðaryfirvalda um að bæta merkingar og aðgengi á bílastæðum fatlaðra. 3.4.2009 04:00 Óttast mótmæli hjá atvinnulausum „Ég er smeykur um að við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Gísli Jökull Gíslason, ritstjóri Lögreglublaðsins, um mótmæli á Íslandi. 3.4.2009 04:00 Sex ára drengur var stunginn og barinn Sex ára drengur sem verið hefur í Hamraskóla í Grafarvogi frá áramótum hefur orðið fyrir hrottalegu einelti af hendi jafnaldra síns. Drengurinn hefur verið stunginn til blóðs með blýanti, barinn og klóraður. Foreldrarnir eru ráðþrota. 3.4.2009 04:00 Íslendingar fyrstir á lappir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar á fundi viðskiptanefndar í gær og sagði útlit fyrir að hún myndi rísa fyrr en aðrar þjóðir upp úr kreppunni. 3.4.2009 04:00 Skölluðu og spörkuðu Lögreglustjórinn á Selfossi hefur ákært tvo menn fyrir líkamsárásir. Öðrum mannanna er gefið að sök að hafa skallað mann á Draugabarnum á Stokkseyri í ágúst á síðasta ári. Fórnarlambið hlaut talsverða áverka í andliti 3.4.2009 03:45 Samkeppniseftirlit getur flýtt fyrir endurreisninni Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir dæmin sanna að ástæða sé til að styrkja samkeppnisyfirvöld á tímum efnahagsþrenginga. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill fjölga starfsmönnum úr tuttugu í þrjátíu. 3.4.2009 03:45 Lögreglan leitar enn að Belganum - ekki talinn hættulegur Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn af Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gömlum Belga, sem handtekinn var í Leifsstöði í dag grunaður um smygl á fíkniefnum. Hann komst undan lögreglumönnum í handjárnum þegar verið var að færa hann á Heilbrigðisstofun Suðurnesja, að sögn varðstjóra lögreglunnar. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. 2.4.2009 22:25 Ánægðir með niðurstöðu leiðtogafundarins Leiðtogar 20 stærstu iðnvelda heims samþykktu í dag að koma efnahagskerfi heimsins aftur í gang með því að leggja í það eittþúsund milljarða dollara. Forystumenn Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands voru allir ánægðir að fundi loknum. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnaði samþykktinni og sagði um að tímamótasamning væri að ræða. 2.4.2009 23:35 Gefa ný krabbameinslyf fyrsta árið á Íslandsmarkaði Actavis hefur ákveðið að færa íslenskum sjúkrastofnunum gjöf í tilefni þess að fyrstu krabbameinslyf félagsins á stungulyfjaformi eru nú aðgengileg á Íslandi. Mun Actavis afhenda sjúkrastofnununum ársbirgðir af fimm tilteknum krabbameinslyfjum endurgjaldslaust, að fram kemur í tilkynningu. Verðmæti gjafarinnar er metið um 13til15 milljónir íslenskra króna. 2.4.2009 22:32 Leita leiða til að tryggja rekstur Strætós Eigendur og stjórnendur Strætó bs. ætla að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtæksins, segir Jórunn Frímannsdóttir stjórnarformaður Strætó bs. „Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir þjónustuna en núna og við munum leita allra leiða til að koma í veg fyrir frekari skerðingu á þjónustunni.“ 2.4.2009 21:45 Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. 2.4.2009 21:02 Telja Íslendinga brjóta alþjóðasamninga Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að áform Íslendinga um auknar veiðar á makríl brjóti alþjóðasamninga sem eigi að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna. Framkvæmdastjórnin telur að fyrirætlun Íslendinga vinni gegn frekari uppbyggingu á makrílstofninum. 2.4.2009 19:55 „Við getum alveg eins skilið barnið okkar eftir á umferðareyju“ Sex ára drengur hefur orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu skólabróður síns í Hamraskóla í Grafarvogi, meðal annars verið barinn og stunginn með oddhvössum blýanti. Faðir drengsins segir skólastjórnendur hafa brugðist. 2.4.2009 18:36 Lögreglan lýsir eftir manni Lögreglan á Suðurnesjum lýsir manni sem slapp úr haldi lögreglunnar fyrr í dag. Hann er talinn vera í felum í Reykjanesbæ. Maðurinn er fæddur 1988, klæddur í bláar gallabuxur, brúna mokka úlpu og dökka skyrta. Hann er svarthærður með brún augu. Við leit á manninum í dag setti lögregla meðal annars upp vegatálma í grennd við Reykjanesbæ. 