Fleiri fréttir Norðmenn auglýsa eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum Stærsta atvinnumiðlun Noregs, Adecco, auglýsir eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar er hjúkrunarfræðingum boðið á kynningarfund á Radisson SAS til að kynna sér málið frekar. Talað er um störf í Noregi í að minnsta kosti tvo mánuði. 28.2.2009 20:00 Samvaxnir tvíburabræður aðskildir Teymi lækna í Sádí Arabíu framkvæmdi vel heppnaða aðgerð á samvöxnu tvíburabræðrunum Hassan og Mahmoud í dag. Bræðurnir sem eru egypskir eru þeir tuttugustu og fyrstu sem gangast undir aðgerð sem þessa í landinu. 28.2.2009 20:37 Danir hafna íslendingum um félagslegar bætur Bæjaryfirvöld í Danmörku eru í síauknum mæli byrjuð að hafna beiðnum Íslendinga um félagslegar bætur. Danir vísa í samninga Evrópska efnhagssvæðisins sem eru mun strangari en þeir samningar sem eru í gildi milli Norðurlandanna. Þrjú prófmál eru nú í gangi fyrir dönskum rétti. 28.2.2009 19:15 Þvingaður til að ræna eigin útibú Írska lögreglan hefur náð aftur hluta fengs í bankaráni þar sem bankastarfsmaður var þvingaður til að ræna eigin útibú fyrir glæpagengi. Fjölskyldu hans, sem var í haldi bófanna, var hótað lífláti gerði hann það ekki. 28.2.2009 19:00 Hættir sem sveitastjóri Björn Ingimarsson, sveitastjóri Langanesbyggðar hefur náð samkomulagi við Hreppsnefnd Langanesbyggðar um að hann láti af störfum fyrir sveitarfélagið frá og með 1.mars. 28.2.2009 18:58 Eldur í nýbyggingu í Kópavogi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að nýbygginu við Hafnarbraut í Kópavogi fyrir stundu. Þar hafði komið upp smáræðis eldur en slökkviliðið þurfti að reykræsta bygginguna. 28.2.2009 18:54 Fokkervél Flugfélags Íslands flaug í gegnum gæsahóp Fokker flugvél Flugfélags Íslands dældaðist þegar hún flaug í gegnum gæsahóp yfir Öskjuhlíðinni í gær. Vélin lenti heilu á höldnu og engan sakaði. 28.2.2009 18:30 Norðmenn leiti ekki beint eftir starfsfólki hér á landi Eures atvinnumiðlanirnar á Íslandi og í Noregi hafa gert með sér heiðursmannasamkomulag, að ósk Landspítalans, um að ekki verði leitað beint eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki til starfa í Noregi, þó eftirspurnin þar sé mikil. 28.2.2009 18:30 Ótækt að bjóða fram óbreytta forystu Jón Baldvin Hannibalsson segir ótækt að Samfylkingin bjóði fram óbreytta forystu fyrir næstu kosningar. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins, gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 28.2.2009 18:30 Íhugaði alvarlega að hætta í pólitík Ingibjörg Sólrún Gísladóttir íhugaði alvarlega að hætta í pólitík vegna veikinda sem hún hefur átt við að etja í fimm mánuði. Hún hyggst hins vegar sitja áfram sem formaður samfylkingarinnar en vill að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherraefni. 28.2.2009 18:30 Tæplega fimm hundruð mótmæltu Samkvæmt upplýsingum frá Herði Torfasyni voru tæplega fimm hundruð manns á Austurvelli á mótmælafundi Radda fólksins í dag. Þetta var mótmælafundur númer tuttugu og sjö. 28.2.2009 17:37 Guðjón Arnar fær mótframboð í formanninn Guðni Halldórsson 35 ára viðskiptalögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Frjálslynda flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður í Stykkihsólmi dagana 13.-14. mars nk. Hann hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram í efsta sætið í prófkjöri Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer vikuna 2.-8. mars nk. 28.2.2009 16:29 Ásta Ragnheiður keppir við strákana Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, gefur kost á sér í 4.