Fleiri fréttir

Jóhanna: Aldrei verið í kortunum að ég leiði flokkinn

,,Það hefur aldrei verið í kortunum að ég fari í formannsframboð," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist styðja Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur. Jóhanna segir ótímabært að ræða hvort hún verði forsætisráðherraefni flokksins. Þá segir Jóhanna líklegt að hún gefi kost á sér til áframhaldandi þingmennsku.

Bikiníbomba ákærð í 24 liðum

Bikiníbomban Anna Nicole Grayson hefur verið ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarverk en ákæruliðirnir eru alls tuttugu og fjórir. Anna Nicole tók þátt í bombukeppninni Hawai Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum og vakti þá þjóðarathygli þegar hún var klædd í bikiní skreytt fánalitunum.

Varað við fæðubótarefni

Matvælastofnun varar við fæðubótarefninu Fortodol. Stofnunni barst tilkynning í gegnum evrópskt viðvörunarkerfi um að Fortodol innihaldi efnið Nimesulid sem er ekki heimilt í fæðubótarefnum og getur verið skaðlegt heilsu.

Geir, Þorgerður og Árni kusu ekki gegn seðlabankafrumvarpinu

Geir H. Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni Mathiesen greiddu ekki atkvæði gegn umdeildu frumvarpi um breytingar á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í gær. Þá greiddi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ekki atkvæði með frumvarpinu. Ástæðan er væntanlega sú að ekkert þeirra var viðstatt atkvæðagreiðsluna.

Hellir til sölu

Öldum saman bjó fólk í hellum. Líklega hafa þó þeir fyrstu ekki verið jafn þægilegir og huggulegir og hellirinn sem Curt og Debora Sleeper gerðu sér í Missouri í Bandaríkjunum.

Kristinn H. Gunnarsson aftur genginn í Framsókn

Skagfirski fréttamiðillinn Feykir.is staðhæfir í dag að Kristinn H. Gunnarsson sé genginn í Framsóknarflokkinn. Kristinn gekk á dögunum úr Frjálslynda flokknum eftir að hafa verið þar í tvö ár. Í samtali við Vísi vildi Kristinn hvorki játa því né neita að hann væri genginn í Framsókn en hann sagði að yfirlýsingar um málið væri að vænta síðar í dag.

Miklagljúfur 90 ára

Bandaríkjamenn halda nú upp á það að níutíu ár eru liðin síðan Miklagljúfur eða Grand Canyon var lýst þjóðgarður.

Rauðakrosshúsið standsett - óska eftir húsgögnum

Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna nú hörðum höndum við að standsetja húsnæði í Borgartúni 25 þar sem Rauðakrosshúsið tekur brátt til starfa. Þar gefst fólki kostur á að koma inn af götunni og leita sér hjálpar í þeim þrengingum sem gengið hafa yfir þjóðina. Stefnt er að því að opna í næstu viku en Rauði krossinn auglýsir nú eftir góðhjörtuðum einstaklingum sem eru í aðstöðu til þess að láta húsinu í té skrifstofubúnað og annað þess háttar.

Pund fyrir að pissa

Forstjóri lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir að félagið kunni að auka tekjur sínar með því að láta farþegana borga eitt sterlingspund fyrir að fara á klósettið.

Tilkynningar að vænta um brottflutning frá Írak

Búist er við að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynni í dag að allt nær allt bandarískt herlið verði komið heim frá Írak í ágúst á næsta ári. Þriðjungur verði eftir til að þjálfa íraska herinn.

Íslendingar ferðast meira um eigið land

Um þriggja prósenta aukning varð á fjölda gistinótta á Íslandi á milli áranna 2007 og 2008. Mesta aukningin var á Vestfjörðum, gistinóttum fækkaði aftur á móti mest á Vesturlandi. Ferðamönnum frá Afríku og Mið- og Suður-Ameríku fjölgaði hlutfallslega mest. Þetta kemur fram í gistiskýrslu Hagstofunnar fyrir árið 2008.

Stoltenberg heilsaði upp á samlanda sinn í Seðlabankanum

Samlandarnir Svein Harald Öygard, bankastjóri Seðlabanka Íslands og Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs, hittust í Seðlabankanum í morgun í kjölfar blaðamannafundar þar sem Svein Harald var kynntur til leiks sem nýr seðlabankastjóri. Stoltenberg er staddur hér á landi á árlegum fundi Norrænna forsætisráðherra.

Davíð ekki fram á Suðurlandi

„Hann gaf okkur afsvar í morgun,“ segir Þorgils Torfi Jónsson spurður hvort Davíð Oddsson ætli fram í Suðurkjördæmi. Eftir að ljóst var að frumvarp um Seðlabanka Íslands yrði samþykkt var byrjað að undirbúa hugsanlegt framboð Davíðs í Suðurkjördæmi.

Þrefalt fleiri vilja Jóhönnu frekar en Ingibjörgu

Rúmlega þrefalt fleiri vilja að að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leiði Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum, en að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins geri það, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins.

