Innlent

Ingibjörg áfram formaður- Jóhanna forsætisráðherraefni

Breki Logason skrifar
Frá blaðamannfundinum
Frá blaðamannfundinum MYND/PJETUR

Á blaðamannafundi sem Samfylkingin í Reykjavík boðaði núna klukkan ellefu kom fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar sér að vera áfram formaður flokksins. Hún mun hinsvegar ekki sækjast eftir fyrsta sætinu í prófkjöri flokksins.

Jóhanna Sigurðardóttir mun bjóða sig fram í fyrsta sæti en Ingibjörg Sólrún mun leggja það fyrir landsfund flokksins sem haldinn verður í mars að Jóhanna verði forsætisráðherraefni flokksins.

Ingibjörg Sólrún býður sig fram í annað sætið og mun áfram vera formaður flokksins eins og fyrr segir.

Hljóti þær umrædd sæti í prófkjörinu munu þær leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið í komandi kosningum.

Í máli þeirra kom fram að þær sjái sig sem nokkurskonar tvíeyki í íslenskum stjórnmálum. Bentu þær á að það yrði þá einsdæmi að forsætisráðherraefni og formaður stjórnmálaflokks væru bæði konur.

Einnig kom fram að þær gera ráð fyrri að Össur Skarphéðinsson bjóði sig fram í þriðja sæti í prófkjörinu.


Tengdar fréttir

Fer á móti Ingibjörgu í formanninn

Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að bjóða sig gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfundi flokksins. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist bjóða sig fram ef Jóhanna Sigurðardóttir gerði það ekki. Hann stendur við þær yfirlýsingar og segist vera að fylgja kröfu Búsáhaldarbyltingarinnar um endurnýjun.

Helgi í fjórða sætið

Helgi Hjörvar þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 4.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Verði það niðurstaðan mun Helgi skipa annað sætið í öðru hvoru Reykjavíkrukjördæmanna í komandi kosningum. Helgi hafnaði í fimmta sæti í síðasta prófkjöri. Hann segir kröfuna um endunýjun verða að haldast í hendur við reynslu.

Össur fer í þriðja sætið

Össur Skarphéðinsson segist í samtali við fréttastofu ætla að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í ljósi nýjustu tíðinda úr flokknum. Hann segist styðja Jóhönnu og Ingibjörgu heilshugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×