Erlent

Heldur þrjátíu milljóna króna afmælisveislu

Robert Mugabe
Robert Mugabe

Robert Mugabe, forseti Simbabve, ætlar að fagna áttatíu og fimm ára afmæli sínu með stórri veislu nú um helgina. Talið er að veislan, sem verður haldin fyrir nána vini og stuðningsmenn, kosti tvö hundruð og fimmtíu þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði nærri þrjátíu milljónum íslenskra króna.

Veislan er haldin aðeins örfáum dögum eftir að ný þjóðstjórn Simbabve bað önnur Afríkulönd um tvo milljarða dala í stuðning vegna efnahagshruns og skæðra smitsjúkdóma sem hafa dregið mörg þúsund Simbabvebúa til dauða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×