Innlent

Opið í Bláfjöllum í dag

Frá Bláfjöllum
Frá Bláfjöllum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað núna klukkan tíu og þar verða lyftur í gangi til klukkan fimm síðdegis. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóri skíðasvæða, er færið mjög gott. Hann segir frábært veður í Bláfjöllum og það spái góðu í dag. Frí skíðakennsla er í boði fyrir byrjendur við Bláfjallaskála milli klukkan ellefu og þrjú og einnig er boðið uppá brettakennslu. Það er hins vegar lokað í Skálafelli í dag.

Í Hlíðarfjalli við Akureyri er opið milli klukkan tíu og fjögur. Þar var logn og tveggja stiga frost í morgun. Skíðafæri er sagt með besta móti og þar segja menn þennan skíðavetur hafa verið einn sá allrabesta í manna minnum. Skíðasvæðið hafi nánast samfellt verið opið frá því 2. nóvember.

Skíðasvæðið á Siglufirði var opnað nú klukkan tíu og verður opið þar til klukkan fjögur í dag. Þar mun veður gott, nánast logn, tveggja gráðu frost og léttskýjað. Færið mun gott, nýr snjór og nóg af honum á öllu svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×