2.4.2009 19:27 Yfirtaka eignir svikahrappsins Madoffs Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú hafist handa við að yfirtaka eignir svikahrappsins Bernards Madoffs. Þegar er búið að leggja hald á snekkju Madoffs sem er mikil listasmíði frá árinu 1969. Hún er metin á um 260 milljónir króna. Minni bátur var hirtur í leiðinni. 2.4.2009 19:23 Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2.4.2009 19:05 Agnes: FME rannsaki bankamenn frekar en blaðamenn Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að Fjármálaeftirlitið ætti fremur að rannsaka bankamenn en þá sem fjalla um þá. Fjármálaeftirlitið telur að hún og annar blaðamaður Morgunblaðsins hafi brotið gegn bankaleynd. Eftirlitið átti sjálft frumkvæði að málinu. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir þetta tilraun til að kúga blaðamenn til þagnar. 2.4.2009 18:55 Olíuskattar Íslands draga úr áhuga á Drekaútboðinu Áformuð skattheimta íslenskra stjórnvalda af olíuvinnslu hrekur olíufélög frá því að taka þátt í Drekaútboðinu. Þetta segir forstjóri norsks olíufélags sem spáir því að umsækjendur verði teljandi á fingrum annarrar handar þegar fresturinn rennur út þann 15. maí. 2.4.2009 18:45 Vinstri grænir eru enn næst stærstir Vinstrihreyfingin - grænt framboð er enn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Sem fyrr mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins. 2.4.2009 18:21 Ung vinstri græn vilja sumarannir Ung vinstri græn hvetja menntamálaráðherra til að beita sér fyrir því að sem flestir háskólar bjóði upp á sumarannir á komandi sumri. Einnig leggja Ung vinstri græn til að skólagjöld fyrir sumarnám á framhaldsskólastigi verði afnumin. 2.4.2009 18:11 Hægt að samþykja frumvarp um persónukjör Lögfræðingar telja að ekki þurfi aukin meirihluta þingmanna til að breyta ákvæðum kosningalaga er lúta að persónukjöri. Áður hefur komið fram í áliti lögfræðings Alþingis um að atkvæði 2/3 hluta þingmanna þurfi til að breyta lögunum. Tekist hefur verið á um málið undanfarna daga, meðal annars í sölum Alþingis. 2.4.2009 18:05 Bjóða upp á ókeypis tannlækningar Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman og bjóða barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör upp á ókeypis tannlæknaþjónustu fjórar laugardaga í apríl og maí. 2.4.2009 17:31 Sýknuð af ákæru um umboðssvik Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann sem hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir umboðsvik. Héraðsdómur hafi fundið manninn sekan um að hafa misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis. 2.4.2009 17:12 Setuverkfalli stúdenta lokið Setuverkfalli stúdenta í Háskóla Íslands lauk nú fyrir stundu, skömmu eftir að Háskólaráðsfundi var slitið. Í tilkynningu frá stúdentafélaginu Röskvu segir að á fundi Háskólaráðs hafi verið ákveðið að rektor Háskóla Íslands myndi funda með menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, á morgun og að einnig yrði boðaður fundur með rektor, fulltrúum stúdenta og menntamálaráðuneytinu strax eftir helgi. 2.4.2009 17:05 Fjögurra ára fangelsisdómur Annþórs staðfestur í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Tómasi Kristjánssyni. Þeir voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman, ásamt tveimur öðurm, að innflutningi á rúmu fjögurra og hálfu kílói af amfetamíni og rúmu hálfu kílói af kókaíni frá Þýskalandi til Íslands. 2.4.2009 16:51 Stúdentar enn í setuverkfalli - bíða eftir að fundi háskólaráðs ljúki Stúdentar sem hófu setuverkfall í morgun í Háskóla Íslands til þess að þrýsta á skólayfirvöld um að taka upp sumarannir við Háskólann sitja enn sem fastast og bíða þess að háskólaráð ljúki fundarhöldum sínum um málið. Í yfirlýsingu frá stúdentum segir að krafan um sumarannir hafi verið uppi í lengri tíma en að engin skýr svör hafi borist frá yfirvöldum. 