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Því er ljóst að hart verður barist um fjórða sætið en sá sem það hreppir mun skipa annað sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Líkt og Vísir hefur greint frá sækjast þeir Mörður Árnason, Helgi Hjörvar og Skúli Helgason einnig eftir umræddu fjórða sæti. 28.2.2009 15:57 Sumarbústaðamorð: Litháarnir neita allir sök Litháarnir fjórir sem ákærðir voru eftir að maður fannst látinn í sumarbústaðarhverfi í Grímsnesi í október á síðasta ári, neita allir sök. Einn mannanna er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem varð manninum að bana. Hinir þrír eru ákærðir fyrir að koma hinum látna ekki til aðstoðar. Mennirnir neituðu allir sök í Héraðsdómi Suðurlands í gær en aðalmeðferð í málinu fer fram 19.mars. 28.2.2009 15:37 103 í framboði hjá VG - nafnalisti Vinstri græn standa fyrir forvölum í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2009. Alls hafa 103 félagar gefið kost á sér og ljóst að aldrei hefur verið jafn mikill áhugi á að starfa með flokknum og nú. 28.2.2009 14:57 Mörður stefnir líka á fjórða sætið Mörður Árnason tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og óskar eftir kosningu í 4. sæti sem jafngildir öðru sæti á framboðslista í norður- eða suðurkjördæminu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Merði. Það er því ljóst að hann mun kljást við Helga Hjörvar og Skúla Helgason um 4.sæti listans. 28.2.2009 14:50 Fyrsti heyrnarlausi hjúkrunarfræðingurinn útskrifaður Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fór fram í Háskólabíói í dag en 367 kandídatar voru brautskráðir frá öllum deildum Háskóla Íslands að frátalinni Tannlæknadeild og Matvæla- og næringarfræðideild. Tvær heyrnarlausar konur brautskráðust frá HÍ í dag, þær Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir. 28.2.2009 14:02 Helgi í fjórða sætið Helgi Hjörvar þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 4.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Verði það niðurstaðan mun Helgi skipa annað sætið í öðru hvoru Reykjavíkrukjördæmanna í komandi kosningum. Helgi hafnaði í fimmta sæti í síðasta prófkjöri. Hann segir kröfuna um endunýjun verða að haldast í hendur við reynslu. 28.2.2009 13:06 Fer á móti Ingibjörgu í formanninn Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að bjóða sig gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfundi flokksins. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist bjóða sig fram ef Jóhanna Sigurðardóttir gerði það ekki. Hann stendur við þær yfirlýsingar og segist vera að fylgja kröfu Búsáhaldarbyltingarinnar um endurnýjun. 28.2.2009 11:56 Fjórar konur af tólf í framboði í Suðvesturkjördæmi Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er nú liðinn og hefur kjörnefnd gengið frá framboðslista í kjördæminu. Tólf frambjóðendur eru í framboði, þar af fjórar konur. Prófkjörið fer fram 14.mars. 28.2.2009 11:38 Össur fer í þriðja sætið Össur Skarphéðinsson segist í samtali við fréttastofu ætla að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í ljósi nýjustu tíðinda úr flokknum. Hann segist styðja Jóhönnu og Ingibjörgu heilshugar. 28.2.2009 11:28 Ingibjörg áfram formaður- Jóhanna forsætisráðherraefni Á blaðamannafundi sem Samfylkingin í Reykjavík boðaði núna klukkan ellefu kom fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar sér að vera áfram formaður flokksins. Hún mun hinsvegar ekki sækjast eftir fyrsta sætinu í prófkjöri flokksins. 28.2.2009 11:11 Neyðarástand vegna mikilla þurrka Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum vegna mikilla þurrka. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri, hvatti fólk og fyrirtæki í borgum og bæjum í ríkinu til að minnka vatnsneyslu og notkun um fimmtung ellegar yrði að loka fyrir vatn tímabundið. 