Lúðvík ætlar að bjóða sig fram til Alþingis

Lúðvík Geirsson ætlar að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Lúðvík er bæjarstjóri Hafnarfjarðar en Samfylkingin hefur haldið hreinum meirihluta í bænum í tvö kjörtimabil.

Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna

Stjórn Íslandshreyfingarinnar hefur samþykkt að hreyfingin óski eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar og heiti henni fullum stuðningi í komandi kosningum. Stjórnin skorar á fylgismenn Íslandshreyfingarinnar að ljá þessu máli stuðning sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst.

Ellefu vilja á þing fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Ellefu hafa gefið kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar vorið 2009. Prófkjörið verður rafrænt og hefst á hádegi föstudaginn 6. mars og líkur sunnudaginn 8. mars. Niðurstöður liggja líklega fyrir klukkan 18 sama dag.

Borgarahreyfingin kynnir helstu stefnumál sín

Borgarahreyfingin, nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hyggst kynna framboð hreyfingarinnar og helstu stefnumál á fundi með blaðamönnum í dag. Fram kemur í tilkynningu að framboðið sé nýtt stjórnmálaafl fólks sem hafi það að megin markmiði að knýja fram breytingar á lýðræðis- og stjórnskipan hér landi.

Ómar og Margrét funduðu með Samfylkingunni um bandalag

Forystumenn Íslandshreyfingarinnar funduðu í gær með framkvæmdastjóra og gjaldkera Samfylkingarinnar um hugsanlegt samstarf. ,,Fimm prósent þröskuldurinn hefur gríðarleg áhrif á landslag minni flokkanna og við höfum verið að kanna hvort það sé flötur að við verðum í kosningabandalagi við eitthvað að öðrum framboðum," segir Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar.

Sumarbústaðamorð tekið fyrir í dag

Mál fjögurra Litháa sem hafa verið ákærðir fyrir að verða manni að bana í sumarbústaðahverfi í Grímsnesi í október á síðasta ári, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hinir ákærður, ákváðu að bíða með að taka afstöðu til sakarefnisins þangað til í dag en málið var þingfest í síðustu viku.

Lést úr sjaldgæfu heilameini

Læknar hafa fundið út að dánarorsök hinnar 24 ára gömlu Geraldine Atkinson var sjaldgæf tegund heilameins. Um er að ræða æxli sem dregur tíu manns til dauða á ári í Bretlandi.

Uppreisn landamæravarða í Bangladesh lokið

Um tvö hundruð landamæraverðir í Bangladesh voru handteknir í morgun eftir tveggja daga uppreisn og bardaga við lögreglu og her.Landamæraverðirnir voru handteknir þegar þeir höfðu dulbúið sig og reyndu að flýja úr höfuðstöðvum sínum í höfuðborginni Dhaka.

Tíu milljónum úthlutað til sextán verkefna

Afhending styrkja leikskólaráðs Reykjavíkur fór fram við hátíðlega athöfn í Tjarnarbúð Ráðhúss Reykjavíkur fyrr í vikunni. Alls var úthlutað 10 milljónum króna til 16 verkefna.

Katrín sækist eftir endurkjöri - vill 2. sætið

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem fram fer dagana 12.-14. mars.

Svikahrappar maka krók sinn í kreppunni

„Upp komast svik um síðir,“ sagði gamla konan í þjóðsögunni þegar blóðdroparnir þrír drupu á hana í kirkjudyrunum. Yfirleitt er það þannig að svikin komast upp um síðir en stundum er það hreinlega of seint. Það segja að minnsta kosti bandarísku neytendasamtökin og þau ljúga nú varla.

Jeppa stolið og sennilega laumað úr landi

Flest bendir til þess að Grand Cherokee-jeppa hafi verið stolið nýverið og komið úr landi með bellibrögðum. Þegar átti að vitja hans á bílasölu í Reykjavík í gær kom í ljós að hann var horfinn.

Fyrsta Superman-blaðið boðið upp

Eintak úr fyrstu útgáfu teiknimyndablaðs um Ofurmennið, eða Superman, verður boðið upp hjá Fishler í New York í dag. Blaðið var gefið út í júní 1938 og eru blöð úr þessari fyrstu útgáfu orðin ákaflega sjaldséð. Ekki er gefið upp hver seljandinn er en hann segist hafa keypt blaðið notað þegar hann var níu ára gamall árið 1950. Búist er við að vel yfir 100.000 dollarar fáist fyrir eintakið.

Erlendum brotamönnum vísað úr landi með hraði

Hertar reglur danskra lög- og dómgæsluyfirvalda gera það að verkum að það getur tekið innan við sólarhring að dæma erlenda brotamenn og vísa þeim úr landi með fimm ára endurkomubanni. Þetta fengu tveir pólskir innbortsþjófar í Horsens á Jótlandi að reyna.