2.4.2009 16:17 Um 42% kvenna sæta ofbeldi Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhvern tíma á ævinni frá 16 ára aldri. Með ofbeldi er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan. 2.4.2009 16:03 Umsagnaraðilum stillt upp við vegg Umsagnaraðilum um frumvarp um breytingar á stjórnskipunarlögum var stillt upp við vegg vegna tímaskorts, að sögn Björns Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 2.4.2009 15:45 Tónlistarhús tilbúið 2011 - kostar 14,5 milljarða króna Stefnt er að því að taka Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í notkun í apríl 2011. Í tilkynningu frá Austurhöfn-TR kemur fram að framhald verkefnisins hafi verið tryggt með því Austurhöfn-TR hafi eignast 2.4.2009 15:31 Í fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Þrír karlmenn voru dæmdir fyrir innflutning á fíkniefnum í hérðasdómi Reykjaness í morgun. Einn mannanna hlaut fimm mánaða fangelsisdóm, annar fjögurra mánaða og sá þriðji sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Um var að ræða innflutning á rúmu kílói af maríjúana sem mönnum mátti vera ljóst að væru til sölu hér á landi samvkæmt ákæru. 2.4.2009 15:24 Arnór, Már og Þorvaldur á meðal umsækjenda í Seðlabankanum Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þorvaldur Gylfason eru á meðal þeirra hagfræðinga sem sækja um stöðu Seðlabankastjóra. Listi yfir umsækjendur var birtur í dag en umsóknarfrestur rann út 31. mars 2.4.2009 15:10 Gagnrýnir laun Evu Joly Kristján Þór Júlíusson segir að með samkomulagi sem ríkisstjórnin gerði við Evu Joly hafi ríkið tekið nýja launastefnu. Hún fái greiddar 325 þúsund krónur á dag. 2.4.2009 14:20 Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. 2.4.2009 14:09 Lögreglan leitar að Karen Lind Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Karen Lind Sigurpálsdóttur 14 ára sem fór frá heimili sínu að morgni 31.mars. 2.4.2009 13:03 Gagnrýni á óvandaða málsmeðferð Stjórnarskráin er grundvöllur stjórnskipulags íslenska lýðveldisins. Hún mælir annarsvegar fyrir um reglur er fjalla um vald handhafa ríkisvalds, þ.e. löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, og hinsvegar um mannréttindi borgaranna og þær takmarkanir og skyldur sem hvíla á handhöfum ríkisvalds gagnvart almenningi í landinu. 2.4.2009 13:03 Tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás Gytis Kepalas, var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag fyrir líkamsárás og þann 5. október síðastliðinn. Kepalas réðst að 69 ára gömlum manni í húsasundi gegnt Laugavegi 49 í Reykjavík ásamt öðrum manni, sló hann nokkrum sinnum í andlitið þannig að hann féll í jörðina og tók af honum seðlaveski með 100 þúsund krónum og farsíma. Maðurinn særðist í andliti og á brjóstkassa. 2.4.2009 12:59 Söng í ræðustól á Alþingi - myndband Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur sífellt á óvart. Hann hefur stjórnað brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjölda mörg ár og svo virðist sem hann hafi fært það hlutverk sinn inn á Alþingi. Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi kvað Árni sér hljóðs í umræðum um endrugreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þar sem hann söng lítinn lagstúf. 2.4.2009 12:42 Sjá næstu 50 fréttir
Fallast ekki á valdaafsal Alþingis Hart var tekist á um breytingar á stjórnarskránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær. Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu formaður og varaformaður flokksins gærdaginn á að útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögðust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórnmálanna. 3.4.2009 04:30
Eldsneyti sett á eldflaugina Norður-Kóreumenn hafa byrjað að setja eldsneyti á eldflaug sem þeir áforma að skjóta út yfir Kyrrahaf á næstunni. Þetta fullyrðir Bandaríkjaher. Hægt er að skjóta eldflauginni á loft þremur til fjórum dögum eftir að byrjað er að dæla á hana eldsneyti. 3.4.2009 04:30
Tími skattaskjóla og bankaleyndar liðinn Leiðtogar stærstu efnahagsvelda veraldar hafa samþykkt að verja ríflega þúsund milljörðum dala til hjálpar þjóðum í vanda vegna heimskreppunnar. 3.4.2009 04:30
Bretar hefðu gripið til aðgerða gagnvart Straumi Viðskiptanefnd krafðist skýringar á því af hverju sumum fjármálastofnunum er veitt lán á meðan aðrar eru teknar yfir. Jón Magnússon telur skýringuna þá að hagsmunir innistæðueigenda eins og Íbúðalánasjóðs hafi ráðið. 3.4.2009 04:15
