Innlent

Bandarísk stjórnvöld gagnrýna fyrirhugaðar hvalveiðar

Verið er að gera Hval 8 tilbúinn fyrir veiðarnar.
Verið er að gera Hval 8 tilbúinn fyrir veiðarnar.
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna harðlega ákvörðun Íslendinga um að heimila veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum í yfirlýsingu sem gefin var út í dag. Um þetta er fjallað á vef Nasdaq. Þar er sagt frá því að kvótinn hafi verið gefin út til fimm ára af fyrri ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er lýst efasemdum yfir því að langreyða- og hrefnustofnarnir þoli þessa ásókn. Þá er fullyrt að ákvörðunin muni grafa undan framtíðaráætlunum Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem Ísland á aðild að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×