Innlent

Földu fíkiefnin í niðursuðudós

Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnunum inn í niðursuðudósum.
Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnunum inn í niðursuðudósum.

Þrír karlmenn hafa verið dæmdir fyrir tilraun til að smygla inn í landið rúmu kílói af maríjúana í niðursuðudósum.

Fíkniefnin voru í pakka sem sendur var frá Póllandi á nafngreindan einstakling í Kópavogi. Í sendingunni, sem tollgæslan hafði stöðvað við hefðbundið eftir­lit, voru sex niðursuðudósir sem virtust innihalda kjötbúðing og niðursoðna ávexti; fjögur stór súkkulaðistykki, tveir kaffi­pakkar, sjö túnfiskdósir og þrjár kökur. Við rannsókn lögreglu á dósunum fundust fíkniefnin í þeim.

Sá sem þyngsta dóminn fékk á að sitja inni í fimm mánuði. Annar mannanna á sæta fangelsi í fjóra mánuði. Sá þriðji var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra á skilorði.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×