Innlent

Arnór, Már og Þorvaldur á meðal umsækjenda í Seðlabankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Átta manns sækja um stöðu seðlabankastjóra.
Átta manns sækja um stöðu seðlabankastjóra.

Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þorvaldur Gylfason eru á meðal þeirra hagfræðinga sem sækja um stöðu Seðlabankastjóra. Listi yfir umsækjendur var birtur í dag en umsóknarfrestur rann út 31. mars síðastliðinn. Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra og sextán um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra. Í fréttatilkynningu kemur fram að sérstök matsnefnd verði skipuð til að meta hæfni umsækjenda um stöðurnar í samræmi við ákvæði laganna. Ráðgert er að skipað verði í stöðurnar í maí.

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra sem uppfylla lágmarksmenntunarskilyrði laganna um háskólapróf eru eftirfarandi:

Arnór Sighvatsson, hagfræðingur.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.

Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur.

Már Guðmundsson, hagfræðingur.

Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur.

Tryggvi Pálsson, hagfræðingur.

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.

Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.

Umsækjendur um embætti aðstoðarseðlabankastjóra eru eftirfarandi:

Arnór Sighvatsson, hagfræðingur.

Baldur Pétursson, viðskiptafræðingur.

Daníel Svavarsson, hagfræðingur.

Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, þjóðréttar- og lögfræðingur.

Haukur Camillus Benediktsson, hagfræðingur.

Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur.

Jón G. Jónsson, viðskiptafræðingur.

Jón Þ. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur.

Lilja D. Alfreðsdóttir, hagfræðingur.

Lúðvík Elíasson, hagfræðingur.

Ólafur Þórisson, hagfræðingur.

Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur.

Tamara Lísa Roesel, viðskiptafræðingur

Tryggvi Pálsson, hagfræðingur

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.

Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur.

Athygli vekur að aðeins ein kona er á meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×