Innlent

Í fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning

Þrír karlmenn voru dæmdir fyrir innflutning á fíkniefnum í hérðasdómi Reykjaness í morgun. Einn mannanna hlaut fimm mánaða fangelsisdóm, annar fjögurra mánaða og sá þriðji sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Um var að ræða innflutning á rúmu kílói af maríjúana sem mönnum mátti vera ljóst að væru til sölu hér á landi samvkæmt ákæru.

Efnin voru í pakka sem sendur var hingað til lands ásamt matvælum frá Póllandi á einn af mönnunum. Annar aðili sóttu pakkann á pósthús en þá hafði lögregla skip út efnunum án vitneskju ákærða.

Sá sem fékk þyngsta dóminn var einnig með hass og amfetamín á sér þegar hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×