Innlent

Íslendingar fyrstir á lappir

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar á fundi viðskiptanefndar í gær og sagði útlit fyrir að hún myndi rísa fyrr en aðrar þjóðir upp úr kreppunni.

„Nú er ég farinn að heyra í erlendum blaðamönnum sem horfa öfundaraugum til Íslands; það gerðist náttúrlega ekki áður," sagði hann. „Þá eru þeir einfaldlega að benda á það að við erum byrjaðir að taka á okkar málum þó að við séum ekki nándar nærri búnir að leysa öll okkar vandamál." Sagði hann að víðast hvar væru ríki ekki komin jafn langt í þessari vegferð og minnti jafnframt á auðlindir þjóðarinnar. Það væri því ýmislegt sem benti til þess að Ísland risi á lappirnar fyrr en aðrar þjóðir.- jse






Fleiri fréttir

Sjá meira


×