Innlent

Lögreglan leitar enn að Belganum - ekki talinn hættulegur

Gilles Romain Chaterine Classens. Samkvæmt upplýsingum frá belgískum yfirvöldum hefur hann komið ítrekað við sögu lögreglu en er ekki eftirlýstur þar í landi.
Gilles Romain Chaterine Classens. Samkvæmt upplýsingum frá belgískum yfirvöldum hefur hann komið ítrekað við sögu lögreglu en er ekki eftirlýstur þar í landi.

Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn af Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gömlum Belga, sem handtekinn var í Leifsstöði í dag grunaður um smygl á fíkniefnum. Hann komst undan lögreglumönnum í handjárnum þegar verið var að færa hann á Heilbrigðisstofun Suðurnesja, að sögn varðstjóra lögreglunnar. Maðurinn er ekki talinn hættulegur.

Við leit á manninum setti lögregla meðal annars upp vegatálma í grennd við Reykjanesbæ. Þá hefur lögregla notið aðstoðar björgunarsveitarmanna og sporhunda við leitina.

Gilles Classens er fæddur 1988, klæddur í bláar gallabuxur, brúna úlpu og dökka skyrta. Hann er svarthærður með brún augu.

Samkvæmt upplýsingum frá belgískum yfirvöldum hefur hann komið ítrekað við sögu lögreglu en er ekki eftirlýstur þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×