28.2.2009 11:00 Írani skotinn til bana í Kaupmannahöfn Karlmaður af íröskum ættum var skotinn til bana í innflytjendahverfi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar ódæðismannsins og tveggja til þriggja félaga hans sem vitni segja að hafi virst vera innfæddir Danir. 28.2.2009 10:30 Leita eftir stuðningi við Ingibjörgu og Jóhönnu Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur blöðum verið dreift á fundi samfylkingarmanna sem nú stendur yfir í Reykjavík, þar sem óskað er eftir stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur. 28.2.2009 10:13 Heldur þrjátíu milljóna króna afmælisveislu Robert Mugabe, forseti Simbabve, ætlar að fagna áttatíu og fimm ára afmæli sínu með stórri veislu nú um helgina. Talið er að veislan, sem verður haldin fyrir nána vini og stuðningsmenn, kosti tvö hundruð og fimmtíu þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði nærri þrjátíu milljónum íslenskra króna. 28.2.2009 09:57 Aldísar enn leitað Lögreglan leitar enn að Aldísi Westergren sem saknað hefur verið síðan á þriðjudag. Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar til aðstoðar við leitina í gær og munu aðstoða aftur í dag. Leitað er á höfuðborgarsvæðinu. 28.2.2009 09:55 Kolfinna býður sig fram fyrir VG Kolfinna Baldvinsdóttir fjölmiðlakona, dóttir Jóns Baldvin Hannibalssonar og Bryndísar Schram, er meðal frambjóðenda í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvestur-kjördæmi. Faðir hennar hefur hins vegar boðið sig fram á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík 28.2.2009 09:46 Endaði næstum í andarpollinum Ökumaður á Akureyri varð fyrir óhappi í nótt þegar hann missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglu var hann á litlum hraða þegar hann missti vald á bílnum og endaði á tré rétt við hinn margfræga andarpoll í bænum. Ökumaðurinn slapp við meiðsli en snjór liggur yfir öllu og því nokkur hálka í bænum. Annars var nóttin róleg að sögn lögreglu fyrir utan smá pústra í miðbænum í nótt. 28.2.2009 09:39 Bandaríkjamenn fordæma hvalveiðar íslendinga Bandaríkjamenn fordæma fyrirhugaðar hvalveiðar Íslendinga í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneytið bandaríska sendi frá sér í gær. Þar er lýst yfir harðri andstöðu við þá ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar Íslands að falla ekki frá ákvörðun þeirrar sem sat þar á undan um veiðar á hundrað og fimmtíu langreyðum og hundrað hrefnum í sumar. 28.2.2009 09:24 Opið í Bláfjöllum í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað núna klukkan tíu og þar verða lyftur í gangi til klukkan fimm síðdegis. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóri skíðasvæða, er færið mjög gott. Hann segir frábært veður í Bláfjöllum og það spái góðu í dag. Frí skíðakennsla er í boði fyrir byrjendur við Bláfjallaskála milli klukkan ellefu og þrjú og einnig er boðið uppá brettakennslu. Það er hins vegar lokað í Skálafelli í dag. 28.2.2009 09:20 Forystukonur Samfylkingarinnar kynna framboðsmál flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafa boðað til fundar með fréttamönnum á morgun klukkan 11. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að fundarefnið sé framboðsmál vegna þingkosninga í vor. Fundurinn verður haldinn í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austurvöll. 27.2.2009 23:16 Hætt við sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum Fallið hefur verið frá sameiningu Helbrigðisstofnunar Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í dag eftir að hafa rætt við sveitarstjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum og framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisráðherra heimsótti í gær og dag heilbrigðisstofnanir, starfsmenn þeirra, og sveitarstjórnarmenn í Vestlendingafjórðungi. 