Innlent

Össur fer í þriðja sætið

Breki Logason skrifar
Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson segist í samtali við fréttastofu ætla að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í ljósi nýjustu tíðinda úr flokknum. Hann segist styðja Jóhönnu og Ingibjörgu heilshugar.

Líkt og Vísir greindi frá fyrir stundu mun Jóhanna bjóða sig fram í fyrsta sætið og Ingibjörg í annað. Jóhanna mun verða forsætisráðherraefni flokksins en Ingibjörg áfram formaður.

„Mér lýst vel á þetta enda er Jóhanna mjög öflugur forsætisráðherra og líklega sá öflugasti sem komið hefur fram á síðustu tuttugu árum. Ingibjörg Sólrun hefur leitt flokkinn með sóma en þurfti að taka sér tímabundið hlé vegna veikinda. Hún er nú óðum að ná sér og hefur alla burði til þess að vera áfram aflmikill formaður," segir Össur.

Sjálfur segist hann vera fyrrverandi formaður og núverandi ráðherra og sitt framlag verði að bjóða sig fram í þriðja sætið. „Ég styð þessar konur tvær og býð mig því fram í þriðja sætið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×