Erlendir aðilar verji krónum innanlands Viðræður hafa staðið yfir síðan fyrir áramót um leiðir til að vinda ofan af krónustöðum erlendra aðila í Seðlabankanum. 3.4.2009 04:15
Hlaupið hátt í 200 kílómetra Ofurhlauparanum Ágústi Kvaran gengur vel í eyðimerkurmaraþoninu í Sahara. Hann er búinn að ljúka tveimur 30-40 kílómetra hlaupum og í fyrradag var lengsti hluti hlaupsins, rúmlega tvöfalt maraþonhlaup. Hlaupið átti að vera upp á 80,5 kílómetra en var lengt í 91 kílómetra. Hann tók þessa vegalengd á 14 klukkustundum og þremur korterum og er í 128. sæti í hlaupinu eftir þrjá fyrstu dagana. 3.4.2009 04:15
Með maríjúana og rafbyssu Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið. Sakarefnin voru umferðarlaga- og fíkniefnabrot. 3.4.2009 04:00
Földu fíkiefnin í niðursuðudós Þrír karlmenn hafa verið dæmdir fyrir tilraun til að smygla inn í landið rúmu kílói af maríjúana í niðursuðudósum. 3.4.2009 04:00
Ekki misnota stæði fatlaðra „Fatlaðir eiga sama rétt til aðgengis og annað fólk og því er mikilvægt að þessi mál séu í sem besta lagi,“ segir í tilmælum Umferðarráðs til sveitarfélaga og umferðaryfirvalda um að bæta merkingar og aðgengi á bílastæðum fatlaðra. 3.4.2009 04:00
Óttast mótmæli hjá atvinnulausum „Ég er smeykur um að við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Gísli Jökull Gíslason, ritstjóri Lögreglublaðsins, um mótmæli á Íslandi. 3.4.2009 04:00
Sex ára drengur var stunginn og barinn Sex ára drengur sem verið hefur í Hamraskóla í Grafarvogi frá áramótum hefur orðið fyrir hrottalegu einelti af hendi jafnaldra síns. Drengurinn hefur verið stunginn til blóðs með blýanti, barinn og klóraður. Foreldrarnir eru ráðþrota. 3.4.2009 04:00
Íslendingar fyrstir á lappir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar á fundi viðskiptanefndar í gær og sagði útlit fyrir að hún myndi rísa fyrr en aðrar þjóðir upp úr kreppunni. 3.4.2009 04:00
Skölluðu og spörkuðu Lögreglustjórinn á Selfossi hefur ákært tvo menn fyrir líkamsárásir. Öðrum mannanna er gefið að sök að hafa skallað mann á Draugabarnum á Stokkseyri í ágúst á síðasta ári. Fórnarlambið hlaut talsverða áverka í andliti 3.4.2009 03:45
Samkeppniseftirlit getur flýtt fyrir endurreisninni Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir dæmin sanna að ástæða sé til að styrkja samkeppnisyfirvöld á tímum efnahagsþrenginga. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill fjölga starfsmönnum úr tuttugu í þrjátíu. 3.4.2009 03:45
Lögreglan leitar enn að Belganum - ekki talinn hættulegur Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn af Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gömlum Belga, sem handtekinn var í Leifsstöði í dag grunaður um smygl á fíkniefnum. Hann komst undan lögreglumönnum í handjárnum þegar verið var að færa hann á Heilbrigðisstofun Suðurnesja, að sögn varðstjóra lögreglunnar. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. 2.4.2009 22:25
Ánægðir með niðurstöðu leiðtogafundarins Leiðtogar 20 stærstu iðnvelda heims samþykktu í dag að koma efnahagskerfi heimsins aftur í gang með því að leggja í það eittþúsund milljarða dollara. Forystumenn Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands voru allir ánægðir að fundi loknum. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnaði samþykktinni og sagði um að tímamótasamning væri að ræða. 2.4.2009 23:35
Gefa ný krabbameinslyf fyrsta árið á Íslandsmarkaði Actavis hefur ákveðið að færa íslenskum sjúkrastofnunum gjöf í tilefni þess að fyrstu krabbameinslyf félagsins á stungulyfjaformi eru nú aðgengileg á Íslandi. Mun Actavis afhenda sjúkrastofnununum ársbirgðir af fimm tilteknum krabbameinslyfjum endurgjaldslaust, að fram kemur í tilkynningu. Verðmæti gjafarinnar er metið um 13til15 milljónir íslenskra króna. 2.4.2009 22:32
Leita leiða til að tryggja rekstur Strætós Eigendur og stjórnendur Strætó bs. ætla að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtæksins, segir Jórunn Frímannsdóttir stjórnarformaður Strætó bs. „Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir þjónustuna en núna og við munum leita allra leiða til að koma í veg fyrir frekari skerðingu á þjónustunni.“ 2.4.2009 21:45
Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. 2.4.2009 21:02
Telja Íslendinga brjóta alþjóðasamninga Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að áform Íslendinga um auknar veiðar á makríl brjóti alþjóðasamninga sem eigi að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna. Framkvæmdastjórnin telur að fyrirætlun Íslendinga vinni gegn frekari uppbyggingu á makrílstofninum. 2.4.2009 19:55
„Við getum alveg eins skilið barnið okkar eftir á umferðareyju“ Sex ára drengur hefur orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu skólabróður síns í Hamraskóla í Grafarvogi, meðal annars verið barinn og stunginn með oddhvössum blýanti. Faðir drengsins segir skólastjórnendur hafa brugðist. 2.4.2009 18:36
Lögreglan lýsir eftir manni Lögreglan á Suðurnesjum lýsir manni sem slapp úr haldi lögreglunnar fyrr í dag. Hann er talinn vera í felum í Reykjanesbæ. Maðurinn er fæddur 1988, klæddur í bláar gallabuxur, brúna mokka úlpu og dökka skyrta. Hann er svarthærður með brún augu. Við leit á manninum í dag setti lögregla meðal annars upp vegatálma í grennd við Reykjanesbæ. 2.4.2009 19:27
Yfirtaka eignir svikahrappsins Madoffs Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú hafist handa við að yfirtaka eignir svikahrappsins Bernards Madoffs. Þegar er búið að leggja hald á snekkju Madoffs sem er mikil listasmíði frá árinu 1969. Hún er metin á um 260 milljónir króna. Minni bátur var hirtur í leiðinni. 2.4.2009 19:23
Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2.4.2009 19:05
Agnes: FME rannsaki bankamenn frekar en blaðamenn Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að Fjármálaeftirlitið ætti fremur að rannsaka bankamenn en þá sem fjalla um þá. Fjármálaeftirlitið telur að hún og annar blaðamaður Morgunblaðsins hafi brotið gegn bankaleynd. Eftirlitið átti sjálft frumkvæði að málinu. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir þetta tilraun til að kúga blaðamenn til þagnar. 2.4.2009 18:55
Olíuskattar Íslands draga úr áhuga á Drekaútboðinu Áformuð skattheimta íslenskra stjórnvalda af olíuvinnslu hrekur olíufélög frá því að taka þátt í Drekaútboðinu. Þetta segir forstjóri norsks olíufélags sem spáir því að umsækjendur verði teljandi á fingrum annarrar handar þegar fresturinn rennur út þann 15. maí. 2.4.2009 18:45
Vinstri grænir eru enn næst stærstir Vinstrihreyfingin - grænt framboð er enn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Sem fyrr mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins. 2.4.2009 18:21
Ung vinstri græn vilja sumarannir Ung vinstri græn hvetja menntamálaráðherra til að beita sér fyrir því að sem flestir háskólar bjóði upp á sumarannir á komandi sumri. Einnig leggja Ung vinstri græn til að skólagjöld fyrir sumarnám á framhaldsskólastigi verði afnumin. 2.4.2009 18:11
Hægt að samþykja frumvarp um persónukjör Lögfræðingar telja að ekki þurfi aukin meirihluta þingmanna til að breyta ákvæðum kosningalaga er lúta að persónukjöri. Áður hefur komið fram í áliti lögfræðings Alþingis um að atkvæði 2/3 hluta þingmanna þurfi til að breyta lögunum. Tekist hefur verið á um málið undanfarna daga, meðal annars í sölum Alþingis. 2.4.2009 18:05
Bjóða upp á ókeypis tannlækningar Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman og bjóða barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör upp á ókeypis tannlæknaþjónustu fjórar laugardaga í apríl og maí. 2.4.2009 17:31
Sýknuð af ákæru um umboðssvik Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann sem hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir umboðsvik. Héraðsdómur hafi fundið manninn sekan um að hafa misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis. 2.4.2009 17:12
Setuverkfalli stúdenta lokið Setuverkfalli stúdenta í Háskóla Íslands lauk nú fyrir stundu, skömmu eftir að Háskólaráðsfundi var slitið. Í tilkynningu frá stúdentafélaginu Röskvu segir að á fundi Háskólaráðs hafi verið ákveðið að rektor Háskóla Íslands myndi funda með menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, á morgun og að einnig yrði boðaður fundur með rektor, fulltrúum stúdenta og menntamálaráðuneytinu strax eftir helgi. 2.4.2009 17:05
