Innlent

Fokkervél Flugfélags Íslands flaug í gegnum gæsahóp

Fokker flugvél Flugfélags Íslands dældaðist þegar hún flaug í gegnum gæsahóp yfir Öskjuhlíðinni í gær. Vélin lenti heilu á höldnu og engan sakaði.

Óhappið átti sér stað laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi þegar vélin var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvöll, 44 voru um borð.

Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún lenti í hópi gæsa og dældaðist við það. Að öðru leyti lenti vélin en það verður nokkuð högg en allt með eðlilegum hætti að öðru leyti.

Vélin verður þó að fara í viðgerð áður en hægt verður að nota hana á ný. Ekki liggur fyrir hvenær henni verður lokið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×