27.2.2009 21:55 Fimmtán gefa kost á sér hjá VG í Kraganum Fimmtán manns gefa kost á sér í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi sem fer fram þann 14. mars næstkomandi. Þar af eru níu karlar og sex konur. Framboðsfrestur er útrunninn og nú er unnið að gerð kynningarbæklings um frambjóðendur. 27.2.2009 20:45 Bandarísk stjórnvöld gagnrýna fyrirhugaðar hvalveiðar Bandarísk stjórnvöld gagnrýna harðlega ákvörðun Íslendinga um að heimila veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum í yfirlýsingu sem gefin var út í dag. Um þetta er fjallað á vef Nasdaq. Þar er sagt frá því að kvótinn hafi verið gefin út til fimm ára af fyrri ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er lýst efasemdum yfir því að langreyða- og hrefnustofnarnir þoli þessa ásókn. Þá er fullyrt að ákvörðunin muni grafa undan framtíðaráætlunum Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem Ísland á aðild að. 27.2.2009 20:31 Flestir vilja að Jóhanna leiði Samfylkinguna Mun fleiri vilja að Jóhanna Sigurðardóttir leiði Samfylkinguna í næstu kosningum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. 27.2.2009 18:30 Tveir á slysadeild eftir umferðaróhapp Að minnsta kosti fjögur umferðaróhöpp hafa orðið vegna hálku frá því klukkan níu í kvöld. Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll þeirra valt á Hafnafjarðarvegi rétt eftir klukkan níu í kvöld og stuttu eftir það varð bílvelta á Gullinbrú. Þá varð umferðaróhapp á Grensásvegi og jafnframt varð óhapp á Miklubraut þegar bíll rann til í hálku og fór á staur. 27.2.2009 23:09 Fimmtán samfylkingarmenn gefa kost á sér í Kraganum Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þar af eru 7 konur og 8 karlar. Kosið verður á netinu dagana 12. -14. mars. Kosningin er bundin við félaga í Samfylkingunni og stuðningsmenn sem hafa skráð sig í síðasta lagi 10. mars klukkan sex. 27.2.2009 22:05 Björgunarsveitamenn leita Aldísar Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að gera formlega leit að 37 ára gamalli konu, Aldísi Westergren. 27.2.2009 19:30 Grímur Atlason gefur kost á sér í Norðvesturkjördæmi Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, gefur kost á sér í 1.-2. sæti í forvali Vinstri grænna, í Norðvesturkjördæmi, vegna alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi. 27.2.2009 18:22 Eldur kviknaði í bíl við Kringluna Slökkviliðið var kallað að Kringlunni nú fyrir stundu vegna elds sem kviknaði í bifreið sem var á bifreiðastæðinu þar. Ekki er vitað á þessari stundu hversu mikill eldur var í bifreiðinni. 27.2.2009 17:55 Hátt í 400 kandídatar útskrifast frá HÍ á morgun Alls útskrifast 367 kandídatar frá Háskóla Íslands á Háskólahátíð klukkan eitt á morgun. Kandídatarnir eru úr öllum deildum Háskólans að frátalinni Tannlæknadeild og Matvæla- og næringarfræðideild. Á Háskólahátíð á morgun munu tvær heyrnarlausar konur 27.2.2009 17:51 Birtir upplýsingar um fjárstyrki Anna Pála Sverrisdóttir meistaranemi í lögfræði og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík óskar ekki eftir fjárstyrkjum frá fyrirtækjum vegna framboðsins. Þá hefur hún ákveðið að birta yfirlit að prófkjöri loknu yfir þá sem styrkja hana. 27.2.2009 17:30 Fékk 10 milljónir í bætur vegna ógreiddra launabónusa Ingvar Helgason ehf. var í dag dæmt til greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins tæpar tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna launabónusa sem hann fékk ekki greidda. Í ráðningasamningi sem maðurinn gerði við fyrirtækið árið 2004 var ákvæði um að ef félagið næði 150 27.2.2009 17:13 Margrét ekki á leið í framboð Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar nú þegar Íslandshreyfingin hefur óskað eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar. 27.2.2009 17:05 Sjá næstu 50 fréttir
