Innlent

Flestir vilja að Jóhanna leiði Samfylkinguna

Mun fleiri vilja að Jóhanna Sigurðardóttir leiði Samfylkinguna í næstu kosningum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var í gær.

Hringt var í 1300 manns og þeir spurði hver eigi að leiða Samfylkinguna í næstu kosningum. Af þeim svöruðu 800 manns.

Tæp 20% sögðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, rúm 60 prósent sögðu Jóhanna Sigurðardóttir og tæp 13 prósent Jón Baldvin Hannibalsson.

Ef eingöngu er litið til þeirra sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum vildu 16 prósent aðspurðra Ingibjörgu, 70 prósent Jóhönnu og 12 prósent Jón Baldvin.

Í könnuninni voru gefnir fjórir möguleikar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og aðrir. Aðrir sem svarendur nefndu voru Björgvin G. Sigurðsson en 0,4 prósent vilja að hann leiði flokkinn. 3.1 prósent vilja Dag B. Eggertsson og 1 prósent Össur Skarphéðinsson.

Ekkert hefur náðst í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í dag en hún hefur enn ekki formelag tilkynnt hvort hún gefi kost á sér fyrir næstu kosningar.

Jón Baldvin Hannibalsson hefur áður lýst því yfir að hann vilji að Ingibjörg víki og þegar fréttastofa náði tali af honum í dag sagði hann að tölurnar í könnun fréttablaðsins og stöð 2 töluðu sínu máli.

Skúli Helgason framkvæmdastjóri Saamfylkingarinnar opnaði kosningaskrifstofu sína í dag og þar voru margir þungaviktarmenn úr Samfylkingunni. Þeir Össur Skarphéðinsson, Dagur B. Eggerssson og Björgvin G. Sigurðsson voru gestir en þeir báðust allir undan því að gefa viðbrögð við könnuninni

Ranghermt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hringt hefði verið í 800 manns. Hið rétta er að hringt var í 1300 manns og 800 svöruðu eins og áður sagði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×