Erlent

Bandaríkjamenn fordæma hvalveiðar íslendinga

Bandaríkjamenn fordæma fyrirhugaðar hvalveiðar Íslendinga í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneytið bandaríska sendi frá sér í gær. Þar er lýst yfir harðri andstöðu við þá ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar Íslands að falla ekki frá ákvörðun þeirrar sem sat þar á undan um veiðar á hundrað og fimmtíu langreyðum og hundrað hrefnum í sumar.

Bandaríkjamenn hafi áhyggur af því að stofnarnir séu ekki nægilega stórir til að þola slíkar veiðar. Auk þess geti þessi ákvörðun orðið til að grafa undan frekari viðræðum um framtíð Alþjóða hvalveiðiráðsins sem nú standi yfir.

Bandarísk stjórnvöld hvetji því þau íslensku til að endurskoða ákvörðun sína svo vernda megi hvalastofna til lengri tíma frekar en að þjóna skammtímahagsmunum hvalveiðimanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×