Erlent

Neyðarástand vegna mikilla þurrka

Arnold Schwarzenegger
Arnold Schwarzenegger

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum vegna mikilla þurrka. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri, hvatti fólk og fyrirtæki í borgum og bæjum í ríkinu til að minnka vatnsneyslu og notkun um fimmtung ellegar yrði að loka fyrir vatn tímabundið.

Ríkisstjórinn sagði vatnskerfið hannað til að þjónusta átján milljón íbúa en nú væru þeir þrjátíu og átta milljónir í Kaliforníu.

Kerfið yrði að endurhanna en það er talið geta reynst erfitt að fjármagna nú þegar Kalifornía eigi við mikla efnahagserfiðleika að etja. Miklir þurrkar hafa verið í Kaliforníu á síðustu þremur árum og vatnsbirgðir ekki minni síðan 1992.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×