Innlent

Hættir sem sveitastjóri

Björn Ingimarsson
Björn Ingimarsson

Björn Ingimarsson, sveitastjóri Langanesbyggðar hefur náð samkomulagi við Hreppsnefnd Langanesbyggðar um að hann láti af störfum fyrir sveitarfélagið frá og með 1.mars.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvita hreppsins. Þar segir að Björn hafi í hyggju að snúa til starfa á nýjum vettvangi, en hann tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

„Birni er þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og er honum óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×