Innlent

Fer á móti Ingibjörgu í formanninn

Breki Logason skrifar
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að bjóða sig gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfundi flokksins. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist bjóða sig fram ef Jóhanna Sigurðardóttir gerði það ekki. Hann stendur við þær yfirlýsingar og segist vera að fylgja kröfu Búsáhaldarbyltingarinnar um endurnýjun.

„Ég hef enga skoðanakönnun gert en við verðum að gera sömu kröfur til okkar sjálfra eins og við gerum til annarra, það er punkturinn," segir Jón Baldvin og bendir á að endurnýjun hafi verið krafa Búsáhaldarbyltingarinnar svokölluðu. „Ég tek undir það."

Jón Baldvin segist lítast vel á að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherraefni flokksins. „Ég styð Jóhönnu Sigurðardóttur, eins og þjóðin öll, til góðra verka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×