Erlent

Samvaxnir tvíburabræður aðskildir

Hassan og Mahmoud fyrir aðgerð.
Hassan og Mahmoud fyrir aðgerð. MYND/AP-GETTY IMAGES

Teymi lækna í Sádí Arabíu framkvæmdi vel heppnaða aðgerð á samvöxnu tvíburabræðrunum Hassan og Mahmoud í dag. Bræðurnir sem eru egypskir eru þeir tuttugustu og fyrstu sem gangast undir aðgerð sem þessa í landinu.

„Bræðurnir eru nú í fyrsta skipti aðskildir síðan þeir fæddust," sagði Dr. Abdullah Al-Rabeeah sem einnig er heilbrigðisráðherra landsins að lokinni aðgerðinn. Bræðurnir eru nokkurra mánaða gamlir og voru fluttir til landsins þann 10.febrúar.

Aðgerðin tók fimmtán klukkustundur og heppnaðist mjög vel að sögn Abdullah.

„Á þessari stundu eru helstu líffæri þeirra í góðu jafnvægi, blóðþrýsingur þeirra er einig stöðugur og við erum að hefja endurbyggingu líffæra þeirra," sagði Abdullah við CNN fyrr í dag.

Læknirinn sagði að aðskilnaður þvagfærakerfis þeirra hefði verið mikil áskorun sem og aðskilnaður æðakerfis þeirra og þar með talið slagæða þeirra.

„Við urðum að bera kennsl á slagæðar þeirra sem og bláæðar þeirra," sagði hann. Hann bætti því einnig við að búist væri við að líffæri þeirra gætu starfað eðlilega í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×