Innlent

Setuverkfalli stúdenta lokið

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu ræðir við Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskólans.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu ræðir við Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskólans.

Setuverkfalli stúdenta í Háskóla Íslands lauk nú fyrir stundu, skömmu eftir að Háskólaráðsfundi var slitið. Í tilkynningu frá stúdentafélaginu Röskvu segir að á fundi Háskólaráðs hafi verið ákveðið að rektor Háskóla Íslands myndi funda með menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, á morgun og að einnig yrði boðaður fundur með rektor, fulltrúum stúdenta og menntamálaráðuneytinu strax eftir helgi.

„Stúdentar fagna því að skriður sé komið á málið og Háskólayfirvöld sýni stúdentum stuðning í þessu máli.Nú sé hinsvegar röðin komin að menntamálaráðuneytinu og íslenska ríkinu að sýna sinn vilja í verki en til þess að koma á sumarönnum og forða því að þúsundir stúdenta sitji eftir atvinnu- og tekjulausir í sumar þarf að veita Háskóla Íslands viðbótar fjármagn. Stúdentar standa þétt við bakið á Háskóla Íslands og munu ekki linna látum fyrr en lausn hefur komist á málið og kalla nú eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu," segir einnig.




Tengdar fréttir

Stúdentar enn í setuverkfalli - bíða eftir að fundi háskólaráðs ljúki

Stúdentar sem hófu setuverkfall í morgun í Háskóla Íslands til þess að þrýsta á skólayfirvöld um að taka upp sumarannir við Háskólann sitja enn sem fastast og bíða þess að háskólaráð ljúki fundarhöldum sínum um málið. Í yfirlýsingu frá stúdentum segir að krafan um sumarannir hafi verið uppi í lengri tíma en að engin skýr svör hafi borist frá yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×