Norðmenn auglýsa eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum Stærsta atvinnumiðlun Noregs, Adecco, auglýsir eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar er hjúkrunarfræðingum boðið á kynningarfund á Radisson SAS til að kynna sér málið frekar. Talað er um störf í Noregi í að minnsta kosti tvo mánuði. 28.2.2009 20:00
Samvaxnir tvíburabræður aðskildir Teymi lækna í Sádí Arabíu framkvæmdi vel heppnaða aðgerð á samvöxnu tvíburabræðrunum Hassan og Mahmoud í dag. Bræðurnir sem eru egypskir eru þeir tuttugustu og fyrstu sem gangast undir aðgerð sem þessa í landinu. 28.2.2009 20:37
Danir hafna íslendingum um félagslegar bætur Bæjaryfirvöld í Danmörku eru í síauknum mæli byrjuð að hafna beiðnum Íslendinga um félagslegar bætur. Danir vísa í samninga Evrópska efnhagssvæðisins sem eru mun strangari en þeir samningar sem eru í gildi milli Norðurlandanna. Þrjú prófmál eru nú í gangi fyrir dönskum rétti. 28.2.2009 19:15
Þvingaður til að ræna eigin útibú Írska lögreglan hefur náð aftur hluta fengs í bankaráni þar sem bankastarfsmaður var þvingaður til að ræna eigin útibú fyrir glæpagengi. Fjölskyldu hans, sem var í haldi bófanna, var hótað lífláti gerði hann það ekki. 28.2.2009 19:00
Hættir sem sveitastjóri Björn Ingimarsson, sveitastjóri Langanesbyggðar hefur náð samkomulagi við Hreppsnefnd Langanesbyggðar um að hann láti af störfum fyrir sveitarfélagið frá og með 1.mars. 28.2.2009 18:58
Eldur í nýbyggingu í Kópavogi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að nýbygginu við Hafnarbraut í Kópavogi fyrir stundu. Þar hafði komið upp smáræðis eldur en slökkviliðið þurfti að reykræsta bygginguna. 28.2.2009 18:54
Fokkervél Flugfélags Íslands flaug í gegnum gæsahóp Fokker flugvél Flugfélags Íslands dældaðist þegar hún flaug í gegnum gæsahóp yfir Öskjuhlíðinni í gær. Vélin lenti heilu á höldnu og engan sakaði. 28.2.2009 18:30
Norðmenn leiti ekki beint eftir starfsfólki hér á landi Eures atvinnumiðlanirnar á Íslandi og í Noregi hafa gert með sér heiðursmannasamkomulag, að ósk Landspítalans, um að ekki verði leitað beint eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki til starfa í Noregi, þó eftirspurnin þar sé mikil. 28.2.2009 18:30
Ótækt að bjóða fram óbreytta forystu Jón Baldvin Hannibalsson segir ótækt að Samfylkingin bjóði fram óbreytta forystu fyrir næstu kosningar. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins, gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 28.2.2009 18:30
Íhugaði alvarlega að hætta í pólitík Ingibjörg Sólrún Gísladóttir íhugaði alvarlega að hætta í pólitík vegna veikinda sem hún hefur átt við að etja í fimm mánuði. Hún hyggst hins vegar sitja áfram sem formaður samfylkingarinnar en vill að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherraefni. 28.2.2009 18:30
Tæplega fimm hundruð mótmæltu Samkvæmt upplýsingum frá Herði Torfasyni voru tæplega fimm hundruð manns á Austurvelli á mótmælafundi Radda fólksins í dag. Þetta var mótmælafundur númer tuttugu og sjö. 28.2.2009 17:37
Guðjón Arnar fær mótframboð í formanninn Guðni Halldórsson 35 ára viðskiptalögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Frjálslynda flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður í Stykkihsólmi dagana 13.-14. mars nk. Hann hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram í efsta sætið í prófkjöri Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer vikuna 2.-8. mars nk. 28.2.2009 16:29
Ásta Ragnheiður keppir við strákana Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, gefur kost á sér í 4.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Því er ljóst að hart verður barist um fjórða sætið en sá sem það hreppir mun skipa annað sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Líkt og Vísir hefur greint frá sækjast þeir Mörður Árnason, Helgi Hjörvar og Skúli Helgason einnig eftir umræddu fjórða sæti. 28.2.2009 15:57
