Erlent

Írani skotinn til bana í Kaupmannahöfn

Karlmaður af íröskum ættum var skotinn til bana í innflytjendahverfi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar ódæðismannsins og tveggja til þriggja félaga hans sem vitni segja að hafi virst vera innfæddir Danir.

Talið er að árásarmennirnir hafi hleypt af vel á annan tug skota þegar ráðist hafi verið á fórnarlambið. Lögregla hefur aukið eftirlit á svæðinu þar sem árásin var gerð en þar hefur á síðustu vikum komið til átaka milli mótorhjólagengja og glæpahópa innflytjenda.

Ekki er vitað hvort morðárásin í gær tengist þeim deilum en lögreglan vill ekki útiloka það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×