Fjögurra ára fangelsisdómur Annþórs staðfestur í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Tómasi Kristjánssyni. Þeir voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman, ásamt tveimur öðurm, að innflutningi á rúmu fjögurra og hálfu kílói af amfetamíni og rúmu hálfu kílói af kókaíni frá Þýskalandi til Íslands. 2.4.2009 16:51
Stúdentar enn í setuverkfalli - bíða eftir að fundi háskólaráðs ljúki Stúdentar sem hófu setuverkfall í morgun í Háskóla Íslands til þess að þrýsta á skólayfirvöld um að taka upp sumarannir við Háskólann sitja enn sem fastast og bíða þess að háskólaráð ljúki fundarhöldum sínum um málið. Í yfirlýsingu frá stúdentum segir að krafan um sumarannir hafi verið uppi í lengri tíma en að engin skýr svör hafi borist frá yfirvöldum. 2.4.2009 16:17
Um 42% kvenna sæta ofbeldi Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhvern tíma á ævinni frá 16 ára aldri. Með ofbeldi er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan. 2.4.2009 16:03
Umsagnaraðilum stillt upp við vegg Umsagnaraðilum um frumvarp um breytingar á stjórnskipunarlögum var stillt upp við vegg vegna tímaskorts, að sögn Björns Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 2.4.2009 15:45
Tónlistarhús tilbúið 2011 - kostar 14,5 milljarða króna Stefnt er að því að taka Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í notkun í apríl 2011. Í tilkynningu frá Austurhöfn-TR kemur fram að framhald verkefnisins hafi verið tryggt með því Austurhöfn-TR hafi eignast 2.4.2009 15:31
Í fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Þrír karlmenn voru dæmdir fyrir innflutning á fíkniefnum í hérðasdómi Reykjaness í morgun. Einn mannanna hlaut fimm mánaða fangelsisdóm, annar fjögurra mánaða og sá þriðji sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Um var að ræða innflutning á rúmu kílói af maríjúana sem mönnum mátti vera ljóst að væru til sölu hér á landi samvkæmt ákæru. 2.4.2009 15:24
Arnór, Már og Þorvaldur á meðal umsækjenda í Seðlabankanum Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þorvaldur Gylfason eru á meðal þeirra hagfræðinga sem sækja um stöðu Seðlabankastjóra. Listi yfir umsækjendur var birtur í dag en umsóknarfrestur rann út 31. mars 2.4.2009 15:10
Gagnrýnir laun Evu Joly Kristján Þór Júlíusson segir að með samkomulagi sem ríkisstjórnin gerði við Evu Joly hafi ríkið tekið nýja launastefnu. Hún fái greiddar 325 þúsund krónur á dag. 2.4.2009 14:20
Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. 2.4.2009 14:09
Lögreglan leitar að Karen Lind Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Karen Lind Sigurpálsdóttur 14 ára sem fór frá heimili sínu að morgni 31.mars. 2.4.2009 13:03
Gagnrýni á óvandaða málsmeðferð Stjórnarskráin er grundvöllur stjórnskipulags íslenska lýðveldisins. Hún mælir annarsvegar fyrir um reglur er fjalla um vald handhafa ríkisvalds, þ.e. löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, og hinsvegar um mannréttindi borgaranna og þær takmarkanir og skyldur sem hvíla á handhöfum ríkisvalds gagnvart almenningi í landinu. 2.4.2009 13:03
Tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás Gytis Kepalas, var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag fyrir líkamsárás og þann 5. október síðastliðinn. Kepalas réðst að 69 ára gömlum manni í húsasundi gegnt Laugavegi 49 í Reykjavík ásamt öðrum manni, sló hann nokkrum sinnum í andlitið þannig að hann féll í jörðina og tók af honum seðlaveski með 100 þúsund krónum og farsíma. Maðurinn særðist í andliti og á brjóstkassa. 2.4.2009 12:59
Söng í ræðustól á Alþingi - myndband Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur sífellt á óvart. Hann hefur stjórnað brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjölda mörg ár og svo virðist sem hann hafi fært það hlutverk sinn inn á Alþingi. Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi kvað Árni sér hljóðs í umræðum um endrugreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þar sem hann söng lítinn lagstúf. 2.4.2009 12:42