Sumarbústaðamorð: Litháarnir neita allir sök Litháarnir fjórir sem ákærðir voru eftir að maður fannst látinn í sumarbústaðarhverfi í Grímsnesi í október á síðasta ári, neita allir sök. Einn mannanna er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem varð manninum að bana. Hinir þrír eru ákærðir fyrir að koma hinum látna ekki til aðstoðar. Mennirnir neituðu allir sök í Héraðsdómi Suðurlands í gær en aðalmeðferð í málinu fer fram 19.mars. 28.2.2009 15:37
103 í framboði hjá VG - nafnalisti Vinstri græn standa fyrir forvölum í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2009. Alls hafa 103 félagar gefið kost á sér og ljóst að aldrei hefur verið jafn mikill áhugi á að starfa með flokknum og nú. 28.2.2009 14:57
Mörður stefnir líka á fjórða sætið Mörður Árnason tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og óskar eftir kosningu í 4. sæti sem jafngildir öðru sæti á framboðslista í norður- eða suðurkjördæminu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Merði. Það er því ljóst að hann mun kljást við Helga Hjörvar og Skúla Helgason um 4.sæti listans. 28.2.2009 14:50
Fyrsti heyrnarlausi hjúkrunarfræðingurinn útskrifaður Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fór fram í Háskólabíói í dag en 367 kandídatar voru brautskráðir frá öllum deildum Háskóla Íslands að frátalinni Tannlæknadeild og Matvæla- og næringarfræðideild. Tvær heyrnarlausar konur brautskráðust frá HÍ í dag, þær Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir. 28.2.2009 14:02
Helgi í fjórða sætið Helgi Hjörvar þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 4.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Verði það niðurstaðan mun Helgi skipa annað sætið í öðru hvoru Reykjavíkrukjördæmanna í komandi kosningum. Helgi hafnaði í fimmta sæti í síðasta prófkjöri. Hann segir kröfuna um endunýjun verða að haldast í hendur við reynslu. 28.2.2009 13:06
Fer á móti Ingibjörgu í formanninn Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að bjóða sig gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfundi flokksins. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist bjóða sig fram ef Jóhanna Sigurðardóttir gerði það ekki. Hann stendur við þær yfirlýsingar og segist vera að fylgja kröfu Búsáhaldarbyltingarinnar um endurnýjun. 28.2.2009 11:56
Fjórar konur af tólf í framboði í Suðvesturkjördæmi Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er nú liðinn og hefur kjörnefnd gengið frá framboðslista í kjördæminu. Tólf frambjóðendur eru í framboði, þar af fjórar konur. Prófkjörið fer fram 14.mars. 28.2.2009 11:38
Össur fer í þriðja sætið Össur Skarphéðinsson segist í samtali við fréttastofu ætla að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í ljósi nýjustu tíðinda úr flokknum. Hann segist styðja Jóhönnu og Ingibjörgu heilshugar. 28.2.2009 11:28
Ingibjörg áfram formaður- Jóhanna forsætisráðherraefni Á blaðamannafundi sem Samfylkingin í Reykjavík boðaði núna klukkan ellefu kom fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar sér að vera áfram formaður flokksins. Hún mun hinsvegar ekki sækjast eftir fyrsta sætinu í prófkjöri flokksins. 28.2.2009 11:11
Neyðarástand vegna mikilla þurrka Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum vegna mikilla þurrka. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri, hvatti fólk og fyrirtæki í borgum og bæjum í ríkinu til að minnka vatnsneyslu og notkun um fimmtung ellegar yrði að loka fyrir vatn tímabundið. 28.2.2009 11:00
