Erlent

Þvingaður til að ræna eigin útibú

Írska lögreglan hefur náð aftur hluta fengs í bankaráni þar sem bankastarfsmaður var þvingaður til að ræna eigin útibú fyrir glæpagengi. Fjölskyldu hans, sem var í haldi bófanna, var hótað lífláti gerði hann það ekki.

Bankarán sem þessi munu ekki óalgeng á Írlandi. Í gærmorgun var eitt slíkt framið. Vopnaðir menn réðust inn á heimili Shane Travers, starfsmanns hjá einu útíbúi Írlandsbanka í Dyflinni. Þeir rændu kærustu hans, móður hennar og fimm ára syni og hótuðu að myrða þau rændi Travers ekki bankann sinn.

Hann fór í útibúið sitt og hafði á brott með sér sjö milljónir evra sem hann afhenti bófunum á nálægri lestarstöð. Fjölskylda hans var látin laus skömmu síðar. Engan sakaði.

Lögregla hefur nú í haldi sex karlmenn og eina konu vegna málsins. Samkvæmt heimildum írskra miðla hefur lögreglan náð aftur rúmum helmingi fengsins.

Írsk yfirvöld segja að írskir bankar verða að herða öryggisgæslu svo ekki verði lengur hægt að þvinga starfsmenn til að fremja bankarán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×