Telja einokun Google úr hófi

Tæplega 30 breskir þingmenn hafa sent ríkisstjórninni erindi og hvatt hana til að grípa inn í einokunarstöðu bandaríska hugbúnaðarrisans Google á auglýsingamarkaði. Nú er svo komið að hlutdeild fyrirtækisins á þeim vettvangi er að ná 90 prósentum. Þingmaður Verkamannaflokksins segir þetta óheilbrigt markaðsástand og hin hálfgerða einokun komi að lokum niður á verðlagningu og þjónustu á netauglýsingamarkaði.

Ný hitabylgja í Ástralíu

Ástralar búa sig nú undir nýja hitabylgju með tilheyrandi hættu á kjarr- og skógareldum en gert er ráð fyrir roki og tæplega 40 gráða hita í dag og næstu daga. Fátt skapar betri aðstæður fyrir skógarelda, en ekki er nema liðlega hálfur mánuður síðan rúmlega 200 manns fórust í kjarreldum sem að öllum líkindum voru af mannavöldum. Á fjórða hundrað skólar í Viktoríufylki verða lokaðir í dag og fólk er hvatt til að vera heima og sinna brunaforvörnum.

Vilja taka á innflytjendastraumi

Innflytjendastraumurinn til Bretlands er vandamál sem báðir stóru flokkarnir þar í landi, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, verða að gera að forgangsmálefni.

Jón Kjartansson með 65 tonn á tímann

Fjölveiðiskipið Jón Kjartansson frá Eskifirði fékk um það bil 65 tonn af kolmunna á klukkustund á miðunum vestur af Írlandi nú í vikunni. Farmurinn, sem er 2.370 tonn, fékkst í aðeins sex hölum og segir á bloggsíðu skipverja að samtals hafi veiðarfærin verið í aðeins 36 klukkustundir í sjó. Löng sigling er hins vegar af miðunum og er Jón Kjartansson væntanlegur til Eskifjarðar á morgun.

Staðinn að meintum ólöglegum veiðum

Löndun hefst með morgninum úr litlum línubáti, sem áhöfn Fokkervélar Landhelgisgæslunnar stóð að meintum ólöglegum veiðum í skyndilokunarhólfi á Húnaflóa í gær. Skipstjórinn fékk fyrirmæli um að klára að draga veiðarfærin inn og halda rakleiðis til næstu hafnar, sem var Skagaströnd, og verður málið rannsakað þar.

Slasaðist í fjórhjólaslysi

Karlmaður slasaðist og missti meðvitund í fjórhjólaslysi í Skorradal í gærkvöldi. Þar sem erfitt var að komast að slysstaðnum landleiðina var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fréttastofu er á þessari stundu hvorki kunnugt um tildrög slyssins né líðan mannsins.

Aldísar Westergren leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Aldísi Westergren, sem sást síðast í Reykjavík 24. þessa mánaðar. Hún er 37 ára, 165 til 170 sentímetrar á hæð, með axlarsítt skollitað hár. Þeir sem geta veitt upplýsingar um Aldísi eru beðnir að hringja í lögregluna í síma 444-1000.

Hörð aftanákeyrsla á Sæbraut

Enginn slasaðist alvarlega í harðri aftanákeyrslu á Sæbraut í Reykjavík í nótt. Fólkið úr báðum bílunum ætlaði þó á slysadeild til rannsókna. Hins vegar stórskemmdust bílarnir og þurfti að fjarlægja þá með kranabílum.

Jóhanna er í sérflokki

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sé í sérflokki hvað vinsældir og traust á meðal almennings varðar.

Hætti við eftir tilhugalíf með Össuri

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður ræddi um mögulegt framboð sitt fyrir Samfylkinguna við forystumenn Samfylkingarinnar. Þegar á reyndi hafði hann hins vegar sannfæringu fyrir öð

Margar tilkynningar um eld á Keflavíkurflugvelli

Þó nokkuð margar tilkynningar bárust til Neyðarlínu og lögreglu í dag vegna elds á Keflavíkurflugvelli. Engin hætta var á ferðum því um var að ræða æfingu slökkviliðsmanna.

Seðlabankinn verður stjórnlaus um stund

Gera má ráð fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir tilkynni það eftir ríkisstjórnarfund á morgun hver verður settur tímabundið í embætti seðlabankastjóra.

Jón Trausti Lúthersson: Hundaníðingur rekinn úr Fáfni

„Honum var vikið úr klúbbnum fyrir um ellefu mánuðum síðan," segir Jón Trausti Lúthersson, forsvarmaður Fáfnis og Vítisengill um Ólaf Vilberg Sveinsson sem var dæmdur í dag fyrir að keyra öxlina í bringu tollvarða og gefa hundi hnéspark í kviðinn.

Framtíð Ingibjargar skýrist á morgun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greinir væntanlega frá því á morgun hvort hún býður sig fram til Alþingis í kosningunum í apríl. Jafnvel þótt hún bjóði sig fram útilokar hún ekki að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherraefni flokksins.

Sjá næstu 50 fréttir