Írani skotinn til bana í Kaupmannahöfn Karlmaður af íröskum ættum var skotinn til bana í innflytjendahverfi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar ódæðismannsins og tveggja til þriggja félaga hans sem vitni segja að hafi virst vera innfæddir Danir. 28.2.2009 10:30
Leita eftir stuðningi við Ingibjörgu og Jóhönnu Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur blöðum verið dreift á fundi samfylkingarmanna sem nú stendur yfir í Reykjavík, þar sem óskað er eftir stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur. 28.2.2009 10:13
Heldur þrjátíu milljóna króna afmælisveislu Robert Mugabe, forseti Simbabve, ætlar að fagna áttatíu og fimm ára afmæli sínu með stórri veislu nú um helgina. Talið er að veislan, sem verður haldin fyrir nána vini og stuðningsmenn, kosti tvö hundruð og fimmtíu þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði nærri þrjátíu milljónum íslenskra króna. 28.2.2009 09:57
Aldísar enn leitað Lögreglan leitar enn að Aldísi Westergren sem saknað hefur verið síðan á þriðjudag. Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar til aðstoðar við leitina í gær og munu aðstoða aftur í dag. Leitað er á höfuðborgarsvæðinu. 28.2.2009 09:55
Kolfinna býður sig fram fyrir VG Kolfinna Baldvinsdóttir fjölmiðlakona, dóttir Jóns Baldvin Hannibalssonar og Bryndísar Schram, er meðal frambjóðenda í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvestur-kjördæmi. Faðir hennar hefur hins vegar boðið sig fram á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík 28.2.2009 09:46
Endaði næstum í andarpollinum Ökumaður á Akureyri varð fyrir óhappi í nótt þegar hann missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglu var hann á litlum hraða þegar hann missti vald á bílnum og endaði á tré rétt við hinn margfræga andarpoll í bænum. Ökumaðurinn slapp við meiðsli en snjór liggur yfir öllu og því nokkur hálka í bænum. Annars var nóttin róleg að sögn lögreglu fyrir utan smá pústra í miðbænum í nótt. 28.2.2009 09:39
Bandaríkjamenn fordæma hvalveiðar íslendinga Bandaríkjamenn fordæma fyrirhugaðar hvalveiðar Íslendinga í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneytið bandaríska sendi frá sér í gær. Þar er lýst yfir harðri andstöðu við þá ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar Íslands að falla ekki frá ákvörðun þeirrar sem sat þar á undan um veiðar á hundrað og fimmtíu langreyðum og hundrað hrefnum í sumar. 28.2.2009 09:24
Opið í Bláfjöllum í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað núna klukkan tíu og þar verða lyftur í gangi til klukkan fimm síðdegis. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóri skíðasvæða, er færið mjög gott. Hann segir frábært veður í Bláfjöllum og það spái góðu í dag. Frí skíðakennsla er í boði fyrir byrjendur við Bláfjallaskála milli klukkan ellefu og þrjú og einnig er boðið uppá brettakennslu. Það er hins vegar lokað í Skálafelli í dag. 28.2.2009 09:20
Forystukonur Samfylkingarinnar kynna framboðsmál flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafa boðað til fundar með fréttamönnum á morgun klukkan 11. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að fundarefnið sé framboðsmál vegna þingkosninga í vor. Fundurinn verður haldinn í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austurvöll. 27.2.2009 23:16
Hætt við sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum Fallið hefur verið frá sameiningu Helbrigðisstofnunar Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í dag eftir að hafa rætt við sveitarstjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum og framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisráðherra heimsótti í gær og dag heilbrigðisstofnanir, starfsmenn þeirra, og sveitarstjórnarmenn í Vestlendingafjórðungi. 27.2.2009 21:55
