Innlent

Skölluðu og spörkuðu

Lögreglustjórinn á Selfossi hefur ákært tvo menn fyrir líkamsárásir. Öðrum mannanna er gefið að sök að hafa skallað mann á Draugabarnum á Stokkseyri í ágúst á síðasta ári. Fórnarlambið hlaut talsverða áverka í andliti.

Hinnum manninum er gefið að sök að hafa í fyrra ráðist á mann í Káragerði á Eyrarbakka og sparkað í andlit hans. Sá sem sparkað var í hlaut verulega áverka, meðal annars brot í augntóftarbotni. Hann gerir kröfu um ríflega 728 þúsund krónur í skaðabætur.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×