Fimmtán gefa kost á sér hjá VG í Kraganum Fimmtán manns gefa kost á sér í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi sem fer fram þann 14. mars næstkomandi. Þar af eru níu karlar og sex konur. Framboðsfrestur er útrunninn og nú er unnið að gerð kynningarbæklings um frambjóðendur. 27.2.2009 20:45
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna fyrirhugaðar hvalveiðar Bandarísk stjórnvöld gagnrýna harðlega ákvörðun Íslendinga um að heimila veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum í yfirlýsingu sem gefin var út í dag. Um þetta er fjallað á vef Nasdaq. Þar er sagt frá því að kvótinn hafi verið gefin út til fimm ára af fyrri ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er lýst efasemdum yfir því að langreyða- og hrefnustofnarnir þoli þessa ásókn. Þá er fullyrt að ákvörðunin muni grafa undan framtíðaráætlunum Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem Ísland á aðild að. 27.2.2009 20:31
Flestir vilja að Jóhanna leiði Samfylkinguna Mun fleiri vilja að Jóhanna Sigurðardóttir leiði Samfylkinguna í næstu kosningum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. 27.2.2009 18:30
Tveir á slysadeild eftir umferðaróhapp Að minnsta kosti fjögur umferðaróhöpp hafa orðið vegna hálku frá því klukkan níu í kvöld. Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll þeirra valt á Hafnafjarðarvegi rétt eftir klukkan níu í kvöld og stuttu eftir það varð bílvelta á Gullinbrú. Þá varð umferðaróhapp á Grensásvegi og jafnframt varð óhapp á Miklubraut þegar bíll rann til í hálku og fór á staur. 27.2.2009 23:09
Fimmtán samfylkingarmenn gefa kost á sér í Kraganum Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þar af eru 7 konur og 8 karlar. Kosið verður á netinu dagana 12. -14. mars. Kosningin er bundin við félaga í Samfylkingunni og stuðningsmenn sem hafa skráð sig í síðasta lagi 10. mars klukkan sex. 27.2.2009 22:05
Björgunarsveitamenn leita Aldísar Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að gera formlega leit að 37 ára gamalli konu, Aldísi Westergren. 27.2.2009 19:30
Grímur Atlason gefur kost á sér í Norðvesturkjördæmi Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, gefur kost á sér í 1.-2. sæti í forvali Vinstri grænna, í Norðvesturkjördæmi, vegna alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi. 27.2.2009 18:22
Eldur kviknaði í bíl við Kringluna Slökkviliðið var kallað að Kringlunni nú fyrir stundu vegna elds sem kviknaði í bifreið sem var á bifreiðastæðinu þar. Ekki er vitað á þessari stundu hversu mikill eldur var í bifreiðinni. 27.2.2009 17:55
Hátt í 400 kandídatar útskrifast frá HÍ á morgun Alls útskrifast 367 kandídatar frá Háskóla Íslands á Háskólahátíð klukkan eitt á morgun. Kandídatarnir eru úr öllum deildum Háskólans að frátalinni Tannlæknadeild og Matvæla- og næringarfræðideild. Á Háskólahátíð á morgun munu tvær heyrnarlausar konur 27.2.2009 17:51
Birtir upplýsingar um fjárstyrki Anna Pála Sverrisdóttir meistaranemi í lögfræði og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík óskar ekki eftir fjárstyrkjum frá fyrirtækjum vegna framboðsins. Þá hefur hún ákveðið að birta yfirlit að prófkjöri loknu yfir þá sem styrkja hana. 27.2.2009 17:30
Fékk 10 milljónir í bætur vegna ógreiddra launabónusa Ingvar Helgason ehf. var í dag dæmt til greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins tæpar tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna launabónusa sem hann fékk ekki greidda. Í ráðningasamningi sem maðurinn gerði við fyrirtækið árið 2004 var ákvæði um að ef félagið næði 150 27.2.2009 17:13
Margrét ekki á leið í framboð Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar nú þegar Íslandshreyfingin hefur óskað eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar. 27.2.2009 17:05